Þriðja menningin – hamingjurannsóknir

Þriðja menningin – hamingjurannsóknir

Snarað frekar lauslega grein eftir Geoffrey Miller

sem trúlega byrtist á

http://www.edge.org/3rd_culture/story/86.html

Social Policy Implications of the New Happiness Research

(Sam-) félagslegar afleiðingar hinna nýju hamingju rannsókna.

Síðustu tíu árin hefur sálfræðin loksins farið að koma með virkilega bitastæðar rannsóknarniðurstöður – blákaldar staðreyndir um hvað það er sem veldur mannlegri hamingju.  Niðurstöðurnar hafa vakið athygli og furðu, en það hefur ekki verið neitt rætt af viti opinberlega um hvað þessar niðurstöður merkja hvað þær hafa í för með sér ef eftir þeim væri farið:

(1)  Nánast allar manneskjur eru merkilega hamingjusamar ævinlega. 90% allra Bandaríkjamanna segjast vera “very happy” eða “fairly happy”. Það er líka þannig að næstum allir halda og halda fram að þeir séu hamingjusamari en meðalmaðurinn. Það virðist því við fyrstu sýn sem nánast allir séu efst á hamingjukvaðanum og þannig hefur það verið eftir því sem næst verður komist, svo lengi sem við höfum áreiðanlegar heimildir.  (Þetta kann að vera af því að forfeður okkar og -mæður kunnu best að meta glaðlyndan félgasskap í kynlífinu og það jók glaðlyndi í báðum kynjum vegna kynvals.)

(2)  Það er samt nokkur munur á einstaklingum hvað hamingju varðar, en þessi munur helst ákaflega stöðugur alla ævina út og er nær algerlega til kominn í gegnum erfðir.

(3)  Stóratburðir ævinnar sem ætla mætti að hefðu áhrif á hamingju til lengri tíma (einsog að vinna stóra vinninginn í happadrætti eða missa maka sinn) hafa þó aðeins áhrif í sex mánuði til eitt ár. Allar manneskjur virðast vera á sveimi í kringum einn meðaltals hamingju punkt – sína eigin grunn hamingjutölu sem er ákaflega slitsterk gagnvart breytingum.

(4)  Það sem alla jafna er talið valda hamingju eða óhamingju, eftir því hvort lítið eða mikið er af því, virðist hafa nálega engin áhrif. Aldur, kynferði, kynþáttur, tekjur, landfræðileg staðsetning, þjóðerni og menntunarstig hafa nánast ómerkjanleg tengsl við hamingju, og skýrir að jafnaði ekki meira en 2% af breytileikanum.  Mjög mikilvæg undantekning er að hungrað, sjúkt og kúgað fólk í þróunarlöndum er að jafnaði aðeins minna hamingjusamt – en jafn skjótt og þetta fólk nær ákveðnum lágmarkslífsgæðum af kalóríufjölda á dag og líkamlegu öryggi, þá nær það sínu “eðlilega” hamingjustigi – frekari aukning veraldlegra lífsgæða eykur síðan ekki við hamingju þeirra um neitt sem nemur.

(5)  Fyrir þá sem líða fyrir verulega slæma huglæga líðan (þe mikið þunglyndi) þá virðist besta aðferðin til að vinna bót á því sú að taka þunglyndislyf, frekar en félagslegar eða efnalegar breytingar.  Sex mánuðir á Prozac, Wellbutrin, Srzone eða Effexor sjá vanalega til þess að þunglynd manneskja kemst nálægt sínu eðlilegu hamingjustigi (að því er virðist með því að auka áhrif seretóníns í vinstri prefrontal cortex). Áhrif slíkra lyfja eru mun öflugri en nokkur auðæfi eða heimsins upphefð, eða nokkur önnur breyting á hinum ytri skilyrðum lífsins.

Niðurstöður úr hamingjurannsóknum hafa vakið mikla athygli fjölmiðla, enda eru þær bæði dramatískar og niðurstöðurnar andstæðar því sem við hefði mátt búast.  Það eru reglulega tekin viðtöl við helstu vísindamennina sem að rannsóknunum hafa staðið. meðal þeirra David Myers, David Lykken, Mihaly Csikszentmihalyi. Norbert Schwarz and Daniel Kahneman. Samt hafa niðurstöðurnar nánast eingöngu haft áhrif á sjálfshjálparbókmenntir  (sem óneitanlega er undarlegt þar sem flestar slíkar bækur gefa erfðum ekkert mikilvægi né þeirri niðurstöðu rannsóknanna að hamingja hvers einstaklings er stöðug stærð).  Rannsóknirnar hafa ekki skapað þá félgaslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu byltingu sem við hefði mátt búast.  Blaðamenn hafa ekki haft kjark til að rugga þeim hugmyndum, sem almennt eru viðteknar með því að spyrja alvarlegra spurninga um hinar víðari afleiður rannsóknanna – hvað niðurstöðurnar merkja.

Auglýsingar sem tröllríða dægurmennningu vorra tíma eru yfirfullar af eftirfarandi skilaboðum: kaupið vöru okkar eða þjónustu og þér mun líða betur  (þín eigin upplifaða vellíðan mun aukast). Hamingjurannsóknirnar sýna að þessi loforð auglýsinganna eru yfirleitt bara orðin tóm. Kannski ættu allar auglýsingar fyrir vörur sem ekki eru nauðsynlegar að hafa á sér merkingu sem segði: “Varúð: vísindalegar rannsóknir sýna að þessi vara eykur ekki vellíðan þína nema skamma stund, ef hún þá gerir það yfirleitt.”  Auðvitað geta lúxusvörur virkað mjög vel sem merki um auð og völd og smekk til hugsanlegra kynlífsfélaga og samkeppnisaðila á félagslega sviðinu. Hvað sem því líður þá sýna hamingjurannsóknirnar að að fjöldi kynlífsfélaga og félagslegur status hafa ekki varanleg áhrif á hamingjustig neins þegar til lengri tíma er litið.  Það eru góðar þróunarlegar ástæður fyrir því að við sækjumst eftir kynlífi og status, en hvorugt þessa er ástæður eða afleiðingar hamingjustigs hverrar manneskju.  Sumir blaðamenn kunna að hafa skilið að hamingjurannsóknir skora neyslu-drauminn á hólm, þann sama og borgar auglýsingar sem halda miðlunum þeirra gangandi. Það hversu tregir þeir eru til að sýna þessar aleiðingar af niðurstöðum rannsóknanna fyrir neyslunsamfélagið er ábyggilega ekkert slys.  Þessir blaðamenn hafa það að atvinnu að selja lesendur til auglýsenda, ekki að segja lesendunum að auglýsingar og það sem þær auglýsa skipti engu máli fyrir varanlega vellíðan lesandans.

Að auki er það þannig, að ef við tökum hamingjurannsóknir alvarlega, þá eru flestar réttlætingar eða tilgreindar ástæður fyrir hagvexti, tækniframförum og bættum aðferðum við stjórn samfélagsmála hálfgert hjóm. Innan hagfræðinnar til dæmis, þá eru manneskjurnar gjarnan notaðar sem reikningseiningar sem vilja hámarka það gagn sem þeir búast fyrir að njóta (“subjective expected utility”). Á vettvangi þessara vísinda er þessi skilgreining sögð mjög notadrjúg til að skilja hegðun neytandans og markaði. En þegar um er ræða  hugmyndafræðilegt plan hinnar pólitísku hagfræði þá sýna hamingjurannsóknirnar að það er ekki hægt að setja samasemmerki á milli gagnsemi (utility) og hamingju. Það kann að vera að fólk hagi sér einsog það sé að reyna að auka hamingju sína með því að kaupa vörur, en það er bara alls ekki að ná því markmiði nema þá eitt hverfult andartak. Það sem meira er, þá er aukning þjóðarframleiðslu á mann, sem er meginmarkmið ríkisstjórna útum allan heim, alls ekki til þess fallið að auka innri vellíðan manneskjunnar eða hamingju – eftir að ákveðinni lágmarksvelmegun er náð. Enginn af hinum hefðbundu vísum (indicators) sem notaðir eru nú um stundir á félagslegar, pólitískar og hagrænar framfarir eiga sér neina fylgni sem máli skiptir við hamingju manneskjunnar.

Þegar hugsjónaglaðir sósíalistar héldu þessu fram fyrir 150 árum síðan, þá var hægt að vísa því á bug sem upphrópunum.  Sama má segja um það sem hinir ríku héldu fram að “peningar kaupa ekki hamingju”, það var hægt að hlæja að því sem sjálfs-afsakandi rugli föllnu til að viðhalda kúgun hinna fatæku.  En nútíma vísindi sýna að báðir höfðu rétt fyrir sér:  gnægtir skapa æ minni hamingju eftir því sem þær verða meiri.  Þetta sendir á hinn bóginn óþægileg og óæskileg skilaboð til okkar í hinum þróuðu löndum sem veltum okkur uppúr efnalegum lúxus – hverjir 100 dollarar sem við eyðum í okkur sjálf hafa engin mælanleg áhrif á hamingju okkar; en sami peningur ef hann væri gefinn þeim sem eru hungraðir, veikir og kúgaðir í þrógunarlöndunum, þá mundi hann skapa mikla ánægju og hamingju. Með öðrum orðum, fjármunir gefnir til fátæks fólk hafa mikil áhrif til aukinnar alsherjar vellíðanar.

Lárus Ýmir

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This