Það mun gerast – og nokkuð skyndilega

Allt í einu verður til eitthvað nýtt – hugarfarið er breytt. Þannig verður það.  Þannig hefur þetta alltaf gerst. Það er vegna þess að þá orðinn til einhverskonar krítískur massi í hugarfarinu. Og þá eru teknir upp  nýjir siðir sem verða fljótt sjálfsagðir hlutir. Það verður spennandi að fylgjast með næstu stjórnmálunum næstu misserin. Hverjir veljast til áhrifa og hvað verða utanþingsöflin sterk.   En auðvitað, ef sá hópur sem valinn verður á þing ætlar sér bara að læra á gamla sýstemið, þá verður þetta einsog síðast og breytingarnar frestast enn um hríð.   Það er alltaf þannig þegar gömul kerfi eru í dauðateyjunum að þá berjast þau um á hæl og hnakka til að halda lífi. Þau öfl, sem finnst sér ógnað standa vörð um óbreytt ástand og þá verða þau hættuleg lýðræðinu. Við erum hér að tala um stjórnmálfólk, eignaaðalinn og akademíuna. Akademían sem sérhæfir sig í að grautast í því sem er en ekki að hugsa um hvað verður.  Það eru reyndar þessir hópar sem hafa staðið hvað fastast gegn nýju stjórnarskránni – eins meinlaus og hófsöm og hún samt í rauninni er.

Það er raunveruleg hætta á svona breytingaskeiði einsog nú er komið af stað, að það komi einhverjir hræðslumeistar og jafnvel taki þetta yfir. Líklega eru þeir þegar komnir á fullt, vinna á móti breytingum og tala um stöðugleika og að við þurfum fyrst og fremst að hugsa um eigin hag og vera sjálfum oss næst.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This