Punktar

Ef þú gerir málamiðlanir við þá sem klárlega ganga gegn þjóðarvilja í mörgum stórum þjóðþrifamálum, þá gerir þú málamiðlanir um lýðræðið. Lýðræðið verður samningsatriði.
Vegna þess að VG semur við D um auðlindamál, stjórnarskrá, skipun dómstóla og fleiri mál þar sem þjóðarviljinn er vel þekktur, þá gera þau núverandi ástand í þessum málum “eðlilegt” og þarmeð með vissum hætti þolanlegt.

Samtímis verður það verður samningsatriði að hve miklu leyti fólk getur lifað af launum sínum eða lífeyri. Er kannski í lagi að þúsundir manns hafi 60% af lágamarksframfærslu til að lifa af? Er það samningsatriði?

Share This