Staðnaðir strúktúrar og kaos*

Staðnaðir strúktúrar og kaos*

Frá Seven Life Lessons of Chaos

Fyrir marga hefur það litið út fyrir að við höfum byggt veruleika þar sem samtök og einstaklingar innan þeirra berjast með kjafti og klóm hverjir við aðra. En í rauninni er það ekki þannig samkvæmt kaos-fræðum. Þau segja að vandamálið sé að við höldum við lifum í þessum veruleika. Vegna þess að við höldum að við lifum þarna, þá hafa samkeppnisbarátta og valdastríð náð að drottna í huga okkar. En kaos segir að ef við gaumgæfum vel stofnanir okkar stórar og smáar, þá sjáum við að það er eitthvað á seiði bak við allan hávaðann – eitthvað sem gæti jafnvel hvatt okkur til að breyta hugsunarhætti okkar. (Seven Life lessons of Chaos.. Bls 71)

Frá kaos-sjónarhóli, þá er hið raunverulega vandamál að í langan tíma – jafnvel frá upphafi “siðmenningar”, þá hafa manneskjur hrúgað hugmyndafræði hins lóðrétta valdastrúktúrs, um vald og drottnun, ofan á sína meðfæddu tilhneigingu til skapandi samstarfs. Við höfum blásið upp suma hluta af samfélagsferlinu til að standa fyrir allt ferlið einsog það leggur sig. Afleiðingin er sú að nú höfum við veröld fulla af stofnunum sem standa sjálfum sér fyrir þrifum og lama sköpunarkraft og sál þeirra einstaklinga sem eru innan þeirra. Þær búa til ónauðsynlega neyð og sálrænar þjáningar.
Complexity fræðimaðurinn (Complexity theorist) Linda Woodman og hagfræðingurinn Brian Arthur hafa bent á að nýtilkomnar stofnanir hafi oftar sveigjanleika en hinar eldri, séu leitandi og hafi kaótísk einkenni. Þær markast meira af samstöðu og góðum félagsanda meðal starfsmanna sem koma þeim á laggirnar.
Þegar um fyrirtæki er að ræða, þá getur þetta kaotíska yfirbragð þeirra gert þeim kleift að ryðjast með góðum árangri inná sitt svið viðskipta. En eftir nokkurn tíma hveitbrauðsdaga og tilheyrandi áhuga og krafti, þá verður stofnunin fórnarlamb “hefðbundinna viðskiptahátta” og verður hrædd og þar með hálflömuð. Þegar frá líður byrja samkeppni, valdakerfi og valdabarátta að einkenna starfið innan stofnunarinnar. Mátum þessa hugsun við stjórnmálaflokka einsog við höfum séð þá.
Neikvæðir vítahringir viðbragða stjórna verkháttum og festast í sessi, og brátt er kerfi sem hefði getað brugðist við aðstæðum á skapandi og óvæntan hátt í samræmi við kaosfræðin, fast í síendurteknum viðbragða “lúppum”. Ekki ósvipað og nevrótísk manneskja endurtekur sama ferlið aftur og aftur og lendir sífellt í sömu vandamálunum, án þess að gera sér grein fyrir að hún veldur þeim sjálf.
Arthur kallar þetta “lock-in” eða baklás. Einstaklingsbundin sköpun kæfist undir rútínum og ritúaliseruðum starfsformum, trúarsetningum og skoðunum innan stofnunarinnar. Mikið af þessu er svo hressilega inngróið að starfsfólkið gerir sér ekki einu sinni grein fyrir að það sé til staðar.
Fólk kemur og fer innan fyrirtækisins / stofnunarinnar / skipulagsheildarinnar / flokksins en kerfið heldur sínu striki og þeir nýju aðlagast því. Einstaklingarnir skipta ekki máli. Þegar stofnunin verður að sterkum aðila á sínum markaði eða sviði, þá verður hún enn lokaðri fyrir breytingum. Upplýsingaflæði og frelsi stofnunarinnar til að aðlaga og breyta starfsemi sinni minnkar. Stofnunin er einsog slæmt hjarta sem hefur ekki nóg innra kaos (innra kaos er nauðsynlegt fyrir heilbrigt hjarta = vísindaleg staðreynd.) Mörg fyrirtæki (etc) lenda í vandræðum þegar hingað er komið, og verða að gefast upp fyrir öðrum sem hafa nýjar hugmyndir og koma með nýja tækni – fyrirtækjum sem hafa meiri kaotiskan sveigjanleika.
Fyrirtækjaráðgjafinn Margaret Weatley segir, “Það kann að virðast undarlegt, en flesta langar til að þykja vænt um stofnunina eða fyrirtækið sitt. Þeim þykir vænt um markmið skólans síns, (flokksins síns,) þeirrar opinberu stofnunar eða einkafyrirtæki sem þau vinna hjá. Fólkið hefur lagt sitt að mörkum til að skapa annan og betri heim, eða umhverfi, en síðan er þetta lifandi starf stofnanavætt. Fólkið sem elskaði hinn góða tilgang fer svo að fyrirlíta stofnunina sem var sköpuð til að ná honum. Ástríða ummyndast í stöðnuð verkferli, reglur og hlutverk. Í stað þess að geta og mega skapa, eru nú settar takmarkanir sem kreista úr okkur lífið. Stofnunin er ekki á lífi lengur. Við sjáum það útbólgna ástand sem hrjáir hana og fyrirlítum hana fyrir það sem hún hindrar okkur í að gera.

– Lárus Ýmir

Seven lessons of Chaos by F. David Peat and John Briggs

Photo by Gertrūda Valasevičiūtė

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This