
Spiral Dynamics (fyrsta uppkast að kynningu)

Spiral Dynamics
(uppkast að kynningu)
Hér er sumstaðar of lítið efni og sumsstaðar of mikið. En ef lesandinn hefur þolinmæði til að fara í gegnum þetta ætti hún/hann að vera talsverðu nær.
Um Spiral Dynamics: Módel sem má nota til greiningar á samfélögum og einstaklingum.
“Memes” eru skilgreind sem samsvarandi genum en á félagslega sviðinu. – Memes eru menningarlegar upplýsina-einingar sem endurskapa sjálfar sig frá huga til hugar í gríðarlegu umfangi. Þær byrtast í samfélagi einsog nýjir straumar hugsunar – nýr hugsunar-háttur – nýr miðað við þau viðhorf og viðmiðanir sem fyrir voru.
Þetta fjallar um með hvaða hætti við fáumst við þau líffskilyrði sem fyrir hendi eru – því stýra “memin”.
Memes eru ekki manngerðir (types of people) heldur mismunandi form aðlögunarvits eða aðlögunargáfu í fólki.
Memes eru þróunarskref sem samfélög og einstaklingar ganga í gegnum ef hið samfélagslega umhverfi kallar á það. Sú þróun sem verður hjá einstaklingum og samfélögum hefur ekki með hæfileika eða gáfur að gera heldur með breyttar aðstaður sem kalla á breyttan (kannski má segja þróaðri) hugsunarhátt. Við vissar kringumstæður, einsog stríð eða kreppur eða annarskonar byltingar og áföll getur samfélag eða einstaklingur bakkað niður um þróunarþrep. Sami einstaklingurinn getur einnig hegðað ser og hugsað samkvæmt einu MEME í einu samhengi, en samkvæmt öðru MEME í öðru samhengi. (Fótboltaspilandi lögfræðingur sem er meðlimur í Nýja Íslandi)
Hvernig og hvenær ný memes koma fram stjórnast sem sagt af þróun samfélags frá frumstæðum uppruna þess og fram til okkar nútímasamfélags.
Fram til okkar tíma hafa þróast fram og verið greind átta mismunandi memes.
Þetta módel sem byggir á þróun MEMA knúinni áfram af samfélagsþróun heytir Spiral Dynamics einsog fyrr getur.
Samkvæmt Sprial Dynamics, þá flokkast einstaklingar og menningarkimar ekki hreinlega né einungis á einu þrepi eða í einu meme. Sérhver manneskja/menningareining felur í sér blöndu af þessum gildismynstrum sem við köllum MEME. Rétt er að skýra að menningareining getur í þessu samhengi verið togaraskipshöfn, starfsemi innan eins skóla, viðskiptavinir biljardsofu, starfshættir stjórmálaflokks eða stefna stjórmalaflokks ekki síður en þorp, landshlutar og þjóðlönd.
Hemsspekingurinn Ken Wilber hefur orðað sambandið milli hinna aðskiljanlegu MEMA þannig að það MEME sem er “fyrir ofan” (eða seinna) í þróunarröðinni kemst handan við en innifelur líka í sér það meme sem er “neðar” (eða fyrr) í þróunar þrepunum (á ensku: trancend and include). Þannig hefur efsta memið í sér öll meme sem eru fyrir neðan það í þróunar röðinni, en hefur líka komist framúr og handan við þau öll.
Spiral Dynamics gefur sig ekki út fyrir að vera fullkomlega línulegt eða hýrarkískt líkan, þó að sumum sýnist svo. Samkvæmt Spiral Dynamics þá eru óteljandi mörg þróunarþrep og afturfararþrep, ef út í það er farið, allt eftir (lífs-)skilyrðum manneskjunnar/menningarkimans, og þau eru í stöðugri breytingu. Það að ná hærri þróunarstigum eða hærri MEMUM þýðir ekki það sama og að öðlast “betra” eða “rettara” gildismati. Hvert þrep/MEME getur verið til út af fyrir sig eða í bland við önnur, á hvort sem er heilbrigðan hátt eða brenglaðan hátt; og hvaða þróunarstig sem er getur leitt til miður æskilegrar útkomu hvað varðar heilsu manneskjunnar og heilsu hins félagsleglega umhverfis.
Um þetta er annars hægt að segja að heilsa manneskju, hóps eða þjóðar fer að verulegu leyti eftir hvað hugsunarhátturinn og gildismatið er í góðu samræmi við eðli þess samfélags þar sem manneskjan, hópurinn eða þjóðin lifir. Og eðli samfélagsins getur staðið eða í stað eða breyst á einum degi (td. í stíði eða nátturuhamförum). Ef samfélag breytist eða þróast þá getur einn máti að vera á hætt að virka eða vera þénugur og hann getur jafnvel orðið skaðlegur því að raunveruleiki umhverfisins er annar en var – annaðhvort hærri eða lægri í þrepaskiptingunni.
Spiral Dynamics módel Graves er ekki flokkunarfræði (typólógía) til að flokka fólk í skúffur eða kassa. Í rauninni eru þau átta tilvistarstig og breytingar-svæðin á milli þeirra aðeins hin sýnilegu merki um miklu dýpri öfl sem eru að verki í fólki og samfélögum.
Sú orka sem er að verki, verður til þegar tvennt spilar saman:
a) Lífsskilyrðin sem manneskjan eða hópurinn verða fyrir og lifa við og
b) heila-/hugar-hæfni til að fást við lífsskilyrðin. Þannig gefur hugtakið biopsyhosocial (líf-geð-félagsleg) í skyn hreyfanlega blöndu af líffræðilegri náttúru, sálfræði reynslu og lærdóms, og félagsfræði samkipta hópsins við umheiminn.
Þannig geta lífsskilyrði orðið flóknari, eða, þegar um kreppu er að ræða, dregist til baka (regress) í einfaldara horf á ný. En fyrst þurfum við að skilja að þessi kerfi sem við reynum að lýsa eru ekki innibyggð í mannskepnuna, ekki einsog IQ (greindarvisitala) eða EQ (tilfinningaleg greindarvísitala). Frekar má segja að þetta séu aðlögunargáfur að aðskiljanlegum yrti skilyrðum. Þannig að það byrjar allt með lífsskilyrðum, afgangur eru viðbrögð við þeim.
Clare W Graves, sem er upphafsmaður þessa módels þó hann nefndi það ekki Spiral Dynamics, Graves skrifaði eftirfarandi:
Það sem ég er að segja er að þegar einn háttur á að vera í heiminum er í meira samræmi við raunveuleikann í kringum mann, þá er hann betri lífsmáti fyrir það umhverfi, þann raunveruleika. Og ég vil líka segja að þegar ein aðferð við að lifa lífinu er ekki lengur vænleg til árangurs í þeim raunveruleika sem maður býr við, þá verður til annar lífsmáti, annað hvort þrep sem er hærra eða lægra í stiganum, sem hentar betur á viðkomandi stað og tíma. Samt vil ég halda því fram, og ég hef á því djúpa trú, að hafi maður í huga heildarvelferð manneskunnar í þessum heimi, þá sé það þannig, ef til lengri tíma er litið, að hærri þróunarþrep séu betri en lægri þrep og að megin markmið hvers samfélags og þar með þeirra sem eru í forystu fyrir það samfélag, sé að örfa mannlegan vöxt og þróun þannig að við færumt upp þrónarstiga mannsins.
– Clare W Graves
NÚ KOMUM VIÐ AÐ EINSTÖKUM “MEMUM”
Einkenni þeirra eru sem hér segir:
Fyrsta hæð (First Tier)
GildaMEME á fyrstu hæð varða “Farborða / Afkoma”
Þeim hafa verið gefnir litirnir: Beis, Fjólublár, Rauður, Blár, Órans (appelsínugulur) og Grænn.
Forsenda SD að – Sálarlíf og hugarstarfsemi fullorðinnar manneskju sé nokkuð sem vex og þroskast í samspili við umhverfið og sé í stöðugri sveiflu og sprírallöguðu uppávið ferli í átt að þróaðri kerfum samhliða sem tilvistarleg viðfangsefni, vandmál og lífsskilyrði manneskjunnar þróast og breytast. (frá Graves)
1
BEIS
Hvatalíf/Lifa af
Í BEIS höfum við grunnkefið það frumstæðasta: að lifa af með hjálp eðlishvata, að lifa af daginn og lifa af nóttina. Maður sér þetta í ungbörnum , og stundum hjá seníl gamalmennum, og svo á tímum kreppu og mikilla áfalla einsog til dæmis þann 11 sept 2001 í New York – þá verður tímabundið afturhvarf (regression) til Beis kefisins. Það eina sem skiptir máli er að lifa af.
– byrjaði fyrir 100 þúsund árum.
1 BEIGE (A-N) lifa af; fullnæging grunnþarfa lífsins; að fjölga sér; fullnægja hvötum
A stjórnast af náttúrunni og líffræðilegum hvötum og fýsnum (hungri, þorsta, greddu etc); líkamleg skynjun ákveður líðan.
N instinctive: einsog náttúrlegar hvatir og ósjálfráð viðbrögð (reflexes) skipa fyrir; ósjálfráð tilvera.
Heimsmynd: Náttúrulegt umhverfi þar sem manneskjur treysta á eðlishvöt til að lifa af. Nota hvatir og vana-atferli bara til að lifa af. Fæða, vatn, hlýja, kynlíf, og öryggi hafa forgang.
Aðgreint sjálf er varla vaknað og ekkert heldur því við eða eflir það.
Myndast hópar til að lifa frekar af en þar er hver sjálfum sér næstur.
Lifir af landinu í sama mæli og “önnur dýr”.
Myndar litla flokka/hópa til að hjálpa við framfærslu.
Afstaða: Gerðu það sem þú þarft að gera til að halda lífi. Fæði, hlýja, æxlun og öryggi hafa forgang. Gerðu það sem þú þarft til að lifa af.
Frumstæðasta mótífið/ástæðan: að lifa af.
Sýnir sig svona: Fyrstu mannlegu samfélögin, sveltandi mannmergð, afrískir Buchmenn, geðveikt útlegufólk stórborga. Nýfædd smábörn, elliær gamalmenni, alzheimersjúklingar á seinni stigum sjúkdóms.
0,1 % af fullorðnu fólki, 0% af valdinu.
2
FJÓLUBLÁR
Trú á stokka og steina
(Magical/Animistic) MEME
– byrjaði fyrir um 50 þúsund árum síðan.
Útúr Beisa kerfinu kemur það fjólubláa (með breyttum/bættum lífsskilyrðum). Á ísaldartíma, þegar ættflokkar byrjuðu að rekast á og vera hver fyrir öðrum, þá kom upp þörf til að mynda flóknara kerfi og það sem gerðist var að vitund vaknaði um ný orsakasamhengi. Nýrrar lífs-strategíu var þörf líka í glímunni við óskiljanlega náttúru. Þannig varð fjólubláa MEMIÐ til.
2 PURPLE (B-O) vera í góðu sambandi við andaheimnn; heiðra forfeðurna; sameiginleg vörn gegn voða; fjölskyldubönd
B Ógnandi tilvera og full með dularöfl og andaverur sem þarf að vinna bug á eða hafa góðar og blíðka
O nátturandar: samkvæmt hefðum og trúarsiðum ættbálksins;
Grunn þema: Halda öndunum góðum og aðsetri ættflokksins hlýju og öruggu.
Hlýðir vilja og löngunum andanna og fer eftir dularfullum teiknum.
Fylgja foringjanum, sýna hinum eldri virðingu og forfeðrum og ættflokknum.
Einstaklingurinn sér sig fremst sem hluta af hópnum.
Heiðra hringferli árstíða.
Passa uppá heilaga hluti, heilaga staði, atburði og minningar.
Shamanar (galdramenn), blóðeyðir, Voodoo bölvanir, fornar ósættir, lukkugripir,
Viðhefur og virðir manndómspróf (rites of passage), árstíðabundna siði, og ættflokkasiði.
Maður getur jafnvel séð þetta hjá ungum börnum þegar þau skyndilega fyllast einhverri (hjá)trú um hundinn sinn eða dúkkuna eða tengjast teppinu sínu tilfinningaböndum. Í sumum bíómyndum undanfarið hefur maður séð hvernig fjólublár kallast fram í mikilli neyð og kreppu.
Hjátrúarfullar tilraunum til að skilja náttúruöflin sem eru ógnandi, jafnvel lífshættuleg.
Á samsvörun í mörgum nútíma New-Age ritúölum og “afturhvarfs til náttúrunnar”
Trú á náttúruanda og stokka og steina. Heimurinn góður og vondur. Álög og bölvanir sem móta framtíða atburði.
Ættflokkar (etnic tribes) myndast og forfeður tengja ættflokkinn saman.
Skyldleiki og erfðir skapa pólitísk tengsl.
Hljómar heildrænt (holistic) en er í raun fjöllynt og sundrað (atomistic): “Það er nafn á hverri bugðu í ánni, en ekki yfir sjálfa ána.”
Algengt í þriðja heiminum, gengjum stjórborga, íþróttaliðum, og fyrirtækja “tribes”.
10% af fullorðnu fólki, 1% af valdinu.
3
RAUÐUR
Hvatvíst/Egóstískt sjálfupphefjani MEME
– byrjaði fyrir 10,000 árum síðan
Og svo sprottið frá Fjólubláu, þá kemur Rautt, fyrsta kerfið fyrir sterka einstaklinga, sjálfselska, sjálfmiðaða, “Ég er minn eigin maður”, Ég er sá besti”, “Það eina sem skiptir máli er ég”
Dýrkun beitingar valds og eflingar eiginhagsmuna.
Maður sér þetta í tveggja ára krökkum sem sýna gjarnan hamslausa bræði og takmarkalausa frekju. Og maður sér það í fullorðnum í allskonar macho látæði og maður sér heilu þjóðirnar haga sér einsog ekkert skipti máli nema meiri völd og yfirráð.
Upphaf landvinninga fyrir suma og mikilvægi sjálfstæðis og “fullveldis” fyrir aðra sem kannski mega sín minna.
Þetta verður mikið ráneðlis kerfi, en samt er það jákvætt skref í mannlegri þróun þar sem þar kemur fram sterkt sjálf í fyrsta skipti.
Brýst útúr ákveðinni flatneskju og uppgefni gagnvart umheiminum (náttúrinni ma.)
Hér sker einstaklingurinn sig í fyrsta sinn frá ættflokknum; kraftmikill, hvatvís, egóisti, hetjuskapur.
Goðsagnir, drekar og ófreskjur, og öflugir einstaklingar (riddarar hringborðsins). Herkóngar vernda fátækt fólk en fá í staðinn, hlýðni og vinnukraft. Undirstaða konungsríkja (miðalda) power and glory.
3 RED (C-P) Kraftur/athafnir (power/action); taka sér völd yfir öðrum; stjórn (control); munúð holdsins. Survival of the fittest
C Einsog í frumskóginum þar sem hinir sterku og grimmu verða ofaná, hinir veiku láta í minnipokann; náttúran er andstæðingur sem þarf að sigra, ekki lúta.
P egocentric: Gefur sig í að drottna, sigra og öðlast völd; nýtir sér (misnotar) aðra; hugsar bara um eigin hag.
Grunn þema:
Heimsmynd: Frumskógur þar sem sá sterkasti og slægasti lifir af og verður ofan á.
Ný tegund af stríðsmanni sem hallast til að leggja undir sig aðra og það sem er annarra með góðu eða illu.
Finnur marga guði sem allir hafa afgerandi vald á einhverju sérstöku sviði. (Ásatrú)
Heimurinn er frumskógur fullur af ógnum og rándýrum/ræningjum.
Sér heiminn útfrá lífssýn sem gengur útfrá aðskilnaði sjálfsins frá afgangi heimsins og takmörkuðum gæðum sem hver verður að berjast við aðra til ná í (helst meira en) sinn skerf.
Samfélög klofna því oft í landadeilur og héröð sem stjórnað er af smákónkum ýmiskonar berjast við óvina-landsvæði í nágrenninu.
Hugarfar: Forðast skömm, fá virðingu og gera það sem þér þóknast.
Rauður notar hótanir eða sjarma eða klæki eða líkamlegt afl til að fá vilja sinn fram, án sektarkenndar.
Hrár, hvatvís og viltur – sem er þetta líka frelsandi og skapandi.
Klámbrandarar.
Ekki hafa áhyggjur af afleiðingum, sem kannski koma aldrei.
Líðandi stund er allt sem skiptir máli og því geri ég það sem mér finnst gott.
Ég sjálfur er allt sem ég á og ég skal gera það sem ég vil eða deyja við að reyna það.
Stendur stoltur, ætlast til að fá athygli, krefst virðingar, ræður hvar stóllinn stendur.
Nýtur sín og skemmtir sér að fullu hér og nú og án nokkurrar sektarkenndar eða eftirsjár.
Ideal: Sigrar, er miklu slægari og dóminerar aðra agressíva karaktera.
Vertu það sem þú ert og gerðu það sem þér sýnist, hvað sem tautar og raular.
Brýtur sig frá öllu ytra valdi og fjötrum á frelsi til að gamna sér og láta eftir eigin duttlungum.
Hugrekki. Hér finnur fólk sinn persónulega kraft. Slíta sig úr böndum. Hér finna einstaklingar fyrst sínn persónulega kraft.
Hér er ekki mikið um hugsun, mun meira um ástríðu.
Lýsir sér í: Herkóngar, byltingargjörn æska, sögulegar hetjur. Mafían, Davíð Oddsson, Bjartur í Sumarhúsum. Andstaða við Evrópubandalag (viljum ekki að aðrir leggi okkur undir sig) Víkingar, Rambo, wilta vestrið, Haraldur hárfagri, war-lordar í Rowanda
20% af mannfjölda, 5% valdi.
4
BLÁR
Áktoritert MEME
Meðvitaður um markmið sitt/
– byrjaði fyrir 5,000 árum síðan
Úr rauðu sprettur BLÁTT. Augljóslega kallar á viðbrögð hið mikla kaos og lagaleysi Rauðs, þar sem hver og einn gerir það sem honum sýnist, augljóslega kallar þetta á meiri röð og reglu, og á breytingu frá því að hver hugsi bara um sig í þá átt að viðurkenna að hver maður er dauðlegur og hver maður mun í framtíð sinni mæta dauðanum. Svona hugsanir kalla á aðrar um merkingu og tilgang, sem grunn einingarnar í Bláum. Það er kerfi sem hannast til að fólk geti fundið dýpri merkingu og tilgang í sínu lífi og þegar fólkið finnur svörin í einhverjum stórasannleika, bók, eða leiðtoga, þá verður fólk viljugt til að hlýða reglum og boðum og aðhillast þannig einhverskonar æðra skipulag, vegna þess að það mun tryggja þeim eitthvað í framtíðinni (í þessu lífi eða öðrum) – þetta minnkar spennuna og hætturnar úr Rauðu. Og þannig verur prinsippið: fórnaðu sjálum/sjálfri þér til að fá gott seinna.
4 BLUE (D-Q) stöðugleiki/röð og regla; hlýðni til að fá umbun seinna; tilgangur og merking; tilgangur; öryggi
D stjórnað af Hærra Mætti sem refsar hinu illla og hugsanlega verðlaunar fyrir góðar gerðir og Réttlátt líf.
Q absolutistic: hlýðni þegar hærra vald og reglur segja til um breytni; samþykkjandi; sektarkennd.
Meme 4 BLÁR.
Sem samfélagsskipan byrjaði Blár að hasla sér völl í menningu þess tíma fyrir um 5000 árum síðan. Verið til síðan um 3000 fyrir Krists burð.
Brátt fóru saman hagsmunir risastórra einræðisríkja (konunga og keisara) annarsvegar og þeirra sem vildu efla trúarleg völd – trúin reyndist öflugasta valdatækið
HEIMSMYND: Tilveran í röð og reglu og stjórnast af hinum endanlegu sannindum.
Stíf og föst þjóðfélagsmunstur, valdastrúktúrar og goggunarröðin fer ekki á milli mála. Yfirleitt feðraveldi sem allir þurfa að lúta.
Algerlega skýrt að ofan hvað er rétt og rangt og ef einstaklingur er ekki viss, þá fær hann/hún að vita það frá yfirvaldi.
Lög, reglur, og agi byggja góða manngerð og siðferðislegt þrek og styrk.
Skiyrðislaus hlýðni við guðdómlega skipan tilverunnar – hefur markmið sem dikteras að ofan.
Hin eina Regla fyrirskipar hina réttu breytni sem byggist á eilífum algerum sannindum.
HUGARFAR: Lífið hefur tilgang, stefnu og markmið; knýja fram reglur um hæfandi og réttlátt líferni.
Finna reglu og tilgang í lífinu. Hlýða yfirboðara, reglum og reglum um hegðun og siðferði sem settar eru af utanaðkomandi aðila. Heita hinum almáttuga Guði fullkominni undirgefni.
Það hefur góðar afleiðingar að hlýða Sannleikanum og hræðilegar (eilífar) afleiðingar að óhlýðnast.
Hið æðri skipan tilverunnar kemur fólki fyrir á sínum rétta/réttmæta stað í tilverunni.
Æðri máttur ræður örlögum okkar.
Ég stend fast á hinu Rétta, Góða, sem ég fæ alltaf að vita hvað er frá Rót Sannleikans, sem kemur að utan (ekki innan úr mér) til dæmis Biblian, Kóranin, Rauða kverið, Lögin.
Maður þýðist stóra sannleikann sem er almáttugur Annar eða Regla. Og stóri sannleikurinn sem öllu ræður getur verið af trúarbreagðalegu tagi eða veraldlegu.
Hafa stjórn á hvötum og kæfa hvatvísi – nota til þess sektarkennd fyrir að hafa brotið gegn Sannleikanum
Tilgangur tilverunnar (fyrir einstakling og hópa) er bara einn og HANN ER HINN EINI STÓRI SANNLEIKI.
Hið rétta líferni leiðir til stöðugleika núna og farsældar í lengd og bráð og verðlauna um ókomna tíð.
Hvatvísi er stjórnað með sektarekennd; allir hafa sinn rétta (proper) stað.
Lífið hefur merkingu, stefnu, og tilgang með fyrirfram þekktri niðurstöðu (himnaríki)
Maður fórnar sér fyrir Málstaðinn, Sannleikann, eða hinn rétta veg.
HVAR SÉR MAÐUR ÞETTA: Púritanska Ameríka, Moral Majority), heiðursreglur (codes of honor), Konfúsianskt Kína, England Dickens, Riddaraheiður, bókstarfstrú að öllu tagi. Skátahreyfingin. Föðurlandsást.
40% af fullorðnu fólki í heiminum. 30% af völdunum.
5
APPELSÍNUGULT – ÓRANS
Athafnasemi/útsjónarsemi (strategic) MEME
– byrjaði fyrir 300 árum síðan
Allt í einu, sögulega séð kemur hið sjálfstæða sjálf Applesínurauðs. Ef maður hugsar um Blátt sem svolítið fatalistísks “Ég er bara með og æðri máttarvöld ráða för.” út úr þessu þarf þá að koma: “Heyrðu, kannski get ég breytt einhverju. Kannski get ég haft áhrif á mína eigin vegferð. Kannski þurfum við ekki að gleypa með húð og hári þann “isma” sem átti í okkur hvert bein. Ég get látið að mér kveða sett minn svip.
Svo út úr Upplýsingunni kom þessi hugmynd um fresli einstaklingsins og sjálfstæði og þegar Martin Luther gat neglt sínar 95 greinar uppá kirkjudyrnar í Wittenberg í Þýskalandi. Það var óheyrileg yfirlýsing um að einstaklingur gæti tekið sig til og túlkað Biblíuna; og vinur hans Gutenberg setti biblíuna í hvers manns hönd vegna þeirrar nýju tækni sem hann hafði búið til í prentsmiðju sinni. Og þannig geysist Appelsínurauður fram til að skapa hið góða líf hér og nú og bíða eki þangað til englarnir byrja að spila á hörpurnar.
5 ORANGE (E-R) tækifæri/success; keppa til að ná góðum árangi; sjálfstæði.
E Fullur af getu til að þróa og nota tækifæri til að bæta og skapa velferð.
E multiplistic: Ná árangri og komast áfram með hagsýni að leiðarljósi: kanna skoðanir; stýra og lempa.
Frá 1000 eftir krist byrjar að örla á þessu (sumir segja 600 e kr.)
Þetta meme byrjaði að dreyfa sér fyrir alvöru uppúr 1700.
Appelsínugult varð mögulegt þegar lénsveldi féllu og tilfinningin óx fram fyrir auknum möguleikum einstaklingsins.
Siðbótin (Proestantisminn) var samkonar viðbragð – “við þurfum ekki að láta páfann segja okkur fyrir verkum, við getum sjálf lesið biblíuna og ákveðið okkar eigið helgihald.
HEIMSMYND: Heimurinn er markaðtorg, fullt af möguleikum og tækifærum.
Ráðskast með auðlyndir jarðarinnar til að búa til og dreifa gæði hins góða lífs.
Sækir framávið með því að læra leyndarmál náttúrunnar og leita svo eftir bestu og öflugustu lausnunum.
Samfélög blómstra þegar þau hafa öflugar áælanir, tækni og samkeppnisanda.
Framfarir með því að leita stöðgut bestu lausna.
Heimurinn er fullur af tækifærum fyrir þá sem grípa þau og eru tilbúnir að taka yfirvegaða áhættu.
Það er ekki hægt að sætta sig við reglur ef þær halda aftur af framþróuninni/framförunum.
Mekanistisk / vélræn sýn á fyrirbrigði og samhengi (líkaminn er vél, sem hægt er að gera við og skipta um varahluti í osfrv.)
Heimurinn lýtur rökrænum lögmálum og er allur ein vel smurð vél sem lýtur rökréttum náttúrulögmálum sem hægt er að læra, skilja og skilgreina út í hörgul. Náttúrlögmálin nýtir maður sér til að stjórna heiminum eftir egin þörfum og löngunum.
Árangurs- og afrekamiðað, sérstaklega í átt til veraldlegs ávinnings.
Lögmál vísinda ráða í stjórnmálum, hagstjórn, og líka í umsjón mannlegra gilda.
Heimurinn er skákborð þar sem skákir eru leiknar og sigurvegarar ná forskoti á og yfirburði yfir þá sem tapa.
Lífið er markaðstorg samninga og díla og hópa þar sem hver hefur gott af öðrum.
Ráðskast er með náttúruauðlindir til að sanka eigum og valdi að einkaaðilum, og líka til að ná samkeppninsyfirburðum.
Basis of corporate states
HUGARFAR: Leiktu leikinn til sigurs og hafa gaman af samkeppni; ræktaðu með þér bjartýni, áhættusækinn og sjálfum þér nógan stíl.
Haga sér samkvæmt þeinum eigin hag með því að leika leikinn til að vinna.
Breytingar og sókn fram og upp eru það sem allt í raun gengur út á.
Bjartsýnt fólk, sem tekur áhættur, og treystir á sjálft sig, það fólk á velgengni skylda.
Vísindalegt
Strategiskt – herkænska
Tjá sjálfan sig markvisst til að ná markmiðum án þess að reita valdamikla aðila til reiði.
Reyna að öðlast sjálfstæði og að vera sjálfum sér nógur.
Sækjast eftir “hinu góða lífi” og efnalegri velsæld.
Læra af reynslunni.
Ég vil afreka og sigra og ná langt í lífinu.
Safna gögnum, gera áætlun og stefna til hárra hæða.
Hér gerir sjálfið sig frjálst frá hjarðmennsku og fylgisspekt við gamlar / viðteknar hugmyndir hins bláa MEME. Leitar sannleika og tilgangs á einstaklingshyggju-grunni.
Hin vísindalega aðferð með endurtakanlegum tilraunum og áreiðanlegum mælitækjum +
Hlutlæg nálgun við viðfangsefni.
HVAR SÉR MAÐUR ÞETTA: Upplýsingastefnan (um ár 1700), Silikon-Dalur, tímaritin Fortune og Forbes. Vestrænt ríkisvald (með öllum sínum stofnunum) (= corporate states), Wall Street, vaxandi millistétt, snyrtivöruiðnaðurinn, villidýraveiðar (upstoppuð ljón etc), nýlendustefna, Kalda Stríðið, tískuiðnaður, Nýfrjálshyggja.
. 30% af mannkyni, 50% af öllu valdi.
Oragne náði sérlegum styrk þegar Bandaríki Norður Ameríku voru stofnuð, og stjórnaskrá og Bill of Rights voru sérlega hönnuð til að styrkja og treysta frelsi einstaklingsins. Bandaríska stjórnarskráin var Orange þegar yfir 90% bandarikjamanna voru enn rauðir og bláir og meira að segja stór hluti “the Founding Fathers” áttu þræla (rauðöblátt). Þetta var sérstakt afrek sem við ættum að horfa til í nútíma þegar við viljum koma á integral hugsunarhætti og stjórnsýslu á tíma þegar vel undir 90% af fólkin er enn á fyrstu hæð (first tier).
INNSKOT
Það er ekkert beint eða ótvírætt samband hins vaknaða kóða (MEME) og hvernig hann lýsir sér í nágrenni okkar.
Það er að segja að orange með moderne viðhorfum um afrek nýtingu náttúrunnar etc. er ekki sjálfgefið að endi í kapitalisma, þó það geri það í okkar heimshluta. Hér er einfaldlega um að ræða hvernig orange sýnir sig í okkar sögulega samhengi.
Hvert MEME er, einsog við getum séð, hannað til að takast á við ákveðin lífsskilyrði og aðstæður í umhverfinu, og þegar nýtt meme kemur til skjalanna vegna nýrra aðstæðna, þá hverfur ekki það fyrra. Frekar þá heldur viðkomandi MEME áfram vegna þess að lífsskilyrðin sem fæddi það af sér er ennþá bara í tveggja launaumslaga fjarlægð frá hverri manneskju.
6
GRÆNA
Sameiginlegar niðurstöður/umhyggja
– póstmodernismi MEME
Þannig er Appelsínurauða systemið/memið að sjálfsögðu hið ríkjandi MEME í okkar vestræna samtíma. Samhliða þvi og samkynja eru þær mögnuðu tækniframfarir og aukin geta okkar mannskepna til að fara hvert um heiminn sem við viljum fara, niður á hafsbotn og upp til stjarna. Svo Appelsínurautt er útþennslu MEME/system og af því að það einsog Rauða hefur hlýjan lit og hlýju litirnir í spíralnum eru frekar einstaklingsmiðaðir, þá er fókusinn á einstaklinginn í Appelsínugulu frekar en á samfélag manna og hið sameignlega.
Þannig skiptast MEMIN á, af því að þau eru viðbrögð hvert við öðru, að vera einstaklingsmiðuð og að tempra einstaklingshyggju og egóisma (með áherslu á tribe(fjólublátt), áherslu á einstaklingsafrek í stríði (rautt), sameiginlega röð og reglu (blátt) afrek og gróða einsaklings (orange) og svo framvegis.
Nú einsog búast mátti við leiddi nýtt MEME af Appesínugulu, nefnilega það Græna, sem er einsog vænta má einskonar óhjákvæmilegt viðbragð við því appelsínugula og neikvæðum hliðum þess. Hér verður aftur breyting frá ég-um-mig-frá-mér-til-mín í Applesínugulu til við/okkur/okkar hins Græna. Nú liggur leiðin inn í blæbrigðafínni mannúðarlegri viðmiðanir, einsog aðeins gerist í samfélögum þar sem eru til nógir fjármunir og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af daglegri afkomu. Þessvegna er Grænn í miklu umfangi í Svíþjóð og Þýskalandi, en ekki til í Afganistan.
Það sem kemur Grænum á laggirnar er sú hugsun og tilfinning að kannski höfum við í allri okkar ásókn eftir auði og velgengni á veraldlega sviðinu glatað sál okkar, við höfum misst það sem gerir okkur mennsk. Við erum orðin svo sjálfvirk og samdauna allri tækninni; lífsgæðin og munaðurinn, sem hver og einn er að reyna að afla sjálfum sér, hafa leitt okkur afvega og nú er kominn tími til að spyrja: “Hvers virði er þetta allt?” Og þarna, með þessari spuringu, byrjum við að færa okkur frá Appelsínugulu yfir í Grænt.
6 GREEN (F-S) jafnvægi og friður / kærleikur; koma saman til að efla sameiginlegan vöxt; samvitund; samkennd
F Mannkynið getur fundið kærleika og tilgang með samkennd og samstöðu. bregðast við mannlegum þörfum; deila með öðrum
S relativistic: allt fer eftir aðstæðum; allt gerist samlyndi; og flýtur fallega fram; hver á rétt á sinni skoðun; postmoderismi; engin skoðun rétthærri en önnur
HEIMSMYND: Þar sem fólk er samankomið deilir það lífsreynslu sinni, laust við kreddur og fordóma.
Samfélag umhyggju. Þetta MEME byrjaði að dreyfa sér um miðja 19 öldina.
Fórna eiginhagsmunum núna til að ná að falla inn í hópinn og fyrir ná friði og ánægju í hópinn.
Allir deila gæðum samfélagsins
Ná ákvörðunum með samráði þannig að allir verði sammála.
Athygli á og næmni gagnvart hinu vistvæna. Gaia
Tengslamyndun – networking.
Gegn valdakerfum/hyrarkíu; kemur á samhliða/lateral tengslum og tengingum.
Mjög jafnréttissinnað, opið fyrir aðskiljanlegum skoðunum (pluralistic).
Dreyfa skal gæðum og tækifærum jarðarinnar jafn milla allra barna hennar.
Ákvörðunum skal náð með sáttum og niðurstöður skulu vera sameiginlegar. (það sem er að því er: endalaus “úrvinnsla” og skortur á hæfni til að ná nothæfri niðurstöðu).
Andans mál fá sitt gildi, friður og sátt eflast og framþróun manneskjunnar og þoski eflist.
HUGARFAR: Leita friðar hins innra sjálfs og hlúa að og kanna þar hliðar mannlegs samneytis sem hefur með aðhlynningu og umönnun að gera.
Samþykkja aðra einsog þeir eru; sjá hve mikils virði það er að þjóna öðrum, verða öðrum að liði. Byrjun á andlegum skilningi. Frelsi andans frá græðgi, kreddum, þrætum og öðru sem truflar frá jafnvægi andans.
Hið næma sjálf. Allir hlutir afstæðir og persónubundnir
Samvinna / jöfnuður / deila lífsskilyrðum með öðrum
Mannleg tengsl
Huga að andans málum og harmóníu
Frelsa manneskjur frá græðgi og hinduvitnum.
. Ólíkt er gott.
Samfélagslegir hlutir móta manneskjuna
Fjölmenning er góð.
Sannleikurinn er háður samhengi hlutanna hverju sinni. Hver hefur sinn sannleik útfrá sínum forsendum og það er allt gott um það að segja. (pluralistic relativism)
Okkur getur öllum skilist hver við erum og hve undursamlegt það væri ef við getum öll skilið og samþykkt að allir eru jafnir og jafn mikilvægir.
Friður og kærleikur fyrir alla.
Við erum verur sem allar eru háðar hver annarri í leitinni að kærleik og nánd.
Umhyggja og samkennd hafa alltaf forgang umfram kalda rökhyggju.
Áhersla á samtalið, sambönd, tengsl.
Huglæg/subjektiv hugsun
Sýna jörðinni og íbúum hennar meiri væntumþykju og umhyggju.
Leitaðu friðar innra með þér og kannaðu, með öðrum, hinar nærandi og aðhlynnandi víddir veruleikans.
Það þarf að frelsa mannsandann frá græðgi, kreddum og sundurlyndi.
Tilfinningar, næmni, og umhyggja eru langtum fremri hinni köldu rökhyggju.
HVAR SÝNILEGT: Mannréttindahreyfingar, kommúnur, Woodstock, fjölmenning. Where seen: Deep ecology, postmodernism, Netherlands idealism, Rogerian counseling, Canadian health care, humanistic psychology, liberation theology, cooperative inquiry, World Council of Churches, Greenpeace, animal rights, ecofeminism, post-colonialism, Foucault/Derrida, politically correct, diversity movements, human rights issues, ecopsychology.
Byrjaði að gera vart við sig um 1850 en blómstraði ekki fyrr en á 20 öld.
GRÆNA MEMIÐ er toppurinn/hámarkið á þeim hugsunarháttum, sem eru Fyrstu Hæðar (First Tier)
Hafa þarf í huga með Fyrstu Hæð (1st Tier) að þar er grundvöllur fyrir alla hærri þróun, Ef þú hefur ekki verulega góðan grunn þar, þegar þú kemur uppá hærri þrepin, þá munu þau ekki ná góðu gripi, þau munu ekki festast (og því munt þú skrika niður spíralinn þegar lífið heldur áfram).
10% af mannfjöldanum, 15% af valdinu.
Stundum verður breytingin yfir í Grænt frekar í hugsunum og hugmyndum um heiminn en í athöfnum eða breyttu líferni. Þetta getur leitt til allskonar andstöðu við viðskiptasamsteypur og viðskiptahagsmuni. Þetta kann að taka sér þau form að viðkomandi Grænn einstaklingur eða hópur, horfi niður spíralinn, ef svo má segja, á Appelsínugult og Blátt og Rautt og sjái í þeim hluti sem stýja manneskjum sundur, sem skaða manneskjur og skilja þær hverja frá annarri; Grænn sér neðar á spíralnum hluti sem leiða til ójafnaðar og ýta undir skilningsleysi og hindra skilning. Svo eitt af fyrstu skyldum þeirra Grænu, finnst þeim, er rífa niður það sem Appelsínugult hefur byggt upp vegna þess að það deilir heiminum í sigurvegara og þá sigruðu og það sem Blátt gerir, sem er að það deilir fólki upp í heilaga menn og syndara, hina réttlátu og hina rangláru og blátt flokkar fólk eftir “gæðum” þess.
Svo markmið Græns er að hreinsa spíralinn af því sem þeim finnst að hin MEMIN hafi gert til að skíta hann út. Grænn vill hreinsa það út sem hann lítur á sem hættulegan skít og óhollan og rangan fyrir Manneskjuna. Þannig “hreinsandi” áhrif hefur Grænn á fólk sem verður Grænt. (Það getur reyndar orðið að því sem kallað er “mean-green-meme” sem segir að allir séu jafnir og allar skoðanir séu jafnar, nema sú skoðun að allir séu ekki jafnir – fólk með slíkar skoðanir er nánast “réttdræpt”)
—–
Professor Clare Graves, sá sem átti upphafið að þessari grein félagsvísinda, hann sá fyrstu sex MEMIN sem fyrstu hæð ( 1.tier) í þróun manneskjunnar. Hann sagði breytingu mannkynsins yfir í MEME númer sjö, vera risavaxið stökk, inngang inn í fullkomlega nýjan flokkk MEMA, nyja hæð af í þróun vitundarlífs. Með þessari nýju hæð (2. Tier) kemur frelsi fyrir mannlegt vitsmunalíf til að nýta sér möguleikana í heiminum.
Samtímis og fleiri og fleiri taka skrefið upp í annan flokk MEMA þá verða undirstöður menningarinnar frekar huglægar, og andleg gildi verða meira virði en veraldleg gæði sem hafa einkennt megnið af fyrsta flokkinum (1st tier).
Önnur hæðin býður upp á víðara huglægt landslag en neðri hæðin, sem einkennist af eiginhagsmunum og því að lifa af í hörðum heimi – því að glíma við fólk og náttúru.
Nú á eftri hæð snýst lífið um að þjónusta samfélag manna, að þjónusta plánetuna okkar; það verður drifkraftur fólks þegar þau stýra gerðum þessi hærri MEME vitundarinnar.
“Kærleikur og ljós” er ekki bara kveðja til að óska öðrum góðs, það er viðlag í þessum Nýja Raunveruleika. Framtíð mannkyns er björt. Hún er kærleikur og ljós.
Önnur Hæð (Second Tier)
The first tier of six memes is materially-oriented while the second tier is spiritually-oriented. The second tier, being of a higher frequency band of consciousness than the first tier, exerts far more influence in the world when it is activated. As popular use of the second tier of memes only began in the early 1950s, we have yet to see much of its power manifest in the world.
The second tier of memes, this higher frequency band of consciousness, is the engine of The Shift, the (spiritual) revolution in human consciousness.
Meme number seven (yellow) is the starting point, and the orientation course, for the entire second tier of memes.
7
GULUR
Integrative MEME (Integral – aðhæfandi – samtengjandi)
– byrjaði fyrir 50 árum
En þar sem GRÆNN er í eðli sínu ekki langvarandi skeið en mjög hratt útvíkkandi (expancive), vegna þess að þrátt fyrir allan góðan ásetning, þrátt fyrir hugsjónir um jöfnuð meðal manna, þá vantar GRÆNAN verkfærin til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Af því leiðir að út úr GRÆNU spretta það sem við köllum annarar hæðar sýstemin (MEMIN).
Í rannsóknum Clare Graves þá fann hann þetta mikla stökk uppá aðra hæðina. Hann sá í fólkinu sem hann rannsakaði eitthvað sem hann kallaði G-T eða GULT. Hann fann hæfileika til að taka ákvarðanir og komast að niðurstöðum langt umfram alla aðra þáttakendur sem hann hafði rannsakað árum saman. Hann vissi ekki af hverju þetta var. Hann hafði ekki hugmynd um af hverju þetta nýja kerfi var ekki bara næst í röðinni og svipað hinum, heldur aldeilis ólíkt.
Og það var vegna þessa sem hann skilgreindi það svo í rannsóknarniðurstöðum sínum að fyrstu sex kerfin (MEMIN) væru fulltrúar tilrauna manneskjunnar til að yfirgefa okkar dýrslegu nátturu og með GRÆNA sem kórónu þess ferðalags. Hann sagði að þegar komið er upp í annan flokk (second tier), þá höfum í fyrsta sinn á vegferð okkar við komið til móts við flestar þarfir okkar sem manneskjur, í kringum okkur eru ekki sömu rándýrin og ógnirnar og áður. Við finnum okkur mat í matvörubúðinni, og við höfum aðgang að öllu sem er að gerast um allan heim samstundis.
Svo eru við komin hingað, mannkynið, og manneskjan stendur enn einu sinni upp og spyr: “Hvað er ég eiginlega? og Á hvaða leið erum við?” Munurin er sá að nú erum við að spyrja þessara spurninga með allri þeirri kunnáttu, getu og skilningi, sem öll fyrirleggjandi MEME hafa gefið okkur. Eins og Cesar forðum stöndum við á bakka Rubicon. Hann sagði “teningunum er kastað” og fór í þá för sem ekki varð snúið aftur úr og við erum í sömu sporum þegar við höldum inní annan flokk MEMA. Þar með erum við komin ínn í nýtt samfélag.
Í GULUM, sem er hlýr litur, sem þýðir að sjónarhorn einstaklingsins er ríkjandi (viðbrögð við hinu Græna: við öll jöfn) og sjálf hins GULA manns/konu. Við erum í þann mund að skilgreina nýja manneskju, sem ekki er rekin áfram af ótta eða einhverskonar áráttuhegðun, manneskju sem hefur öflugan innri kompás til góðrar mannvinsamlegrar áttar, manneskju sem líður betur í eigin skinni, sem skilur veruleikann sem eðlilega náttulegt flæði, manneskju sem getur gengist við sinu eigin eðli, ( ekki sem einhverju sérstaku fyrirmyndareðli – GULIR telja sig ekki öðru fólki betri einsog einstaklingar í fyrri MEMUM gjarnan gera); GULUR skilur að flæði og breytingar eru óhjákvæmilegar og því ekki óæskilegar og skilur að hann sjálfur/hún sjálf er hluti af ferli, en ekki kóróna sköpunarverksins. (einsog Atli Húnakóngur (rauður), Komeini erkiklerkur (blár), Davíð Oddsson (rauður og orange) og Friðrik Sófusson (orange) halda)
Vegna alls þessa þá er eitt af því fyrsta sem GULUR þarf að gera, er að líta aftur á kerfin (MEMIN) í fyrsta flokknum og sjá hvar alvarleg vandamál eru. Gulur gerir þetta fyrir sjálfan sig. Hann/hún vill lifa í heimi sem hægt er að fylgja/sinna eigin hugarefnum, en þessu er gjarnan ógnað af rauðum klíkum (gangs) sem skjóta útum bílgluggana eða einhverju rauðu liði sem atar allt umhverfið út með spreybrúsum. Lífinu er líka óganað af misvitrum “ismum” sem heygja sín heilögu (Bláu) stríð. Lífinu er líka ógnað af Appelsínugulum þar sem það lið megnar umhvergfið, svo varla er hægt að anda og tætir sundur náttúruna án tillits til annars en gróða og hagvaxtar. Grænn er heldur ekki sem þægilegastur þegar hann í einfeldni sinni neitar að setja inn þann aga sem er fólki nauðsynlegur til að geta haldið áfram á tilvistarlegri þróunarbraut sinni. Allt þetta er hamlandi fyrir hið góða líf (ekki í efnahagslegu tillliti) sem GULUR vill lifa.
Og fyrsta verkefnið, á vissan máta, er að taka sér ferð upp og niður spíralinn og með verkfærin sín og laga hvert kerfi til að tryggja framhald lífsins. Þetta vegna þess að til að eitthvað MEME sé heilbrigt og virkt, þá þarf, hvort heldur við erum að tala um einstakling eða samfélag, ferðin þanga’ í gegnum öll neðri MEMIN að hafa verið færsæl. Og öll memin þurfa að hafa verið viðkomustaðir á leiðinni “upp í” GULAN. Manneskja sem aldrei hefur lært að hlýða öðrum (blátt), gera uppreisn (amk. innri uppreisn) gegn yfirvaldi/foreldri (Rautt) og svo framvegis á erfitt uppdráttar á efri MEMUM (það “vantar eitthvað í hana”).
Og þegar grunnurinn er orðinn góður gengur GULUR saman við “félaga” sinn á “annarri hæð” TURQUOISE sem er fulltrúi fyrir hægra heilahvelið sem er ef svo má segja: gáfur með tilfinningu. Þá höfum við hvorttveggja ég/mig/mitt sjónarhorn hins Gula og það tekst í hendur við við/okkur/okkar kerfi í TURQUOISE.
And just as yellow’s task is to repair the first-tier systems and to stitch together the wounded world, turquoise, because it is a collective we/us/our system tuning in to energy fields and to life itself—not just human life but all life—engulfs the spiral in the warm, healing bond that makes possible humans, for the first time, freeing themselves from the gravitational tug of the more primitive systems and, therefore, enabling humans to move ahead.
Flex-flow, the systemic vMEME
7 YELLOW (G-T) sjálfstæði / sjálfs-virði; hentar og passar við lifandi kerfi (living system); knowing; góðar spurningar
G kaótísikt lífform þar sem breyting er reglan og óöryggi er viðundandi tilveruástand.
T systemic: þénugt; samtengjandi/ integrative; allt tengt öðru/interdependent; tilvistarlegt; sveigjanlegt; spyrjandi spurninga; jákvætt, samþykkjandi
Þetta hugtak integral eða integrative er komið af integration og integrade. Hér eru orðabókarskýringar.
Noun-integration: 1 : the act or process or an instance of integrating : as a : incorporation as equals into society or an organization of individuals of different groups (as races) b : coordination of mental processes into a normal effective personality or with the individual’s environment
Verb-integrade: 1 : to form, coordinate, or blend into a functioning or unified whole : UNITE
HEIMSMYND: Heimurinn er ruglingsleg og óútreiknanleg (líf)vera, mótuð af öflum sem takast á og breytingum, sem allstaðar eru og sífellt.
Finna náttúrulega blöndu”sannleika” og “óvissuþátta”
Finna fyrir persónulegu frelsi án þess að gera öðrum miska eða vera yfirdrifið eigingjarn.
Finna fyrir fullnægjunni sem er fólgin í að lifa á þessari jörð sem er svo óendalega fjölbreytt á öllum hugsanlegum sviðum (í mörgum víddum).
Ennþá unnið að því að efla hugarró, en án þess að það sé eina markmiðið. Lífið er kaleidóskóp náttúrulegra þróunarferla, kerfa og forma.
Mikilfengleiki tilverunnar er margfalt meira virði en hverslags efnalegar eigur.
Ágreining er hægt að aðhæfa (integrade) inn í gagnvirk náttuleg flæði (Differences can be integrated into interdependent, natural flows)
Hinn gagnvirki/samtvinnaði heimur er orðinn meira heillandi heldur en að vera eigin herra eða jafnvel að eiga í samböndum við aðra.
Lífið er kaleidóskóp náttúrulegra lagskiptra kerfa (holarchies) og forma.
Sveigjanleiki, snerpa (spontaneity) og öflugt notagildi hafa mestan forgang. Mismun og ólíkar skoðanir er hægt að vefa saman inn í náttúrleg og eðlileg flæði.
Tekið er tillit til að allir séu jafnir (egalitarianism), þó með skilningi á að ólíkir aðilar hafa iðulega mismikla færni og getu og hæfni. Þekking og hæfni ættu ævinlenga að hafa forgang fram yfir stöðu, vald, goggunarröð eða hópefli.
HUGARÁSTAND: Sveigjanleiki, virkni / notadrýgindi, ábyrgð (artilfinning) og snerpa (spontaneigty) hafa hæsta forgang.
Samþykkja glaður óhjákvæmileika allra þeirra forma og flæða sem náttúran hefur til að bera.
Krafa um samtvinnandi og opin kerfi.
Lifa til fullnustu og af ábirgð sem sá einstaklingur sem þú ert og lærir að verða.
Hin mesta áhersla er lögð á sveigjanleika, snerpu (spontan), og góða virkni
Skilur vel að kaos, óreiða og breytingar eru eðlileg fyrirbrigði.
Hvað öðrum finnst umm hlutina skiptir ekki miklu máli, það er bara áhugavert.
Hugmyndaheimur mannsins (conceptual space) er stærri og meiri og fjölbreyttari en summan af öllu því sem hefur verið hingað til í sögu manneskjunnar (öll memin samanlögð).
Þola og jafnvel njóta þversagna og óvissu.
Nýir tímar krefjast nýrrar hugsunar.
GULA leiðin virðir og eflir hreyfingar fólks upp og niður spríralinn.
GULUR er “sveigjanlegur” að því leyti að hann getur gengið inn í hugmyndaheim hvers sem er af fyrri sex MEMUNUM og haft samskipti við þau á þeirra forsendum og á þeirra bylgjulengd, talandi þeirra sálfræðilega tungumál.
GULUR er “flæðandi” að því leyti að hann er í náttúrulegu sambandi við þau þróunar og þroskaferli sem virðast einkenna mannkynið.
HVERNIG ÞAÐ SÝNIR SIG: Samþættandi (integrativir) strúktúrar, kerfishugsun, “þriðju leiðar” stjórnmál.
GULA memið bergmálar BEIS-legar spurningar um að lifa af, en í samhengi hraðs, upplýsingapakkaðs og mjög gagnvirks heims.
Hið GULA landslag er fullt af “brunarústum” og “bílflökum” frá hinum fyrri sex MEMUNUM, en er líka skreytt glæsiverkum þeirra.
Hugmyndina um að allir séu jafnir (Egalitarianism) þarf að fullkomna með náttúrulegu magni af flokunum í hærra og lægra, frumstæðara og þróaðra osfrv.(sem er bannað hjá Grænum) Þekking og hæfni /hæfi ættu jafnan að eiga forgang umfram vald, status eða meðlíðan hópsins. Það ástand sem heimurinn hefur og form hans er útkoman úr tilvist og samspili aðskiljanlegra gildisforma og hugsanahátta (MEMES) og sívirkra hreyfinga upp og niður hinn síkvika og dýnamíska spirals. Góðir stjórnarhættir leiða fram nýjar og flóknari (sem gefa fleiri möguleika) fleti tilverunnar þannig framfarir verða á öllum sviðum og á öllum skala (nested hierarchy).
1 % af mannfjölda, 5 % af valdi.
Meira um GULAN
Gulur – Meme 7. Frelsi með ábyrgð.
Sveigjanlegt flæði, sem aðlagar sig heimi sífelldra breyinga. Hlutirnir séðir í stóru breiðu samhengi. Hér uppgötvar folk persónulegt frelsi byggt á ábyrgð hvers og eins á eigin lífi.
Þetta MEME byrjaði að fá útbreiðslu eftir að fasisminn hafði borið ósigur á heimsvísu eftir seinni heimsstyrjöldina. Á meðan flestir byrjaði að horfa framávið á nýja möguleika til að auka efnalega velsæld sína, þá kom beat-kynslóðin fram um um 1950 og byrjaði að setja spurningamerki við efnishyggju-menninguna. Þessi hreyfing, sem þarna kemur fram, byrjaði líka að kanna Austræna heimsspeki einsog Zen búddismam, í leit sinni að svörum á lífsgátunni.
Í MEME númer sjö, þá bregst folk við og framkvæmir innanfrá – útfrá sínum innri kjarna. Gildin sem þetta folk hefur á rætur sínar í grundvallar lögmálum náttúrunnar, sem þýðir að mannréttindi eiga rót sín í þeirri grundvallarstaðreynd að þú ert til.
Hugsuðum á sjöunda MEMI er eðlilegast að vera ábyrgir fyrst og fremst gagnvart sjálfum sér og óháðir öðrum innan raunhæfra marka. Þeim er mikilvægt að færa fram sjónarmið sín af heiðarleika og eyða ekki tímanum í formsatriði eða að eltast við eldri samskiptahefðir, nema þær séu þeim mun mikilvægari fyrir nærstadda.
Sjöunda-MEMES hugsuðir hafa áhuga á tækni vegna þeirra nota sem þeir geta haft fyrir hana til að bæta lífið og þeir meta meira þekkingu og hæfni en stöðu og hversu hátt settir menn eru í manngerðum metorðastigum.
Þeir (hér gætum við auðvitað allstaðar talað um “þau”) þeir njóta lífsins lystisemda án þess að vera háðir neinum þeirra, og þeir stunda iðju sem vekur þeim innri gleði. Utanaðkomandi tískustraumar hafa yfirleitt engin áhrif á val. Þeir hafa tilfinningalega stjórn, það er að segja þeir tjá tilfinningar en sú tjáning er í samræmi við tilefnið og ekki stjórnlaus köst tilfinninga.
Þetta er öflugt MEME í hvatningu sinni til að hinir stærri möguleikar lífsins séu kannaðir og reyndir. Það býr til upplýsinga netverk og netverk fólks sem á auðvelt með að laga sig að breyttum þörfum.
Hugsuðir af sjöunda MEME-i láta sig miklu varða þær hættur sem stafa að lífríkinu og umhverfinu öllu og vilja endurreisa vistvænt jafnvægi og lífvænleg skilyrði. Lífstilgangur þeirra felur í sér að vera sjálfstæður innan skynsamlegra marka, að hafa eins góða þekkingu og raunhæft er að afla sér og að hlúa að og hjálpa öðrum eins mikið og hægt er að koma við. Þeira bera ábyrgð gagnvart sjálfum sér, sem ábyrgir einstaklingar, samt meta þeir mjög mikils samfélag samstarfsmanna sinna og sálufélaga í áhugamálum. Frekar en að reyna að eiga hluti eða afreka hlutum, þá vila þeir heldur leita persónulegs þroska á þann hátt sem er þeim náttúrulegt og eðlilegt.
Þeir geta haft samskipti við fólk í öllum hinum MEMONUM og talað þeirra sálfræðilega tungumál. Þeir virða sjonarmið og heimssýn annarra og sérlega siði þeirra, venjiur og menningu, jafnvel þó þeir séu ekki endilega sammála þeim.
Þetta MEME færir með sér stekari tilfinningu fyrir góðri sjálfsmynd og sjálfsálitið byggist ekki siður á upplýsingum heldur en tilfinningu. Það færir upplýst sjálfs-samþykki (self-acceptance) sem kannast við og gengst við skíku sem betra mætti vera og göllum og lítur á það sem hluta af leiðinni til að öðlast betri lífsleikni.
——
MEME númer sjö (ábyrgt frelsi) svipar til MEME númer eitt (lfia af), nema hvað það er umbreitt til annarar hæðar (second tier) . MEME númer sjö þýðir að hafa sjónarhól með mun betra útsýni vitundarinnar en á fyrstu hæð.
Það fæst við sveigjanlegt flæði og aðlögun að heimi, sem er í stöðugri breytinu. Það er einsog að læra að lifa af uppá nýtt, en í þetta skipti með hnattrænt sjónarhorn, MEME númer sjö er upphafspunktur, byrjunarreitur fyrir alla aðra hæðina af memum.
8
TURKIS
Heildrænt MEME –
byrjaði fyrir 30 árum síðan
Þar sem GULUR er mjög sjálfsmeðvitaður og intellektual þá er TURQIOSE intuitivur, þar finnur maður hluti á sér og siglingafræðin byggist mikið á tilfinningu. Það er aukinn þroski sem GULUR nær eftir nýjabrumið og spenninginn við að finna fyrir annarar hæðar vitundar jafnar sig og það vitundarstig verður venjulegt fyrir einstaklinginn.
Ég held að intuitiv (vantar góða þýðingu) og að “finna fyrir” séu lykilorð. TURQIOSE einstaklingur virkar yfirleitt best útfrá vellíðunartilfinningu og rórri veru (presence) vegna þess að hann/hún hefur náð einingu tilfinningu og hugsunar. Athafnir spretta úr intuitivu tómi andstætt því að vera sprottnar af hugsanalegri (skák-) fléttu eða fyrirfram gefinni sannfæringu.
Þetta MEME hefur þá sýn sem nefnd hefur verið “alheimsþorpið”, og leitast við að finna verkefni og lausnir sem virka vel fyrir alla planetuna. Felur í sér sýn sem leiðir gott skipulag út úr óreiðunni.
8 TURQUOISE (H-U) hnattrænt samfélag/ lífskraftur (global life force); verndun lífs á Jörðu; laga sig að því sem er (adapt to realities)
H Jörðin: kerfi í viðkvæmu jafnvægi, þar sem öfl spila saman og eru í hættu jafnvægisleysis og ruglings vegna þess að þau eru mörg í höndum mannfólfksins;
Chaordic (sambland að chaos and order)
U holistic: Allt upplifist; handan einstaklings: sammannlegt; samjaðrneskt; vitundarlíf; samvinna; allt samtvinnað og tengt.
Grunn þema: Upplifa tilveruna sem heild með huga og anda. Experience the wholeness of existece through mind and spirit.
Heimurinn er ein heild, ein dýnamsísk vera, með sínum eigin sameiginlega huga. (taka eftir að hér er ekki verið að tala um jörðina heldur allan heiminn.)
Sjálfið er bæði aðskilin eining og innblandaður hluti af stærri heild, fullri af samhyggð, einsog aldan er hluti af hafinu.
Allt er öllu öðru tengt í vistrænum samliggjandi ferlum.
Heildræn, intuitiv hugsun og samstilltar (við aðra) athafnir fylgja gjarnan turkós.
HEIMSMYND: Kerfi í glæsilegu jafnvægi samtengdra afla. Hnattræn sýn.
HUGARÁSTAND: Upplifa tilveruna sem eina heild með huga og anda.
HVERNIG ÞAÐ SÝNIR SIG: Heildræn, intuitiv hugsun; hnattræn netverk til að ná árangri á hnattrænum vettvangi.
Becoming conscious of the superconscious, trusting intuition.
The Holistic vMEME
Fókus á velfarnað alls sem er lifandi sem samverkandi heild.
Blanda og samstilla sterkt heildarsamfélag einstaklinga.
Hnattræn (og alls-spirals) netverk sem regla og rútína.
Ákveðin hlið hins andlega skýtur hér upp kolli, en það er hvergi hægt að finna neina virka, viljuga stjórn á því. Her er um að ræða tilfinningu fyrir sameinandi afli eða miðlægri visku í alheiminum, sem gefur tilfinningu fyrir sameinlegri vitund allra og alls. Sumir vilja gefa þessu afli einhverskonar ljósa mynd einsog trúarbrögðin gera og það er ekkert athugavert við það.
GULUR tengir saman punktana og teiknar upp myndina á meðan TURKÓS kemur með litina og blæbrigðin þannig að úr verður list og myndin öðlast líf.
GULUR glímir við subbulegar “dílingar” eignhagsmuna og skýrir myndina af heiminum. TURKÓS sameinast um að líta yfir sviðið og skipuleggja fram nýja skýra heimsmynd.
TURKÓS uppgötvar nýja útgáfu af andlegu lífi.
TURKÓS hugsun notar allan Spíralinn; sér marglaga tengsl og samspil, finnur samhljóm, mystisk öfl, og gegnum-streymandi flæði sem sitlar inní og gegnum allar mennskar stofnanir.
0.1 prósent af mannfjölda, 1 prósent af valdinu.
Annarar hæðar hugsunarháttur alls: 1 prósent af mannfjölda, 5-10 prósent af valdi (hækkar hratt)
Þetta MEME byrjaði að dreyfa sér í þeirri menningarlegu og andlegu byltingu sem byrjaði fyrir alvöru um miðjan sjöunda áratuginn.
8. Alltumlykjandi heilrænt kerfi, holonar/bylgjur af samtvinnandi (intigrative) orku; sameinar tilfinningu og þekkingu; mörg lög samtvinnuð í sjálfsmeðvituðu kerfi. Alheimsskipan eða regla, en lifir meðvitað, ekki byggt á utanaðkomandi reglum (blátt) eða hóptengslum (grænn).
“Stórbrotin heildarsýn” (A Theory of Everything) er möguleg, fræðilega og í raun. Stundum fylgir að fram kemur ný andleg stefna (new spirituality) sem “meshwork” úr öllu sem er – allri tilverunni.
Túrkis hugsun notar allan Spíralinn; hún sér mörg lög af virkni og gagnvirkni; finnur hluti sem eiga saman, mystisk öfl, og flæði sem streyma í gegnum hvaða strúktúr og stofnun sem er (and the pervasive flow-states that permeate any organization ).
Andleg vitund, læra ekki siður á því að vera en að gera. Verða meðvitaður um um yfirvitund (superconcious), treysta innsæinu. Þeir sem komu fystir (ca.1965) með þennan hugsanagang byrjuðu með nýja tegund af andlegri vakningu. Talað er um andlega endurreisn sem hefur getu til að þróa mannlega vitund og til að bera mannkynið í gegnum breytingaskeið og inn í nýjan veruleika.
Vegna hins grýðarlega afls sem býr í MEMUM annarrar hæðar, þá munu þau hraða hnattrænum breytingum um leið og útbreiðsla þeirra verður meiri.
Á þessu stigi þróunar vitundarlífsins þá er augljóst að sérhver tilraun til að þvínga fólk til fylgilags við mælikvarða annars manns eða annars hóps af fólki er útilokaður og í beinni andstöðu við grunnafstöðuna til lífsins.
Það að samþykkja það sem er ólíkt með fólki er lykillinn að samstöðu og samlyndi meðal manna, svo undarlega sem það kann að hljóma.
Meme number eight (holistic, global village view) is the second tier version of meme number two (clan survival). With a viewpoint that is holistic as well as global, it is reminiscent of meme number two. In meme number eight, the vision is to create a global village, or a unified clan of humanity. Unlike the small-clan focus of meme number two, meme number eight thinkers can see that the key to unity is to embrace the unlimited diversity of humanity as a whole.
Integration and peace can then be created through the existence of our common humanity, when people accept everyone else as they are, simply because they exist.
This equates to the fundamental, Creator-given right of each human being for self-determination simply because they exist. People were created to experience self-determination. Humanity was also created to have an infinite variety of personalities for the purpose of gaining an infinite variety of experience.
Andleg hlið MEMANNA
í FJOLUBLÁU þá reynir maður að róa og friða nátturuandana, þær hinduskepnur sem færa manni lukku eða ólukku.
Í BLÁU eru andleg mál skilgreind sem átrúnaður á sérlegar guðlegar verur, heimsmynd (úr bókum eða kenningum) og hegðunar-reglur.
Í GRÆNU er hið frelsandi afl þegar allt kemur til alls innra með manni og maður kemst í best tengls við það í húmasisku samneyti við aðra.
í TURKIS stendur maður agndofa gagnvart dýrð alheimsins og hinum skapandi öflum sem sýna sig í öllu frá hinum smæstu öreindum til Big-Bang.
Macro-sýn TURKIS þar sem heimurinn er allur í takinu, þýðir að líf manns og gjörðir verka best í þjónustu við allan Spíralinn.
9
CORAL
Coral – life beneath the seas’ surface (correlates with Red – a new collective energy core)
I (too soon to say, but should tend to be I-oriented, controlling, consolidating if the pattern to date holds)
The Consolidative vMEME
The open-ended Graves theory continues as new thinking systems awaken and coping with life’s existencial dichothomies activates new neuronal systems
Should tend to be I-oriented, controlling, consolidating – if the pattern to date holds
2nd tier Being levels seems to echo the first tier subsistenence levels
YELLOW, the first level, starts of this 2nd Tier of vMEMEs with a peprise of the six basic themes in our history – Survival once again, but now in the context of an information-rich highly mobile, global village
The eighth (TURQUOISE) system is a repeat of the second but an order of magnitute more complex Mega- Tribes, Mega – Trends, and Mega – Shocks.
If this curious six-on-six aspect of the theory holds up that has awsome implications for geopolitics, the marketplace, and us as individual human beings
Rush Dozier calls this, a leap into the Thought Era in that we may soon alter biological evolution through bioengineering. He concludes that The intelligence that enabled science to fathom the quantum code of matter and the genetic of the life is beginning to fathom the synaptic code of the mind.
Contolling and advancing the human hardware to bring about new evolutionary software.
New super concious humans with powerful individual capacities yet compassionate universal thinkers aimed at consolidating the human species.
And some people wonder why the Spiral becomes more complex.
The Nature of the Mystery Meme:
The new meme number nine – coral – will be like meme number three (courage, survival of the fittest), only in a higher form of manifestation. Meme number three’s courage lead to adventure, exploration and mastery of the physical environment. As the second tier memes all have a spiritual orientation, this means that the new meme number nine will bring about adventure, exploration and mastery of the holistic environment of mind, body and spirit. It will do this while encompassing a global scale of awareness.
The new, ninth meme will bring exploration of the spiritually-inspired use of the power of the mind to transform reality for the better. It will create strong demand for spiritual and creative freedom on a global basis.
This far-ranging, inspiring meme has the power, quite simply, to transform the entire world as we know it.
The keywords of the ninth meme will be ‘Powerful creativity.’
Powerful Creativity:
How powerful will it become? How much will this meme transform the world as it gains in popularity?
When a spiritually-oriented person uses their creativity, they use the same formula that Infinite Being originally used to create the entire universe. That’s how powerful spiritual creativity is. In its fundamental form, it consists of three essential components:
(1) Intent is used to define the goal, or the desired outcome.
When defining a goal, it is better to leave the specifics undefined and deal in generalities. This allows the universe to find the easiest pathway through which to manifest the desired goal. Even better than specific objects are general principles. For example, the general principle of natural prosperity can find thousands of ways to materialize, whereas a goal involving one specific objective along the path to prosperity limits the options considerably.
(2) Feeling is added to give the goal the life energy with which to grow from an idea into a pre-physical reality that becomes ready to manifest in the physical world. Ideally, an equal balance between the amount of intent and feeling makes for the most powerful act of creativity. For the sake of clarity, feeling is defined as a separate component from intent. In practice, however, the act of creativity expresses intent and feeling intertwined together as one creative act.
This is in keeping with the way nature functions. Light, for example, is a form of electromagnetic radiation – electric and magnetic energies intertwined in perfect balance and set into motion.
(3) Action. As the energy of your environment reorganizes itself around your empowered intent, you need to provide the third and final component, action. However, before the action, there first has to be a pause lasting several days. This is a hands-off period where you allow the growth of the project to occur at its own pace within the pre-physical ethers of space. Then, after several days have passed and the objective is ready to manifest, it will cause synchronistic flow to appear in your life. ‘Coincidences’ will occur which cause events around you to move towards the fulfillment of your desired goal. When this flow of supportive coincidences begins to occur, your job is to provide the action which each synchronistic event calls for, until the goal has become fully manifested.
If, for example, a desired career opening occurs, then you would follow that opportunity to see if this is the main event, or if it is just something that you will learn from along the journey towards your goal.
If a key contact occurs which can help your project, then you follow through on that contact to see where it will lead. Whatever mini-opportunities arise along the path to the realization of your goal, you provide the physical action to materialize those opportunities out of the realm of possibilities and bring them into the physical realm. Most often, goals materialize through a daisy chain of events and opportunities, each of which builds up to the final
realization of the entire, original goal.
People today are finding their way through the spiritual awakenings that come with second-tier memes number seven and eight. As they activate number nine, the meme of powerful creativity, they discover a power which, unleashed, can transform not only their own lives but the world around them for the better.
The New Reality is yours to explore. It already exists as a frequency of consciousness. In a world where thoughtlessness and heartlessness are common, people of the New Reality bring thoughtfulness and heartfulness. Where there is strife, people of the New Reality bring peace. Where there is pain, people of the New Reality bring love and healing.
This is the New Reality, the spiritual revolution in human consciousness.
10
TEAL
Teal – spirit and life connecting (correlates with Blue)
(So those are the first eight of the memetics which have emerged to date and since the whole Clare Graves Spiral Dynamics concept is not a final stage it means there will be coral.) Then there’ll be Teal and as each of these life conditions warrant, then we’ll begin to see the more complex systems start to emerge, many of whom have already been experienced because of altered states. But until they reach that threshold where they replicate and begin to solve human problems they have yet to reach the stage of being a value system meme.
—————————————
Don:
Well, to conclude this quick trip, we want you to see that these are systems in people and not types of people.
We want you to understand that each of us may, at certain times in our life, even though we have advanced to more complex views of the world, may under circumstances when life conditions get worse, regress back to the essential coping systems to deal with those life conditions. And what exists inside the individual, likewise, exists within the core of a company, within its sacred Ark of the Covenant that determines how that company does business. And, likewise, these same codes exist within the core of cultures and entire societies.
One of the most important aspects of what we call second tier is that Spiral Dynamics is now integral. This is a major development in the whole Graves paradigm, one that he encouraged me—the last time I talked to him before his death in 1986, he said, “Don, you must continue the work. The research I’ve done has been important but my whole theory says it itself has to emerge.” And so in my promise to Clare Graves, I said that’s what my role will be, to continue your research and to add on to it elements that you could not have seen back when you were gathering data back in the 1960s and 1970s. And certainly the influence of Ken Wilber here was such that it began to open a whole new horizon to those of us who have been working with the Graves concept for a number of years.
So we’ve added the term “integral” to suggest that even the whole Spiral Dynamics concept is emerging, it’s evolving. And what this means practically in what we call second tier will be both a vertical integration and a horizontal integration.
So by integral vertical, I mean that what happens in second tier is a recognition that all of the meme codes and first-tier systems need to be healthy. And so the task of the integral approach is to show people how they can integrate and awaken and refresh and certainly empower each of these systems in them.
And so rather than debate between the various meme codes or listen to people say this one is better than that one, our approach in Integral is that each of these represent ways to be human and since the spiral is inside the person, then it is critical that each of these systems resonate, be exercised, in such a way for them to contribute to the further evolution of the spiral itself.
And so yellow and turquoise both attend to the question, “How can we keep the whole first tier set of systems in their healthy version and how can we keep the entire spiral open for movement if and when life conditions trigger that movement?” So rather than debate between each of the meme codes, it’s so refreshing to be able to say, but each of these are critical aspects of being human and because of our vertical sense, we can identify where people, companies, societies are functioning. Then we can begin to show what is next for them. #
So each of us has a center of gravity and we have memes in our basement, those systems once used but today are not as congruent or relevant, and memes in our attic, which means those systems appearing on the horizon. So we live in tension zone between those memes used before and those yet to emerge. And so the basic concept now, rather than to discredit any of these meme codes is to show their importance in the overall emergence of the spiral. So that’s what makes Integral different, even from those other people using this Graves concept.
But second, it becomes integral horizontally in that we’re able to show in second tier how each of these codes operate in the full dimension of being human. And here, once again, using the Wilber all quadrants, all levels, all lines concept we’re able to actually graph and demonstrate how these codes express themselves.
And if you’re aware of the all-quadrants-all-levels approach, you have the two versions of the self, that is, the person. Those concepts about the person that are visible, external, such as the brain and the organism and what Graves would call “degrees of activation” of the central nervous system, the visible, biological features. You have those aspects of the individual in terms of what you can’t see, what are intangible, those invisible states of mind. And here we find the levels of psychological existence.
If the approach to human development focuses only on one and not the other,
then that approach is fragmented and this is a topic of concern to the field of psychiatry that now must be of two minds, one using Prozac in terms of an intervention into the physicality or what we call the upper right, individualistic exterior system, or the use of talk therapy or other tools of emergence in the socalled upper left, individual interior. And it becomes important to recognize the synergy between those two.
Furthermore, the two lower systems, which are collective, that is to say the collective, interior system, which is invisible—and these are the webs of culture, relationships, norms, boundaries and customs—and the lower right system would be the visible societal structures—economic, political, laws, habitat—things that you can see about our collective sense.
And what is really powerful about this model is one can diagnose a particular situation and see what kind of intervention is necessary and flesh out that intervention in all four quadrants. Otherwise, we have efforts that appeal to only one quadrant and deny the importance of the other, like we give economic aid to a country and not pay attention to its interior capacity to handle that money in a responsible sense, or we expose children to pretty nifty training programs to keep them out of gangs and then what do we do? We send them back to the same gang-infested, lower-left culture that produced the dysfunctionality.
And so what is extremely powerful about this integral approach is that we can hone in on any particular situation, diagnose what’s happening in all four quadrants, read the codes to see at what level these interventions are now being pitched and then do what we call “major alignment” to see to it that all the efforts in all four quadrants and, ultimately, in all the lines of development—social, emotive, physical, ethical—are, likewise, accommodated. So we come up with a full spectrum approach, one that has the capability to do a major shift in the whole critical mass.
Now while this sounds pretty complicated, it’s actually quite simple. We even use the metaphor, “Humpty-Dumpty sat on a wall,” to illustrate it. You know, he had a great fall and all the king’s horses and all the king’s men couldn’t put him together. Well, the reason is, so many efforts are fragmented, ad hoc, piecemeal.
They all mean well, but the various stakeholders—home, church, school, law enforcement, business, government—all of these things are doing the very best they know how to do, but things get worse because they lack the ability to integrate their efforts and align them like laser beams on these meme codes.
So what we’ve been able to demonstrate is what we developed in South Africa, is how to practically use this information in this integral fashion to deal with what are some of the most difficult problems that we encounter today. So this becomes very exciting work because we know exactly what we’re trying to do memetically and we can show how the various entities’, stakeholders’, efforts may, unhappily, be contradictory, piecemeal, ad hoc, fragmented and, therefore, we can introduce at community levels, in companies, in communities, and in entire societies, ways to shift the focus and the efforts in such a way to impact the emergence of people.
And so we’re able, because we’re integral, to look at other entities that are traveling the same territory with us and begin to do some alignment. And we gain from them as they gain from us. But this becomes a very interesting and useful application of Spiral Dynamics, because our task (if we choose to accept it, of course) is to do things in the betterment of this human Spiral. So I’ve become a “Spirocrat;” I believe in the “Spiralocracy;” I think we can identify what I call the power of the third win. And if we can keep the Spiral healthy, if we focus on the undercurrents of the memetics, this is how we can enable emergence of people up the Spiral as life conditions warrant.
Fyrir ofan allt þetta er svo: But above higher mind there is illumined mind, then intuitive mind, then overmind, then supermind, and then satchitananda, the ever-present oneness.
…. the cognitive line of development—which is usually necessary but not sufficient for other development—can run quite ahead of the individual’s center of gravity.
When an individual actually does evolve, miraculously they begin to feel from a higher or more impersonal dimension of themselves. They find it more and more difficult to relate emotionally from a merely personal place. But that’s a big leap for most of us.
The way I would describe it would be a shift in the balance of power within the individual from the ego to what I call the authentic self. When the balance of power shifts not less than fifty-one percent to the authentic self, a fundamental corner has been turned. Now the individual is able to wholeheartedly direct their energy to the evolution of consciousness because the resistance, the fundamental resistance, has been overpowered by the ecstatic compulsion to evolve that is the nature of the authentic self.
And once fifty-one percent of you gets behind it, then you really do feel God is moving in you, and evolution is speaking through you, and Spirit is unfolding through you, consciously.
——————-
1: The Future of the Human Race Revealed
In the ground-breaking book, “Spiral Dynamics” by Don Beck and Christopher Cowan, ‘memes’ are defined as the social equivalent of genes. Memes are cultural units of information which self-replicate from mind to mind on a vast scale, appearing within society as new trends of thought.
The progression of memes reflects the development of society from its primitive beginnings up to the present. So far, eight different memes have been identified and analyzed.
Their characteristics are:
Beige – Meme 1. Basic, personal survival. The most primitive motivation of just staying alive.
Purple – Meme 2. Clan survival. Tribal and family bonding along with superstition-filled attempts to understand the powers of nature which threaten to overpower them.
Red – Meme 3. Courage, survival of the fittest. Mastering the environment, fighting to break free of constraints. Sensing many gods, all of which are models of power. This is where individuals first find their personal power but, seeing reality through a worldview of separation and limited resources, compete against each other in attempts to gain advantage. As a meme which is short on thought and long on passion, societies in this stage quickly fragment into territorial, feudal-type communities surrounded by competing, enemy communities.
Blue – Meme 4. Finding order and purpose in life. Obeying authority, regulations and externally imposed rules of behavior and morality. Sacrificing the self to a greater cause for a deferred reward. Dedicating allegiance to one supreme God. This social meme started to spread within civilization 5,000 years ago. Eventually, alliances arose between large-scale feudal structures and those who wished to develop extensive religious power.
Orange – Meme 5. Achievement, striving to succeed. Fighting to win, beating the competition, achieving independence. This meme started to spread significantly in the 1700s. It was made possible by the collapse of feudalism and also a sense of increased personal empowerment, which was a side-effect of the Protestant Reformation. It gained particular strength with the founding of the United States , whose Constitution and Bill of Rights intentionally empowered and protected individual liberty.
Green – Meme 6. Community and caring. Unconditional love, accepting others as they are, seeing the value of service to others, the beginnings of spiritual understanding. Freedom of the spirit from greed, dogma, contention and other distractions from spiritual centeredness. This meme started to spread in the mid-1800s.
Professor Clare Graves, the originator of this branch of social science, saw the first set of six memes as a first tier of human development. He called the transition of the human race into meme number seven a momentous leap, an entry into an entirely new set of memes, a new tier of consciousness. With this new tier comes freedom from all of the fears of the prior memes, and, finally, the freedom for human cognition to focus upon its possibilities in the world.
As more and more people shift into the second tier of memes, the underpinnings of society become spiritual rather than materialistic. The second tier is expansive rather than self-serving or merely survival-oriented. Service to the world community, to the planet as a whole, becomes the inspiration as people activate these higher memes of consciousness.
“Love and light” is not just a greeting to wish someone well, it is the byline of the emerging New Reality. The future of the human race is a bright one. It is love and light.
Second Tier
Yellow – Meme 7. Responsible freedom.
Flexible flow, adapting to a world full of change. Big-picture views, the discovery of self-accountable, personal freedom. This meme started to spread after the global defeat of fascism in World War II. While most people started to look forward to the renewed chance to create personal prosperity, the beat generation of the 1950s emerged with its questioning of materialistic culture. This emerging movement examined Eastern philosophy, such as Zen Buddhism, in a search for answers to the mysteries of life.
In meme number seven, people act from an inner-directed core. Values come from fundamental, natural law, meaning that human rights are perceived as fundamental due to the fact that you exist.
By nature, seventh meme thinkers are self-accountable and independent within reason. They are honest in their communications and do not spend time on the rules of formality, unless they are important to those present. Seventh meme thinkers like technology for what it can do to improve life, and they value knowledge and competency above rank or status.
They enjoy the pleasures of life, without being bound by any of them, and pursue activities that express their inner joy. External fashions and trends have no bearing upon these choices. They have emotional control, meaning that they still express emotions, but these expressions are appropriate, and not uncontrolled outbursts.
This is a powerful meme in promoting the exploration of the greater possibilities of life. It creates information networks and networks of people which easily adapt to changing needs.
Seventh meme thinkers are concerned with the endangered world environment and want to restore viability and ecological order. Their purpose of living includes being independent within reason, knowledgeable as much as possible, and caring for others within practical limits. They are accountable to themselves as responsible individuals, yet embrace their community of associates. Rather than striving to have things or to achieve things, they prefer to pursue personal development along a pathway that is natural to them.
They can interact with people of the first six memes and speak their psychological language. They respect others’ world views and unique habits, customs and cultures, even if they don’t necessarily agree with them.
This meme brings a high sense of self-esteem based upon information as much as emotion. It brings an enlightened self-acceptance which acknowledges and accepts their own shortcomings and faults as mere stages along the way to acquiring more skills.
Turkquoise – Meme 8. Holistic, global view.
Spiritual awareness, learning through simply being as well as doing. Becoming conscious of the superconscious, trusting intuition. This meme started to spread in the cultural and spiritual awakening of the mid-1960s. Those seekers who found this pattern of thinking launched a whole new movement of spiritual awareness. This spiritual renaissance has the potential to develop the awareness to carry humanity through the Shift and into the New Reality.
This meme has a global village outlook, and seeks projects and solutions that will work well for the whole planet. It contains the vision to bring order out of chaos.
Because of the incredible power of the second tier of memes, these will accelerate the transformation of the world as they become more and more widely adopted.
Coral – Meme 9. The mystery meme.
The authors of Spiral Dynamics have identified, as of the 1990s, meme number nine. They call this the Coral meme, but they have not observed it in large quantities of people, so they cannot yet summarize its characteristics.
However, using basic metaphysical principles, you can predict exactly what meme number nine will become.
book, “Spiral Dynamics” by Don Beck
and Christopher Cowan
Consider the following ideas from Spiral Dynamics® :
The Spiral is a framework for how people think about things, not the things they think about. It represents containers that shape worldviews, not the contents that fill them (beliefs, values, etc.).
There is no direct link with intelligence, gender, age, ethnicity, or other demographics except as those variables influence the world around the person.
No level is inherently better or worse than another. They do become more expansive since each builds on all that came before.
The theory is hierarchical in terms of conceptual space (the inclusion of progressively more factors and ways of understanding), but not in terms of intelligence in the conventional sense.
The general trend is up the Spiral because thinking in more complex systems offers more degrees of freedom to act appropriately in a given situation by using more fully the mind/brain which is there.
A person is not generally locked at a single level. The Gravesian systems are ways of thinking about things, not typologies for people, so several can coexist.
Systems are rarely discrete and often run in combinations, though one often will be the dominant state.
Individuals and organizations may appear to be largely of the warm-colored individualistic approach or the cool-colored collective world views, or a bit of both.
Gravesian systems do not go away; they are subsumed within more complex layers and can rise to the surface if Life Conditions warrant. The Spiral is a two-way street.
Beware of finding simplicity which is not there. The “emergent, cyclical, double-helix model of adult biopsychosocial systems development” of Dr. Clare W. Graves is more complex than many presenters suggest.
Beware of complications which do not serve the theory. The model is elegant in itself and is sometimes wrapped in details which contribute little of substance and only add confusion.
People may talk about more complex systems without actually operationalizing the ways of thinking and being they describe. Look for “stretch” versions of systems that talk a good game but do not live the worldview.
People may shift their thinking to fit the conditions at hand and operate quite differently when under pressure or stress.
There are entering and exiting phases between systems where most energy lies; the pure colors are only the theoretical peaks of waves.
People value different things because they think in different ways. They think in different ways because the mixes of thinking systems (vMEMEs) in the biopsychosocial complexes in which they exist are different.
Different organizations – companies and governments – occupy different positions on the Spiral and need to develop managerial/governance strategies that match their people, their visions of the future, and the jobs they perform today.
Managers should develop a consistent and systemic approach to all the issues within the organizational loop – recruitment, selection, placement, training, internal management, and external marketing – so they all align, integrate, and synergize.
Organizations should be constructed from both “the top down” and “the bottom up” to link the functions, intelligences, and decision structures that the more complex new problems ahead will demand.
Successful organizations are in danger of failing if they continue to manage people in the ways that made them successful in the first place.
Many people need to be managed quite differently today because they have moved on the Spiral even further and faster than most of their bosses, teachers, and even parents.
Marketing efforts, strategic plans, and M&A efforts often fail because the designers look into mirrors and assume the audiences and cultures they are attempting to reach share the same values systems they do.
The question is not “how do you motivate people?” but how do you relate what you are doing to their natural motivational flows. A person has a right to be who he or she is.
Issues with productivity, quality, political instability, and restructuring are signs of growth and not decay which will force us to find new and innovative ways to manage people based on who they have now become.
Since people learn in different ways form different kinds of teachers, the task of education is to match learners, instructors, learning situations, and technologies designed for fit, function, and flow.
Dealing with the whole Spiral at once is the great challenge for Second Tier thinking (Yellow and beyond).
The leading edge of human nature is now at a point of transition between the first six Subsistence Levels and the next series of human existential states, the Being Levels. It is a time of both danger and opportunity as new ways of thinking, indeed, new sorts of human beings, emerge to prominence.
GEOPOLITICAL ANALYSIS.
vMEMES lie beneath 1st through 4th world (developed and developing) cultures so if the deeper codes are set right, progress will be made on the surface economic, social, and political problems. Syndicated columnist and foreign correspondent Georgie Anne Geyer has a good grasp of this reality. She clearly spots the lack of the Blue vMEME in Russia: “After 1,000 years of absolute faiths, Russian has none.” No wonder the West’s attempts to force free-market economic models (Orange) into Russia, came back as Red mafia crime. A new collective orthodoxy must emerge first, one that creates a renewed sense of “good authority.” Geyer lauds the wisdom of Tunisian leaders to reject the advice from USAID and pro-democracy (Green) lobbies that “insist that full democracy is a ‘must’ from the very beginning of a nations’ life.” They understand the need to ratchet through steps & stages of L by mobilizing all resources in Q, but around “authoritarian democracy” or “enlightened autocracy” models. Singapore was wise to establish a Blue authority climate to contain the hot ethnic (Purple & Red) cores. But, now, the country, while keeping a healthy Blue platform in place, will need to stress individual autonomy and achievement (Orange). Australia is trapped in an Orange vs. Green cross-fire, making it difficult to deal with the Aborigines or define a new sense of nationhood once the monarchy leaves town. Southeastern Europe continues to suffer from unresolved issues in the Purple, Red, and Blue zones, making Orange difficult to emerge. People simply cannot be until they are. And, all we can really do with an entire society is help it become what is next for it to become, so it can take yet another step toward a fuller and more comprehensive versions of “democracy.” Think of this as a “stratified democracy” process.
THIRD WAY POLITICS. Traditional Republican thought in the US is classic Blue (rule of law) and Orange (free- market economy). The Democrat Party joins Purple-Red “victims” with Green “rescuers,” setting up the bipolar, two party political impasse. A legitimate “third way” policy would place the Spiral right in the middle of the left-right wing political spectrum. One could then cobble elements from both wings and apply them at different levels within the developing Spiral. This is neither a centralist or compromise position, but an entirely new direction in national politics. Both Bill Clinton’s “vital center” champions and George W. Bush’s “compassionate conservatives” lean in that direction but without an All Quadrants/All Levels perspective, they will not get there. The political thinkers who grasp this concept will dominate for decades to come. The focus shifts from horizontal position(s) on the Spiral – they are called “whorls” — to the “DNA” codes on the spine of the Spiral. Herein lies the essence of this Global Mesh strategy, one that deals with the the producer of worldviews, the dynamics that shape governance models, and the generator of complex, adaptive intelligences. I was asked during the South Africa’s search for a new constitution whether that emerging society should be a unitary state, a federal structure, or a confederation. I said “yes.” That country is the global microcosm.
DECISION-MAKING STRUCTURES. The design and implementation of successful All Quadrants/All Levels initiatives requires a new generation of decision-making formulas and processes. While each of the vMEMES has evolved its own form of problem resolution, the Yellow-Integral and Turquoise-Holistic worldviews contain the intelligences to macromanage the whole human Spiral. Ichak Adizes, in his corporate lifecycle framework, has devised what he calls CAPI – the coalescing of Authority, Power, and Influence so that all sit at the same table in sorting out complex issues. See http://www.adizes.com. In addition, the original Value Engineering discipline, created by Larry Miles at General Electric in the post WW II period, has now expanded into a Value Management format. Objectives are agreed upon, functions are identified, then prioritized, resulting in specific action plans. This model with various adaptations has been used successfully throughout the South African transformation, at both national and “coal-face” levels. Blue mandates, Orange win:win negotiations, and even Green consensus-driven models simply lack the complexity to handle such thorny problems in this Age of Fragmentation. A new pax universalis will require the best from within all of us.
Lárus Ýmir