
Skiljum við það núna?

Áhugaverðar spurningar sem brjótast um í fullkomlega ringluðum kolli mínum eftir fréttir kvöldsins:
1. Benedikt Sveinsson er hæstaréttarlögmaður skv. vef Alþingis. Af hverju skrifaði hann undir meðmælabréf fyrir barnaníðing án þess að semja það sjálfur? Af hverju skrifaði ekki bara þetta sameiginlega vinafólk Hjalta undir bréfið fyrst hann þekkir hann svona lítið. Ég þekki engan lögmann sem myndi gera svona, hvað þá sem faðir ráðherra.
2. Hvort er Benedikt að skrökva í afsökunarbeiðni sinni eða í meðmælabréfinu? Í afsökunarbeiðninni kemur fram að hann hafi lítið sem ekkert þekkt Hjalta en í meðmælabréfinu skrifar hann undir að hann geti staðfest að hafa á umliðnum misserum fylgst með honum og “komist að raun um að hann hefur tekið á sínu lífi með miklum sóma“.
3. Bar Sigríður Andersen það undir Benedikt áður en hún lak þessum upplýsingum í Bjarna? Ef ekki er þetta frekar borðliggjandi persónuverndarbrot gagnvart pabbanum. Er hún ekki einmitt líka löglærð?
4. Það þurfti tvær úrskurðarnefndir (Alþingis og Upplýsingamála) til þess að hindra þessar ítrekuðu og herskáu þöggunartilraunir. Hverju öðru eru þau að leyna?
5. Skiljið þið núna af hverju við fáum ekki nýju stjórnarskrána sem segir meðal annars:
„Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.“
Skiljum við það núna?
#nýstjórnarskrá
#höfumhátt
Áhugaverðar spurningar sem brjótast um í fullkomlega ringluðum kolli mínum eftir fréttir kvöldsins:
1. Benedikt Sveinsson er hæstaréttarlögmaður skv. vef Alþingis. Af hverju skrifaði hann undir meðmælabréf fyrir barnaníðing án þess að semja það sjálfur? Af hverju skrifaði ekki bara þetta sameiginlega vinafólk Hjalta undir bréfið fyrst hann þekkir hann svona lítið. Ég þekki engan lögmann sem myndi gera svona, hvað þá sem faðir ráðherra.
2. Verður fjölmiðlum/almenning veittur aðgangur að þeim texta sem Benedikt skrifaði undir? Væri gaman m.v. hvað hann segist hafa haft lítil kynni af manninum að sjá hvernig hann rökstuddi meðmæli um uppreisn æru fyrir hann.
3. Bar Sigríður Andersen það undir Benedikt áður en hún lak þessum upplýsingum í Bjarna? Ef ekki er þetta frekar borðliggjandi persónuverndarbrot gagnvart pabbanum. Er hún ekki einmitt líka löglærð?
4. Það þurfti tvær úrskurðarnefndir (Alþingis og Upplýsingamála) til þess að hindra þessar ítrekuðu og herskáu þöggunartilraunir. Hverju öðru eru þau að leyna?
5. Skiljið þið núna af hverju við fáum ekki nýju stjórnarskrána sem segir meðal annars:
“Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.”
Skiljum við það núna?
Er í alvöru að reyna að skilja. Er þetta svona? Róbert Árni (xD) fékk undanþágu sem enn hefur ekki verið rökstudd. Benedikt (xD) kvittar upp á fyrir Hjalta og hjálpar honum með vinnu og peninga. Brynjar (xD) ver hann en getur þess ekki í umræðum um málið fyrr en í DAG. Sigríður (xD) segir Bjarna að pabbi hans sé meðmælandi. Bjarni (xD) steinheldur yfir því kjafti. Hinir krakkarnir í xD láta sig svo hverfa af fundi EFTIRLITSnefndar þegar gögn um Róbert eru tekin fyrir.