Ný verkefni vinstrisins.

Ný verkefni vinstrisins.

Kominn tími til að það fólk sem vill samfélag jafnaðar endurskoði hvar þau taka sér stöðu.
Hefðbundin stelling vinstri manna er að standa á móti byljum og flóðöldum þess ótemju-kapitalisma sem tröllríður samfélögum okkar. Kapitalisma sem með allri sinni græðgi og áherslu á frelsi til að misnota líf og vinnukraft annars fólks er í augum vinstrisins hið illla sem þarf að koma á kné.
Þessi stelling vinstrisins er skiljanleg í ljósi þess ofurkrafts sem kapitalisminn hefur fengið frá (aðallega) stjórnmálamönnum sem eru veikir fyrir aurunum.
Afstaða þessa fólks hefur aðallega tekið orku úr vitund þess um að þeirra siðferði (elskaðu-þinn-næsta-siðferði) sé á hærra plani en hinna sem segja að hver sé sjálfum sér næstur.
En það er kominn tími til að talsfólk jafnaðar hætti að leika varnarleik og sæki nú fram til að skapa nýtt samfélag í stað þess að fárast yfir því sem hefur ríkt fram að þessu.
Nú verður að hugsa um annan heim sem er mögulegur. Ekki að lappa uppá kapitalismann. Nú er verkefnið að betrumbæta og endurskapa í nýju formi mörg af þeim gölluðu ferlum sem saman skapa núverandi heimsmynd.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This