
Kaflar úr: Better Angels…

THE BETTER ANGELS OF OUR NATURE
bók eftir Steven Pinker
Hér fyrir neðan koma smábútur úr síðasta hluta bókarinnar.
Frábær bók sem útlistar hve ákaflega ofbeldi hefur minnkað á jörðinni síðustu aldir og áratugi.
(Megnið þýtt – afgangur á enskunni.)
THE PACIFIST’S DILEMMA
VALÞRÖNG HINS FRIÐSAMA
(Tölur innan sviga vísa til kafla í bókinni þar sem fjallað var um efnið)
Leyfið mér að snúa mér að snúa mér frá þeim sögulegu öflum sem virðast að jafnaði ekki draga úr ofbeldi til þeirra sem gera það. Og leyfið mér að reyna að setja þessi öfl í eitthvað sem gæti gengið sem skýringarammi svo að við getum, frekar en að krossa bara við á lista, náð innsýn í hvað þau kunna að eiga sameiginlegt. Það sem við leitum að er skilningur á því hversvegna ofbeldi hefur ævinlega verið svo freistandi, af hverju fólk hefur líka alltaf langað að minnka það, af hverju það hefur verið svo erfitt að minnka það og hversvegna ákveðnar tegundir breytinga minnkuðu það svo með tímanum. Til að þessar skýringar skýri eitthvað af viti, þurfa þær að koma að utanfrá eða vera viðbót: þær ættu ekki að vera hluti af þeirri minnkun sem við erum að reyna að skýra, heldur dæmi um sjálfstæða þróun sem kom fyrst og var orsakavaldur.
Góð leið til að skilja öflin sem hafa áhrif á þróun ofbeldis er hugsa til baka til hins hugarfarslega módels sem fjallar um jákvæð áhrif samvinnu (í þessu tilfelli, að halda sér frá árásargirni), það er að segja “valþröng fangans” (Prisoner’s Dilemma)(8). Við skulum breyta merkimiðanum og kalla það “valþröng hins friðsama”. Manneskja eða hópur fólks kann að freistast af þeim ávinningi sem vinnst við sigur sem er tilkominn vegna árásar eða bardaga (sem samsvarar því svíkja hinn aðilann), og vill sannarlega forðast að lenda í því ömurlega hlutskipti að vera sigraður af andstæðingi sem stenst ekki þessa sömu freistingu. En ef báðir velja herskáu leiðina þá munu báðir lenda í árásarstríði sem skaðar og refsar (báðir svíkja), og það skaðar þá mikið meira en ef þeir hefðu valið alla kosti friðarins (gagnkvæm samvinna).
Valþröng hins friðsama er ekki neitt stærðfræðilíkan, en ég mun halda áfram að vísa til þess til að bjóða uppá aðra aðferð til að varpa ljósi á þær hugmyndir sem ég reyni annars að skýra með orðum. Tölurnar (á skýringarmyndinni) sýna hinn tvíþætta harmleik ofbeldis. Fyrri hluti harmleiksins er að þegar heimurinn veitir svona verðlaun, þá er ekki rökrétt að vera friðarsinni. Ef andstæðingur þinn er friðarsinni, þá er freisting fyrir þig að nýta þann veika blett á honum (þau 10 stig sem þú færð fyrir stríð eru betri en þau 5 sem þú færð fyrir friðsemi), sé hann aftur á móti árásaraðili , þá er betra fyrir þig að þola þá refsingu sem tapað stríð hefur í för með sér en (tapa 50 stigum) heldur en að tapa fyrir aumingjaskap og láta hann misnota þig (skelfilegt tap 100 punkta). Í báðum tilfellunum er árás hið rökrétta val. Annar hluti harmleiksins, hvað það kostar að vera fórnarlamb (-100 í þessu tilfelli) er algerlega útúr kortinu í samanburði við hvað árásaraðilinn græðir (10). Ef tveir andstæðingar eru hreinlega ekki í bardaga uppá líf og dauða (þar sem sigurvegarinn lifir og hinn deyr), þá er barátta ekki núll-summu leikur heldur mínus-summu leikur; sameiginlega græða þeir meira á að leika ekki en leika, þrátt fyrir að sigurvegarinn komi betur út. Það sem sigurvegarinn vinnur á því að ná sér í aðeins meira landsvæði eru heinir smámunir miðað við það sem kemur yfir fjölskylduna sem hann drepur til að stela landinu hennar, og sú úrlausn sem nauðgarinn kann að finna fyrir í hvatalífi sínu er fáránlegir smámunir miðað þjáninguna sem hann veldur fórnarlambi sínu. Misræmið er þegar allt kemur til alls afleiðing af lögmálinu um óreiðu í alheiminum: í því hverfandi litla brotabroti af heiminum sem um ræðir er auðveldara að eyðileggja og orsaka vesöld heldur en að rækta og valda hamingju. Allt þetta þýðir að ískaldur útreikningur, þar sem stillt er upp allri hamingjunni á móti allri óhamingjunni, mun meta ofbeldi óæskilegt, vegna þess að það skapar meiri óhamingju í fórnarlömbum sínum heldur en hamingju í þeim sem valda ofbeldinu og lækkar því heildarmagn hamingju í heiminum. En ef við yfirgefum yfirsýn hins hlutlausa áhorfanda og förum niður á jörðina til eins af þátttakendunum, þá getum við skilið af hverju það er svo erfitt að útrýma ofbeldi. Hvor aðili fyrir sig væri ekki með réttu ráði ef hann væri sá eini sem væri friðsamlegur, af því að andstæðingur hans myndi freistast til árásargirni, og þá þyrfti hann að líða mikið fyrir það.
Það sem við getum kallað vandamálið með ‘hinn-náungann’ útskýrir af hverju friðsemi, að rétta hinn vangann, og annar friðsamlegur siðaboðskapur hefur ekki minnkað ofbeldi með reglulegum hætti: svoleiðis viðhorf virka aðeins ef hinn aðilinn lifir samkvæmt sömu viðhorfum á sama tíma. Þetta hjálpar okkur líka, held ég, til að skilja af hverju ofbeldi getur undið uppá sig eða rénað að því er virðist fyrirvaralaust einsog mannkynssagan margsýnir. Hvor hlið þarf að vera nógu ógnandi og tilbúin í átök til að verða ekki auðveld bráð fyrir andstæðinginn, og oft er besta vörnin góð sókn. Þú hræðsla sem báðir aðilar finna þannig til vegna hugsanlegrar árásar hins – gildra í anda Hobbs eða öryggis kreppa – getur farið úr böndunum og aukið árásargirni allra sem hlut eiga að máli (2). Jafnvel þegar leikurinn er endurtekinn oftar en einu sinni og hræðslan við hefnd getur (fræðilega séð) haldið aftur af báðum aðilum, þá getur sá stöðustyrkleiki sem menn finna í uppblásnu sjálfsmati og þvílíku leitt til endurtekins ófriðar. Með sömu rökum getur trúverðugur velvilji skapað samsvarandi viðbrögð, og rofið keðju ofbeldisverka þegar menn eiga síst von á því. Og hér er lykillinn að því að finna sameiginlegan þráð sem gæti bundið saman þá sem í sögulegu samhengi hafa haft minnkandi áhrif á beitingu ofbeldis. Hver og einn þessara þátta ætti að hafa áhrif á hvað borgar sig í valþröng þess friðsama – á hátt sem freistar beggja aðila til að velja samstöðu um frið sem gefur gagnkvæmt hagræði og gæði friðarins. Í ljósi sögunnar og sálfræðinnar, einsog við höfum skoðað hana, þá trúi ég að við getum fundið fimm þætti þróunar sem hafa fært heiminum í friðarátt. Hver og einn þeirra sýnir sig í mismunandi mæli við mismunandi aðstæður, það sýna söguleg gögn um magn og fjölda og líka rannsóknir sem gerðar hafa verið. Hver og einn þessara þátta hefur haft áhrif til að færa fólk og samfélög stór og smá í átt til friðar. Förum nú yfir þessa þætti í þeirri röð sem þeir voru kynntir til sögunnar í fyrri köflum bókarinnar.
(lyo: Hér koma kaflar um tvo af þeim fyrirbrigðum sem hafa unnið gegn ofbeldi og heft framgang þess.
Fyrst er talað um það sem á erlendum málum er heitir Leviathan, en það er miðlægt vald í samfélagi, sem hefur einkarétt á beitingu valds og sér til þess að þeir einstaklingar eða hópar sem kynnu að freistast til að fremja ofbeldisverk sjái að það borga sig ekki því að Leviathan refsi þeim svo rækilega. Levitathan er sterkt í Vesturlöndum nútímans.
Í öðru lagi er talað um GENTLE COMMERCE eða viðskipti, sem fara þannig fram að báðir aðilar fari ánægðir frá þeim. Positve sum mutual profit á ensku. Þetta er afar öflugt tæki til að efla frið meðal manna, hópa og þjóða.
Í þriðja lagi er talað um eflingu kvenlægra gilda – við snörum þeim kafla)
FEMINIZATION
EFLING KVENLÆGRA GILDA OG HÁTTERNIS
Það fer eftir því hvernig á málið er litið, hvort var Tsutomu sálugi Yamaguchi var heimsins heppnasti maður eða sá óheppnasti. Yamaguchi var í Hiroshima þegar kjarnorkusprengingin varð þar og lifði hana af. En hann var ekki sérlega heppinn þegar hann ákvað hvert hann skyldi fara þegar hann flúði hörmungarnar: hann valdi Nakasaki. Hann lifði sprenginguna þar af líka og lifði sextíu og fimm ár eftir það – lést 2010, níutíu og þriggja ára gamall. Maður sem lifði af einu tvær kjarnorkusprengjur sögunnar, sem varpað var á fólk, hann á það skilið að við virðum það sem hann kann að hafa að segja okkur. Áður en hann dó bauð hann uppá á leiðbeiningar fyrir frið á atómöld: “Eina fólkið sem ætti að leyfast að stjórna löndum sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða eru mæður, þær mæður sem eru enn með börn sín á brjósti.” Yamaguchi var að höfða til einnar venjulegustu alhæfingar um ofbeldi sem heyrast og sem á sér stoð í raunveruleikanum, semsé að ofbeldi sé mestmegnis framið af karlmönnum. Frá því að þeir eru drengir, þá leikur karlkynið sér meira við átök, áflog og slagsmál heldur en kvenkynið. ímyndunarafl þeirra snýst meira um átök og ofbeldi, þeir neita ofbeldisfyllra afþreyingarefnis, fremja bróðurpartinn af ofbeldisglæpum, eru hrifnari af refsingum og hefnd, taka frekar glannalega áhættu við árásaraðgerðir, kjósa herskárri stjórnmálamenn og leiðtoga og skipuleggja og efna til næstum allra stríða, styrjalda og þjóðarmorða (2, 3, 7, 8). Jafnvel þegar kynin eru að verulegu leyti samstíga og mismunurinn milli meðaltala þeirra er lítill, þá getur sá munurinn breytt úrslitum í kosningum þar sem lítið skilur að, eða sett af stað bylgju stríðsæsinga þar sem báðir aðilar gíra sig upp í að skáka andstæðingnum í hávaða og árásargirni.
Sögulega séð hafa konur tekið forystuna í friðar- og mannúðarsamtökum hlutfallslega mun oftar en í annarskonar samtökum á sama tímabili. Undanfarnir áratugir, sá tími þegar konur og áherslur þeirra hafa haft meiri áhrif á öllum mögulegum sviðum mannlífs og samfélags en áður, eru þeir áratugir þegar stríð milli þróaðra ríkja eru orðin nánast óhugsandi (5, 7). James Sheehan lýsir breyttri ásjónu hinna evrópsku þjóðríkja eftir seinna stríð þannig að þau færðust frá hugrökkum vel vopnuðum ríkjum yfir í fyrirbrigði sem hlúir að fólki sínu og sér því fyrir góðu atlæti frá vöggu til grafar – þessi lýsing er nánast einsog karikatúrmynd af hinum hefðbundnu kynjahlutverkum. Það má deila um ráð Yamaguchis sem hann gaf okkur. George Shultz, bandaríski utanríkisráðherrann, hefur rifjað upp að þegar hann sagði Margéti Thatcher árið 1987 að hann hafi staðið við hliðina á Ronald Reagan þegar Reagan stakk uppá því við Mikhail Gorbachev að þeir losuðu sig við kjarnorkuvopn, þá hafi hún lamið hann með handtöskunni sinni. En Yamaguchi kynni að svara því til að börn Margrétar hafi verið vaxin úr grasi þegar þetta var og hvað sem því leið, þá hafi viðhorf hennar verði innstillt á þann heim sem karlmenn höfðu ráðskast með svo lengi. Þar sem kjarnorkuveldi heimsins verða varla undir stjórn kvenna í bráð, hvað þá mjólkandi mæðra, þá munum við aldrei komast að því hvort forskrift Yamaguchis var rétt eður ei. En hann hafði tvímælalaust nokkuð til síns máls þegar hann gaf í skyn að veröld sem stjórnast af kvenlegum gildum væri friðsælli veröld.
Allar lífverur vilja koma genum sínum áfram til næstu kynslóðar og það má búast við að kven-vinsamleg gildi minnki ofbeldi vegna þeirrar sálfræðilegu arfleifðar sem líffræðilegur grunnmunur milli kynjanna orsakar, nefnilega að karlkyni er sýnna um að keppa um aðgang að æxlunarfærum kvenfólks, meðan konur græða meira á því að halda sig frá hættum sem gera börnin þeirra að munaðarleysingjum. Núll-summu keppni, hvort sem hún er í formi samkeppni milli kvenna í ættbálkasamfélögum eða samkeppni um heiður, status, goggunarröð nú eða frægðarljóma í nútíma samfélagi, er meira að smekk karlmannsins en konunnar. Gerum ráð fyrir að einhver hluti af ávinningnum fyrir sigur í “Valþröng hins friðsama” og mótsvarandi kostnaður fyrir ósigur – segjum 80 prósent – felist í uppblásnu, annarsvegar og hinsvegar punkteruðu egói karlmannsins. Og gerum ráð fyrir það séu konur sem eru ráðandi um þann veg sem er farinn, þá fellur gildi sigurs og ósigurs mjög í verði í augum þeirra sem ráða. (hér vísað til skýringarmynda). Þarmeð er friður, þegar konur stýra, orðinn meira freistandi kostur en sigur, og stríð orðið kostnaðarsamara en ósigur. Enginn vafi er á að nú verður valkostur friðarsinnans ofaná. Viðsnúningurinn yrði ennþá dramatískari ef við endurstilltum útkomuna þannig að kostnaður og þjáningar af stríði yrði meiri fyrir konur en karlmenn. Að vísu er breyting frá karllægum til kvenlægra áhrifa við ákvarðanatöku er ekki ævinlega til góðs. Í samfélagi þar sem innrás grimmra aðila sem engu hlífa er yfirvofandi, þá geta afleiðingar orðið vægast sagt neikvæðar fyrir bæði kynin ef kvenleg sjónarmið ráða, og eitthvað vægara en harkaleg hernaðarleg viðbrögð gagnvart þessum óvinum jafngiltu sjálfsmorði. Kven-miðað gildakerfi kann að vera lúxus sem aðeins það samfélag getur leyft sér sem er öruggt fyrir innrás yfirgangsmanna og ofbeldisafla.
En hliðrun í átt til kvenlægra viðhorfa og áhugamála getur einnig orsakast af utanaðkomandi öflum sem hafa ekkert að gera með ofbeldi. Í frumstæðum og fornum samfélögum þá er og var eitt af þessum öflum lífshættirnir: það fer betur um konur í samfélögum þar sem þær dvelja hjá fæðingarfjölskyldu sinni, undir verndarvæng feðra sinna og bræðra, og þar sem eiginmenn þeirra eru gestir, heldur en í samfélögum þar sem þær flytja inn í ættbálk eiginmannsins og er stjórnað af eiginmanninum og hans fólki (7). Í nútíma samfélögum, þá teljast tæknilegar og hagrænar framfarir meðal hinna utanaðkomandi afla sem frelsa konur frá stöðugum barneignum og húsverkum. Meðal slíkra framfara er að hægt er að nálgast mat í nálægum búðum, vinnusparandi tæki, getnaðarvarnir, langlífi og breytingin yfir í upplýsingahagkerfi.
( FIGURE 10–4. How feminization can resolve the Pacifist’s Dilemma )
Samfélög þar sem aðstaða kvenna er betri, bæði að fornu og nýju, eru gjarnan samfélög þar sem er minna skipulagt og háttbundið ofbeldi (8). Augljóst er hvernig ástandið var annarsvegar í ættbálkum og höfðingjaríkjum sem bókstaflega fara í stríð til að ræna sér konum eða hefna fyrri kvennaránum annarra, líkt og hjá Yanomamö og Homeriskum Grikkjum (1, 2). Hinsvegar má sjá í nútíma samfélögum í litla notkun ofbeldis í tengslum við pólitík og dómstóla einsog er nú í femíniskum lýðveldum Vestur Evrópu. Hinsvegar er afar algengar kynfæralimlesingar og það hvernig konur eru grýttar í búrku klæddum ríkjum Sharia laga í Islömsku Afríku og Asíu (6).
Kvenvæðing (feminization) þarf ekki að þýða að konur fái bókstaflega meiri formleg áhrif á ákvarðanir um hvort fara skuli í stríð. Hún kann líka að koma fram í samfélagi sem snýr baki við menningu hins karlmannlega heiðurshugtaks, með tilheyrandi fylgispekt við ofbeldisfulla hefnd fyrir móðganir, herðingu drengja með líkamlegri refsingu og dýrkun hernaðartilburða (8). Þessi viðhorf hafa verið á undanhaldi í hinum þróaða heim, í lýðveldum Evrópu og í hinum blárri ríkjum Bandaríkjanna (þar sem demókratar eru í meirihluta) (3, 7). Ýmsir íhaldssamir fræðimenn hafa í öngum sínum yfir þróuninni, haldið því fram við mig Vesturlönd nútímans líði verulega fyrir hnignun dyggða einsog hugrekkis og dirfsku og uppgangi vísindalegrar efnishyggju, léttúðar, úrkynjunar og lauslætis. Þess ber að geta að ég hef gert ráð fyrir því í þessum skrifum að ofbeldi sé alltaf til ills nema þegar það kemur í veg fyrir meira ofbeldi, og þessir menn hafa rétt fyrir sér í því að þessi afstaða mín lýsir gildismati, og að engin óhagganleg rök styðja frið umfram heiður og hetjuljóma. En ég held að hugsanleg fórnarlömb allrar þessarar karlmennsku og hugrekkis hafi eitthvað að segja í þessu sambandi og að þau kunni að vera ósammála því að líf þeirra og limir séu verð sem vert er að greiða fyrir upphafningu karlmannlegra dyggða.
Kvenvæðing er líka þróun í friðarátt fyrir enn aðra ástæðu. Félagslegar og kynferðislegar ráðstafanir sem eru til þess fallnar að auka veg áhugamála kvenna hafa tilhneigingu til að þurrka upp þau fen þar sem ofbeldisfull samkeppni manns við mann er í hávegum höfð. Ein af þessum ráðstöfunum er hjónabandið þar sem karlmenn heita því að standa með og styðja þau börn sem þeir hafa getið, frekar en að halda áfram keppa hver við annan um tækifæri til kynferðislegra tækifæra. Það minnkar testosteronemagn í karlmönnum að kvænast og einnig líkurnar á því að þeir feti glæpabrautina, og við sáum að tölur yfir fjölda morða féllu mjög í Bandaríkjunum á hinum giftingarglöðu fimmu og sjöttu áratugum tuttugustu aldar en risu þegar giftingum fækkaði á sjöunda og áttunda áratuginum. Og þær héldu áfram að vera háar samfélögum þeldökkra (African-American communities) sem hafa sérlega lágt hlutfall fólks í hjónaböndum (3). Annað sem þurrkar upp obeldisfenin er þegar hlutfall kvenna og karla er jafnt af mannfjöldanum. Í umhverfi þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta og þar sem eftirlit og viðvera lögreglu er af skornum skammti, einsog í kúreka og námabúðum Bandarískra nýbúa (Vilta Vestrið) þar er nánast alltaf mikið um ofbeldi (3). Vestrið var villt af því að þar voru ungir menn sem fóru þangað meðan ungu konurnar urðu eftir í eystri hluta landsins. En ríkjandi karlkyn í samfélögi getur orsakast af verri ástæðum, nefnilega að kvenhlutinn sé drepinn við fæðingu eða eytt í móðurkviði. Í grein sem nefndist “Meir en nóg af karlmönnum, minna en nóg af friði” sýndu félagsvísindamennirnir Valerie Hudson og Andrea den Boer að hefðbundið dráp stúlkubarna við fæðingu í Kína hefur um langan aldur orsakað mikinn fjölda einstæðra karlmanna. Þetta eru ævinlega fátækir menn, vegna þess að hinir ríkari ná í konurnar þegar á þeim er skortur. Þessar “beru greinar” einsog þeir eru kallaðir í Kína, safnast saman í gengi sem slást og heygja einvígi sín á milli og ræna og skelfa venjulega íbúa. Hóparnir geta jafnvel vaxið í heri sem herja á héraðsstjórnir eða landstjórnina. Höfðingi getur kúgað hópa með kúgun og ofbeldi eða hann getur tælt þá til fylgispektar við sig, sem krefst þá að hann tileinki sér macho leiðtoga aðferðir sem er í samhljómi við þeirra eigin móral. Og það besta er, að hann getur flutt þá eyðandi og meiðandi orku sem þessir flokkar búa yfir með því að senda þá til annarra landsvæða sem gestaverkamenn, nýbúa eða hermenn. Þegar leiðtogar allir landanna sem baráttan er við, reyna að losa sig við þessa ofauknu karlmenn þá getur útkoman orðið langdregin og þreytandi stríð. Eða einsog Hudson og den Boer segja “Hvert samfélag hefur nóg af berum greinum til að kasta á eldinn í svona átökum – og viðkomandi yfirvöld kunna að vera fegin að losna við þá.” Hefðbundið þjóðarmorð, ásamt með kven-fóstureyðinga-iðnaði, orsakaði sæg af umfram karlmönnum inn í íbúatölur Afganistans, Bangladesh, Kína, Pakistan, og hluta af Indlandi (7). Þessi aukafjöldi karlmanna spáir illu í bráð um friðarhorfur og lýðræði á þessum landsvæðum. Sé til lengri tíma litið gæti kynjahlutfallið hugsanlega komist í meira jafnvægi ef ungbörn af kvenkyni fengju að taka sinn fyrsta andardrátt í friði, og ef stjórnmála leiðtogar öðluðust skilnig á áhrifum þessara mannfjöldatalna og ykju jákvæð áhrif sem það hefði á hag fjölskyldna að ala upp dætur. Sú aukning í fjölda stúlkubarna sem af slíku hlytist myndi þýða friðsamari samfélög. En þangað til fyrstu 50-50 barnahóparnir sjá dagsins ljós og vaxa úr grasi eiga þessi samfélög eftir að ganga grýtta götu.
Virðing samfélags fyrir kvenlægum gildum og áhugamálum hefur fleiri en ein tengsl við tíðni ofbeldis. Ofbeldi er vandamál sem snertir ekki bara of marga karlmenn heldur ekki síst of mara unga karlmenn. Að minnsta kosti tvær stórar rannsóknir hafa leitt að því sterkum líkum að lönd með hærra hlutfall ungra karlmanna hafi meiri tilhneigingu til að lenda í millilandastríðum eða innanlandsstyrjöld (6). Mannfjöldapíramídi með þykku botnlagi af ungu fólki er hættumerki ekki bara af því að ungir menn eru árásargjarnir og eru fjölmennari en þeir sem eldri eru. Þetta er líka hættulegt af því að þessir ungu menn eru líklegast sviptir virðingarstöðu og maka. Hin svifaseinu og lokuðu fjármálakerfi þróunarlanda megna ekki að setja allt þetta unga fólk í vinnu, og skilur því marga unga menn eftir atvinnulausa eða atvinnulitla. Og þar sem samfélagið leyfir fjölkvæni opinberlega og mikið er um hana, þá tapa ungu mennirnir í samkeppni um kvenfólk við eldri og ríkari menn, sem leiðir aftur til offjölgunar ungs fólks á mörkum samfélagsins sem er það sama og óeðlilega mikill fjöldi ungra karlmanna á mörkum hins siðaða samfélags. Þessir menn hafa engu að tapa og finna kannski vinnu og meiningu með tilverunni í herflokkum, og sveitum stríðsherra eða í hryðjuverkahópum (6).
Titillinn Kynlíf og Stríð hljómar einsog eitthvað fyrir strákana, en þessi nýlega bók er stefnuskrá fyrir eflingu kvenna og hins kvenlæga. Frjósemis-líffræðingurinn Malcolm Potts skrifar bókina með stjórnmálafræðingnum Martha Cambell og blaðamanninum Thomas Hayden. Þau hafa safnað vitnisburði víða að um, að sé konum gefinn aðgangur að getnaðarvörnum og frelsi til að giftast á sínum eigin forsendum, þá eignast þær færri afkvæmi heldur en þegar karlmennirnir í samfélögum þeirra meir eða minna neyða þær til að verða útungunarvélar. Og það gerir svo aftur af verkum að samfélög þessara frjálsari kvenna, fá ekki sama þykka lag (neðst í fólksfjöldapíramídann) af ungu fólki. (Öfugt við skoðun sem áður var ríkjandi, þá þarf land ekki að verða ríkt áður en hægt er að draga verulega úr barnsfæðingum og þarmeð fólksfjölda.) Potts og meðhöfundar hans færa rök fyrir því að það að gefa konum meira vald yfir frjósemi sinni (því yfirráðasvæði sem alltaf er barist um í líffræðilegum átökum kynjanna) kann að vera sérílagi það mikilvægasta sem hægt er að gera til að minnka ofbeldi í hættulegustu heimshlutum dagsins í dag. En þessi efling kvenna og hins kvenlæga verður oft að fara fram gegn harðvítugri baráttu hefðbundins karlavalds sem vill halda í stjórnina yfir barneignum kvenna, og frá trúarstofnunum sem setja sig upp á móti getnaðarvörnum og fóstureyðingum.
Margvíslegar útgáfur af hinu kvenlæga – bein pólitísk þáttaka og völd, gengisfelling karlmennsku heiðurs, aukinn tíðni hjónabanda á forsendum kvenna, réttur kvenkyns ungbarna til lífs og stjórn kvenna á frjósemi sinni – hafa orðið til þess að minnka ofbeldi. Þeir heimshlutar sem hafa orðið eftir á þessari göngu sögunnar eru þau svæði þar sem ofbeldi hefur rénað minnst. En gögn úr skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið á heimsvísu sýna að jafnvel á þeim svæðum sem lengst eru á eftir, þá er undirliggjandi krafa um aukin áhrif kvenna og margar alþjóðastofnanir hafa einhent sér í að koma því til leiðar. (6, 7), Þetta eru merki um jákvæða þróun sem skilar árangri til lengri tíma, þó svo að lítið kunni að gerast í nánustu framtíð, varðandi frekari minnkun ofbeldisfullra átaka í heiminum.
Næsti minnkandi faktor sem hann skrifar um er
THE EXPANDING CIRCLE
Sem fjallar í grófum dráttum um hvernig aukin vitneskja um líðan annarra í gegnum skáldskap og upplifanir verður til þess við viljum síður skapa öðrum þjáningu. Við erum að tala um læsi og aukin ferðalög og þvíumlíkt. (virknin á tilfinningar ekki síst.)
Síðasti þátturinn sem hann nefnir og dregur úr ofbeldi er
THE ESCALATOR OF REASON
Sem er kannski það mikilvægasta – það hvernig við lærum í rauninni að sjá hvað beiting ofbeldis í óskynsamleg,
The expanding circle and the escalator of reason are powered by some of the same exogenous causes, particularly literacy, cosmopolitanism, and education.15 But the expanding circle (as I have been using the term) and the escalator of reason are conceptually distinct (chapter 9). The first involves occupying another person’s vantage point and imagining his or her emotions as if they were one’s own. The second involves ascending to an Olympian, superrational vantage point—the perspective of eternity, the view from nowhere—and considering one’s own interests and another person’s as equivalent. The escalator of reason has an additional exogenous source: the nature of reality, with its logical relationships and empirical facts that are independent of the psychological makeup of the thinkers who attempt to grasp them. As humans have honed the institutions of knowledge and reason, and purged superstitions and inconsistencies from their systems of belief, certain conclusions were bound to follow, just as when one masters the laws of arithmetic certain sums and products are bound to follow (chapters 4 and 9). And in many cases the conclusions are ones that led people to commit fewer acts of violence.
Og svo framvegis.
REFLECTIONS
The decline of violence may be the most significant and least appreciated development in the history of our species. Its implications touch the core of our beliefs and values—for what could be more fundamental than an understanding of whether the human condition, over the course of its history, has gotten steadily better, steadily worse, or has not changed? Hanging in the balance are conceptions of a fall from innocence, of the moral authority of religious scripture and hierarchy, of the innate wickedness or benevolence of human nature, of the forces that drive history, and of the moral valuation of nature, community, tradition, emotion, reason, and science. My attempt to document and explain declines of violence has filled many pages, and this is not the place to fill many more in exploring their implications. But I will end with two reflections on what one might take away from the historical decline of violence. The first concerns the way we should view modernity—the transformation of human life by science, technology, and reason, with the attendant diminishment of custom, faith, community, traditional authority, and embeddedness in nature. A loathing of modernity is one of the great constants of contemporary social criticism. Whether the nostalgia is for small-town intimacy, ecological sustainability, communitarian solidarity, family values, religious faith, primitive communism, or harmony with the rhythms of nature, everyone longs to turn back the clock. What has technology given us, they say, but alienation, despoliation, social pathology, the loss of meaning, and a consumer culture that is destroying the planet to give us McMansions, SUVs, and reality television? Lamentations of a fall from Eden have a long history in intellectual life, as the historian Arthur Herman has shown in The Idea of Decline in Western History .16 And ever since the 1970s, when romantic nostalgia became the conventional wisdom, statisticians and historians have marshaled facts against it. The titles of their books tell the story: The Good News Is the Bad News Is Wrong, It’s Getting Better All the Time, The Good Old Days—They Were Terrible!, The Case for Rational Optimism, The Improving State of the World, The Progress Paradox, and most recently, Matt Ridley’s The Rational Optimist and Charles Kenny’s Getting Better.17 These defenses of modernity recount the trials of daily living before the advent of affluence and technology. Our ancestors, they remind us, were infested with lice and parasites and lived above cellars heaped with their own feces. Food was bland, monotonous, and intermittent. Health care consisted of the doctor’s saw and the dentist’s pliers. Both sexes labored from sunrise to sundown, whereupon they were plunged into darkness. Winter meant months of hunger, boredom, and gnawing loneliness in snowbound farmhouses. But it was not just mundane physical comforts that our recent ancestors did without. It was also the higher and nobler things in life, such as knowledge, beauty, and human connection. Until recently most people never traveled more than a few miles from their place of birth. Everyone was ignorant of the vastness of the cosmos, the prehistory of civilization, the genealogy of living things, the genetic code, the microscopic world, and the constituents of matter and life. Musical recordings, affordable books, instant news of the world, reproductions of great art, and filmed dramas were inconceivable, let alone available in a tool that can fit in a shirt pocket. When children emigrated, their parents might never see them again, or hear their voices, or meet their grandchildren. And then there are modernity’s gifts of life itself: the additional decades of existence, the mothers who live to see their newborns, the children who survive their first years on earth. When I stroll through old New England graveyards, I am always struck by the abundance of tiny plots and poignant epitaphs. “Elvina Maria, died July 12, 1845; aged 4 years, and 9 months. Forgive this tear, a parent weeps. ‘Tis here, the faded floweret sleeps.” Even with all these reasons why no romantic would really step into a time machine, the nostalgic have always been able to pull out one moral card: the profusion of modern violence. At least, they say, our ancestors did not have to worry about muggings, school shootings, terrorist attacks, holocausts, world wars, killing fields, napalm, gulags, and nuclear annihilation. Surely no Boeing 747, no antibiotic, no iPod is worth the suffering that modern societies and their technologies can wreak. And here is where unsentimental history and statistical literacy can change our view of modernity. For they show that nostalgia for a peaceable past is the biggest delusion of all. We now know that native peoples, whose lives are so romanticized in today’s children’s books, had rates of death from warfare that were greater than those of our world wars. The romantic visions of medieval Europe omit the exquisitely crafted instruments of torture and are innocent of the thirtyfold greater risk of murder in those times. The centuries for which people are nostalgic were times in which the wife of an adulterer could have her nose cut off, a seven-year-old could be hanged for stealing a petticoat, a prisoner’s family could be charged for easement of irons, a witch could be sawn in half, and a sailor could be flogged to a pulp. The moral commonplaces of our age, such as that slavery, war, and torture are wrong, would have been seen as saccharine sentimentality, and our notion of universal human rights almost incoherent. Genocide and war crimes were absent from the historical record only because no one at the time thought they were a big deal. From the vantage point of almost seven decades after the world wars and genocides of the first half of the 20th century, we see that they were not harbingers of worse to come, nor a new normal to which the world would grow inured, but a local high from which it would bumpily descend. And the ideologies behind them were not woven into modernity but atavisms that ended up in the dustbin of history. The forces of modernity—reason, science, humanism, individual rights—have not, of course, pushed steadily in one direction; nor will they ever bring about a utopia or end the frictions and hurts that come with being human. But on top of all the benefits that modernity has brought us in health, experience, and knowledge, we can add its role in the reduction of violence.
To writers who have noticed declines of violence, the sheer abundance of them, operating on so many scales of time and magnitude, has an aura of mystery. James Payne wrote of a temptation to allude to “a higher power at work,” of a process that seems “almost magical.”18 Robert Wright nearly succumbs to the temptation, wondering whether the decline of zero-sum competition is “evidence of divinity,” signs of a “divinely imparted meaning,” or a story with a “cosmic author.”19 I can easily resist the temptation, but agree that the multiplicity of datasets in which violence meanders downward is a puzzle worth pondering. What do we make of the impression that human history contains an arrow? Where is this arrow, we are entitled to wonder, and who posted it? And if the alignment of so many historical forces in a beneficial direction does not imply a divine sign painter, might it vindicate some notion of moral realism—that moral truths are out there somewhere for us to discover, just as we discover the truths of science and mathematics?20 My own view is that the Pacifist’s Dilemma at least clarifies the mystery, and shows how the nonrandom direction of history is rooted in an aspect of reality that informs our conceptions of morality and purpose. Our species was born into the dilemma because our ultimate interests are distinct, because our vulnerable bodies make us sitting ducks for exploitation, and because the enticements to being the exploiter rather than the exploited will sentence all sides to punishing conflict. Unilateral pacifism is a losing strategy, and joint peace is out of everyone’s reach. These maddening contingencies are inherent in the mathematical structure of the payoffs, and in that sense they are in the nature of reality. It is no wonder that the ancient Greeks blamed their wars on the caprice of the gods, or that the Hebrews and Christians appealed to a moralistic deity who might jigger the payoffs in the next world and thereby change the perceived incentive structure in this one. Human nature, as evolution left it, is not up to the challenge of getting us into the blessedly peaceful cell in the upper left corner of the matrix. Motives like greed, fear, dominance, and lust keep drawing us toward aggression. And though a major work-around, the threat of tit-for-tat vengeance, has the potential to bring about cooperation if the game is repeated, in practice it is miscalibrated by self-serving biases and often results in cycles of feuding rather than stable deterrence. But human nature also contains motives to climb into the peaceful cell, such as sympathy and self-control. It includes channels of communication such as language. And it is equipped with an open-ended system of combinatorial reasoning. When the system is refined in the crucible of debate, and its products are accumulated through literacy and other forms of cultural memory, it can think up ways of changing the payoff structure and make the peaceful cell increasingly attractive. Not least among those tactics is the superrational appeal to another abstract feature of reality: the interchangeability of perspectives, the nonspecialness of our parochial vantage points, which corrodes the dilemma by blending the payoffs of the two antagonists. Only an inflated sense of our own importance could turn our desire to escape the Pacifist’s Dilemma into a grand purpose of the cosmos. But the desire does seem to tap into contingencies of the world that are not exactly physical, and so it is different from the desires that were the mothers of other inventions such as refined sugar or central heating. The maddening structure of a Pacifist’s Dilemma is an abstract feature of reality. So is its most comprehensive solution, the interchangeability of perspectives, which is the principle behind the Golden Rule and its equivalents that have been rediscovered in so many moral traditions. Our cognitive processes have been struggling with these aspects of reality over the course of our history, just as they have struggled with the laws of logic and geometry. Though our escape from destructive contests is not a cosmic purpose, it is a human purpose. Defenders of religion have long claimed that in the absence of divine edicts, morality can never be grounded outside ourselves. People can pursue only selfish interests, perhaps tweaked by taste or fashion, and are sentenced to lives of relativism and nihilism. We can now appreciate why this line of argument is mistaken. Discovering earthly ways in which human beings can flourish, including stratagems to overcome the tragedy of the inherent appeal of aggression, should be purpose enough for anyone. It is a goal that is nobler than joining a celestial choir, melting into a cosmic spirit, or being reincarnated into a higher life-form, because the goal can be justified to any fellow thinker rather than being inculcated to arbitrary factions by charisma, tradition, or force. And the data we have seen in this book show that it is a goal on which progress can be made—progress that is halting and incomplete, but unmistakable nonetheless.
A final reflection. In writing this book I have adopted a voice that is analytic, and at times irreverent, because I believe the topic has inspired too much piety and not enough understanding. But at no point have I been unaware of the reality behind the numbers. To review the history of violence is to be repeatedly astounded by the cruelty and waste of it all, and at times to be overcome with anger, disgust, and immeasurable sadness. I know that behind the graphs there is a young man who feels a stab of pain and watches the life drain slowly out of him, knowing he has been robbed of decades of existence. There is a victim of torture whose contents of consciousness have been replaced by unbearable agony, leaving room only for the desire that consciousness itself should cease. There is a woman who has learned that her husband, her father, and her brothers lie dead in a ditch, and who will soon “fall into the hand of hot and forcing violation.”21 It would be terrible enough if these ordeals befell one person, or ten, or a hundred. But the numbers are not in the hundreds, or the thousands, or even the millions, but in the hundreds of millions—an order of magnitude that the mind staggers to comprehend, with deepening horror as it comes to realize just how much suffering has been inflicted by the naked ape upon its own kind.22 Yet while this planet has gone cycling on according to the fixed law of gravity, that species has also found ways to bring the numbers down, and allow a greater and greater proportion of humanity to live in peace and die of natural causes.23 For all the tribulations in our lives, for all the troubles that remain in the world, the decline of violence is an accomplishment we can savor, and an impetus to cherish the forces of civilization and enlightenment that made it possible.
The prisoner’s dilemma (or prisoners’ dilemma) is a canonical example of a game analyzed in game theory that shows why two individuals might not cooperate, even if it appears that it is in their best interests to do so:
Two members of a criminal gang are arrested and imprisoned. Each prisoner is in solitary confinement with no means of speaking to or exchanging messages with the other. The police admit they don’t have enough evidence to convict the pair on the principal charge. They plan to sentence both to a year in prison on a lesser charge. Simultaneously, the police offer each prisoner a Faustian bargain. Each prisoner is given the opportunity either to betray the other, by testifying that the other committed the crime, or to cooperate with the other by remaining silent. Here’s how it goes:
If A and B both betray the other, each of them serves 2 years in prison
If A betrays B but B remains silent, A will be set free and B will serve 3 years in prison (and vice versa)
If A and B both remain silent, both of them will only serve 1 year in prison (on the lesser charge)
HYPERLINK “http://en.wikipedia.org/wiki/Faustian_bargain”
Núll-summu leikur er þannig leikur að samanlagðir vinningar beggja keppenda eru núll, þe annar vinnur og hinn tapar jafn miklu.