Hver annar rétttrúnaður

Hver annar rétttrúnaður

Pólitískur rétttrúnaður virkar líkt og fyrri tíma ritskoðun, stundum jafnvel sem hálffasistísk kúgun eða maccathy-ismi er að hið almenna norm var orðið að allir hefðu rétt til að tjá sig = málfrelsi = skoðanafrelsi.  Þannig kærir hann sig ekki um seinni alda þróun einsog réttaröryggi það sem felst í að kona/maður sé ekki sek fyrren sekt hennar er sönnuð.  Sú regla sem og málfrelsið eru hlutar þess sem má kalla líberalisma, sem sem er hugmynda- og gildapakki sem margir töldu orðið endanlega sigurvegara hugmyndaátaka í vestrænu samfélagi. Réttarríkið og málfrelsi var óskoraður réttur (svo lengi sem ekki var um persónulegar ærumeiðingar eða ríkisleyndarmál að ræða).

Pólitískur rétttrúnaður birtist svo og heldur því fram að réttur fólks til að móðgast eða særast ekki sé ríkari en rétturinn til að tjá sig. Þetta minni reækilega á þann tíma þegar bannað var að blóta á betri heimilum, spila á spil á föstudaginn langa og menn voru bannfærðir fyrir trúarskoðanir sínar (móðga guð og hina góðu bók og þarmeð guðhrætt fólk).

Annan pólititískan rétttrúnað þekkjum við úr einræðisríkjum, ma. kommúnískum og fasískum. Fólk útskúfað með einum eða öðrum hætti fyrir að tjá “rangar” skoðanir.

Og nú missir fólk sem sagt aftur æruna og er útskúfað úr opinberum stofnunum, fyrirtækjum og jafnvel mannlegu samfélagi fyrir skoðanir sem það tjáir. Það verður svarti sauðurinn í hjörðinni, persona non grata.

Hefði líberalisminn (sem kannski hafði sinn eigin pólitíska rétttrúnað) ekki komið þarna á milli hefði einn pólitískur rétttrúnaður bara tekið við af öðrum.

(meira seinna)

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This