Hinn þvernýpti klettaveggur

Hinn þvernýpti klettaveggur

(the sheer cliff face)

Þegar H1N1 svínaflensu veirunni sló niður í Mexico snemma árs 2009, þá tók ekki nema fáeina daga fyrir hana að dreifa sér til hvers einasta meginlands í heiminum, undantekningin var hið íbúalausa Suðurskautsland. Yfirvöld börðust allstaðar við að hafa hemil á útbreiðslu sjúkdómsins. Sumar ríkistjórnir voru svo örvæntingarfullar í tilraunum sínum til að finna smitaða einstaklinga og forða þarmeð frekara smiti að þær létu beina fjarvirkum hitamælum að langt að komnum flugfarþegum til að mæla líkamshita þeirra. Alþjóða heilbrigðisstofnunin, sem er ábyrg fyrir hnattrænni samræmingu í baráttu gegn sjúkdómum, viðurkenndi nokkrum mánuðum eftir að fyrsti faraldurinn braust út að hún hefði ekki getað haft undan í því flóði af gögnum sem streymdi til hennar frá heilbrigðis yfirvöldum hinna ýmsu ríkja. Seinna virtist sem veiran hefði dreift sér stjórnlaust.
Sunnudag einn sama ár, var klerkur hjá trúarhópi Sikha fyrir árás á trúarsamkomu í Vínarborg í Austurríki. Sex menn, vopnaðir hnífum og byssu réðust að Sant Rama Nand og hann dó síðdegis næsta dag.  Innan fárra klukkustunda, höfðu viðtækar óeirðir brotist úr um allt Punjab hérað á Indlandi, þar sem trúflokkur klerksins hefur meginbækistöðvar. Við sólarlag – um sex klukkustundum eftir að Sant Rama Nand dó – höfðu margir látið lífið í átökunum sem grasseruðu í þorpum og borgum í Punjab. Þúsundir Sikha þustu út á götur og torg, tókust á við lögreglu og kveiktu í byggingum og bílum. Meiri háttar þjóðvegir lokuðust vegna bálkasta úr dekkjum og timbri. Á nokkrum stöðum var ráðist á járnbrautalestir. Yfirvöld höfðu ekki fengið neina fyrirboða eða viðvaranir um að þessar óeirðir kynnu að bresta á.
Síðdegi eitt árið 2010 þá féll Dow Jones vísitalan um nærri þúsund punkta á minna en hálftíma – þetta var mesta fall vísitölunnar á einum degi í sögu Dow Jones. Það tók eftirlitsaðila fimm mánuði að útskýra hvað hafði gerst þennan dag. Samkvæmt skýrslu frá Securities and Exchange Commission, þá hleypti illa útfærð sala eins hlutabréfasjóða (mutual fund) fyrirtækis nokkurs þessari skriðu af stað. Fyrirtækið byrjaði með að selja framtíðarsamninga fyrir 4,1 miljarða dollara með algoriþmískari (isl?) sölu (fer gegnum forrit í tölvu) Tölvuforritið gerði þá vitleysu að taka aðeins mið af magni, en ekki tíma eða verði. Kaupendur, meðal þeirra “hátíðni” sölumenn (traders) sem gera hröð magn-kaup og sölur til að nota sér örsmáan verðmun á síkvikum markaði, þeir keyptu samningana. Þegar salan á samningunum varð sífellt hraðari, þá brugðust algóriþmar seljandans við með því að auka magnið í umferð enn hraðar, og þrýstu þar með verðinu enn neðar. Hrunið á fjármagni í umferð breiddi sig út til fasteignamarkaðarins.  Margir treiderar drógu sig til hlés af markaðinum. Sumir tóku aftur upp handvirk viðskipti en náðu ekki að hafa við toppunum í magni.  Þegar markaðurinn tók dýfuna, þá fóru hlutabréf í mörgum velþekktum, gömlum og grónum fyrirtækjum niður í eitt sent á bréf. Skýrsla SEC var víða gagnrýnd fyrir að bjóða ekki uppá neina nothæfa forskrift að því hvernig væri að hægt að koma í veg fyrir svipaðan kerfisbrest í framtíðinni.
Sumarið 2008 hækkaði matarverð ákaflega um allan heim vegna, að því er virtist, skyndilegrar hækkunar á olíuverði.  Þó skilja menn ástæðurnar enn ekki fullkomlega.  Hluti af skýringunni kann að hafa verið samþykkt niðurgreiðslu fyrir etanólframleiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.   Annar möguleiki er spákaupmennska.  Þetta hástökk í verði olli óeirðum  og pólitískri spennu í Kairo og Indónesíu og mörgum öðrum löndum. Þetta herti á þeirri tilhneigingu sem þegar var komin á fullt skrið og hefur verið kölluð “fæðu-hrunið”, sem er stöðnun í framboði á mat og samtímis aukin eftirspurn.  Verð á vörum einsog hrísgrjónum og hveiti stökk upp í methæðir, sem aftur framkallaði uppþot og mótmæli frá Haiti til Egyptalands til Bangladesh og Cameroon og kallaði á tilmæli Sameinuðu Þjóðanna um mataraðstoð fyrir meira en þrjátíu lönd í Afríku sunnan Sahara.
Viðbrögð fyrirtækja, og í sumum tilvikum ríkisstjórna, í hinum peninga-ríku en matar-fátæku löndum, einsog Suður Kóreu og Saudi Arabíu, voru að byrja að kaupa land og jarðyrkjuréttindi í peninga-fátækum og land-ríkum löndum.  Saudi Star fyrirtæki áætlar að verja allt að 2 miljörðum dollara á næstu árum í að kaupa og rækta 500,000 hektara af landi í Eþjópíu, einu af fátækustu – og hungruðustu – löndum heims.  Allt að fimmtíu miljón hektarar lands – landsvæði á stærð við Bretland – hefur verið keypt á undanförnum árum eða er í samningaviðræðum milli ríkisstjórna og ríkra fjárfesta, sem oft njóta ríkisstuðnings.  Suður Kóreska fyrirtækið Daewoo keypti réttindin til allt að helmingi tiltæks landbúnaðarhæfs lands á Madagaskar. Þessi samningur varð til að hleypa af stað stjórnarbyltingu gegn ríkisstjórninni sem gerði samninginn. Þessi stjórnarbylting olli stjórnmálalegum óstöðuleika á Madagaskar sem enn er í gangi þegar þetta er skrifað.
Fyrr á öldinni, varð egypskum nemanda í byggingarlist, sem bjó í Hamborg, illa við tíðindi  af harkalegum aðferðum Rússneska ríkisins í baráttu þess gegn aðskilnaðarsinnum, aðallega múslímum í Sjesjeníú í Syðra Kákasus. Þar geisaði stríð þó upplýsingamettuð borgarsamfélög vestursins heyrðu varla af grimmdarverkunum, sem þar voru framin. Stríðið í Sjesjeníu staðfesti skoðun unga mannsins að múslímar væru kúgaðir um allan heim.  Mohamed Atta lagði leið sína í moskuna í nágrenni sínu í Vín þar sem hann, einsog kom síðar í ljós, var kynntur fyrir hugmyndinni um jihad, hinu heilaga stríði fyrir Islam sem trúarlegri skyldu.
Atta lagði leið sína til Pakistan, til að ganga til liðs við hryðjuverkanet kallað “Undirstaðan” eða Al Qaeda, sem hafði verið sett á stofn – og fjármagnað – af miðaldra manni, Osama Bin Laden sem hafði sjálfur orðið fyrir sinni róttæku pólitísku vakningu vegna hernáms Sovétríkjanna af hinu múslímska Afganistan – og einnig vegna hernaðarlegra yfirburða Bandaríkjanna í heimalandi hans Saudi Arabíu. Í mujahedin sigri Afgana á hernámsliði Sovétríkjanna hafði Osama Bin Landen fundið innblástur sinn til að koma til leiðar hnattrænu jihad.  Mohamed Atta átti eftir að verða einn af flugmönnunum í Boeing 767 flugvél American Airlines sem skaut sér inní norðurturn World Trad Center í New York. Á göngu minni til vinnu þennan ömurlega morgun, heyrði ég í flugvél hans yfir höfði mér.
Þessi eina aðgerð, árásin þann ellefta september varð til að hrinda af stað innrás Bandaríkjamanna og fylgiríka þeirra í tvö lönd og koma til leiðar öðrum stórfelldum, margþættum, flóknum og ófyrirsjáanlegum breytingum.  Árásirnar boru ítarlega úrbeinaðar og greindar í nefndarskýrslu Bandaríska þingsins (U.S. Congress 9/11 Commision Report), sem tók meira en átta hundruð síður í að lýsa aðdraganda og allri atburðarás þessa eina, einstaka atburðar – ákaflega nákvæmlega.
Seinna, urðu persónuleg gjaldþrot þeirra sem höfðu tekið undirmálslán (subprime mortage) í aðeins þremur af ríkjum Bandaríkjanna til að hrinda af stað, á mjög skömmum tíma,  alþjóðlegu fjármálahruni (global economic meltdown) – sem ásamt mjög mörgu öðru – felldi ma. fjölda gamalgróinna banka í Bandaríkjunum, af því að þeir voru ekki færir um að standa við skuldbindingar sínar. Og þetta þvingaði fram 700 miljarða dala neyðargreiðslur til að bjarga öðrum bönkum.  Þegar traustið á getu Bandarísku bankanna til að standa við skuldbindingar sínar brást, þá fylgdi hraður samdráttur í allri lánastarfsemi um allan hnöttinn í kjölfarið. Þetta varð til þess á skömmum tíma að of skuldsettir banka féllu og að viðskiptavinir þeirra misstu inneign sína. Bankar á Íslandi féllu yfir nótt sem þurrkaði með einu striki út inneign margra sparifjáreigenda í Bretlandi.  Eftirhreyturnar af af þessum atburðum hefta hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á sama tíma veldur bankahrunið í Bretlandi því meðal annars, að ríkistjórnin þar hefur tekið til mesta niðurskurðar í opinberum útgjöldum í marga áratugi, þar á meðal 70 prósent niðurskurðar fjárframlaga til æðri menntunar. Í Hong Kong glötuðu þúsundir minni fjárfesta skyndilega Lehman “mini“-hlutabréfum sínum, miljarða dala virði – þetta gerðist þegar Lehman Brothers bankinn, stofnaður 1850, fór á hausinn í Bandaríkjunum.
Upptök bankahrunsins voru margsháttar og enn standa þrætur um hverjar þær voru og hvernig þetta gerðist. Græðgileg útlán banka, óviturleg skuldsetning húskaupenda, slökun á reglum  yfirvalda – slökunin var gerð með þeim fróma vilja að leyfa fleirum að eignast eigið húsnæði –  kannski skipti allt þetta máli. En þeir eru til sem hafa stungið uppá enn dýpra liggjandi ástæðu: Vaxandi ójöfnuður í Ameríku milli hinna ríku og allra hinna, sem hvatti miðstétt til að slá sífellt meiri lán til halda uppi lífsgæðum sínum þrátt fyrir hækkandi verðlag og laun sem voru fastfrosin.
Öðrum áhugaverðum þætti hafa fáir tekið eftir. Þau tölfræðimódel sem notuð voru til að meta áhættuna vegna samanbúntaðra veðlána (þetta var söluvara milli banka) voru orðin úrelt:  Þau vanmátu ekki aðeins magnið og áhættuna af hinum allt vinsælli undirmáls veðum, þessi módel bandarísku bankanna vanmátu líka hressilega mikilvægi gagnkvæmra tengsla innan húsnæðis- og veðlánamarkaða, bæði á einstökum landsvæðum og í landinu öllu.  Allt gekk útá  “ekkert út” lán og þau þýddu auðvitað: há skuld við afhendingu. Lánin voru á undirmáls afborgunum og skyndilega höfðu allir „efni á“ að taka sér svona lán.  Sem leiddi síðan til að stórkostlegur fjöldi lántakenda gátu síðan ekki greitt af lánunum sínum og misstu allt sitt. Bankarnir höfðu vanmetið hversu mjög einn hlutur leiddi til annars og reyndar margra annarra í keðjuverkun.   Þeir vanmátu flækjustig (complexity).
Hvaða ástæður sem lágu að baki, þá er svo mikið víst að engin ríkisstjórn var viðbúin hruninu, sem kom nánast án viðvörunar.  Seinna sagði forsetinn George W. Bush að kreppan hefði “komið aftanað” honum, og hélt fram að hann “hefði gert ráð fyrir að að eftirlitsstofnanir og útlánaaðilar myndu veifa viðvörunarflöggum ef ef viðmeiri háttar vandræði væru yfirvofandi á lánamarkaði.”  Meðal hinna fjölmörgu áhrifa bankakeppunnar – sem sum hafa enn ekki komið fram og hafa óljóst orsakasamband sín á milli – eru að tugir miljóna manna misstu vinnu sína um allan heim og að valdatilfærsla, ómælanleg en augljós hefur orðið frá Vestri til Austurs. Þetta ekki síst vegna þess að Bandaríkin treystu sífellt meir á Kína til að kaupa ríkisskuld uppá næstum trilljón dollara til að fjármagna hjálpargreiðslur stjórnarinnar til innlendra banka (to finance the government bailout).

Hina snúnu ófyrirsjáanlegu þræði orsaka og afleiðinga í þessum sögum frá tuttugustu og fyrstu öldinni er aðeins hægt að rekja að einhverju leyti eftirá með því að losa um þræðina í flækju samtímis atburða – þó sú losun verði óhjákvæmilega að einhverju leyti fals og sýndarmennska.   En þessar sögur eru ekkert einstakar. Þær eru dæmigerðar fyrir þessa öld þar sem allt er orðið tengt hvað öðru með einhverju móti, þar sem miljarðar og aftur miljarðar fólks eru í stöðugum tengslum sín á milli: fullkomlega fordæmalaust fyrirbrigði sem við erum rétt að byrja að skilja.  Þessir atburðir voru ekki fyrirsjáanlegir með hjálp hefðbundinna kenninga í stjórnmála- eða hagfræði.
Sumir kunna að sjá óreiðu í þessum atburðum, eða algerlega handahófskenndar osakir og afleiðingar.  Þessir atburðir gefa ekki til kynna neina reglu byggða á fyrri reynslu – reglu um einingar og samhengi, hvorki ríkja né einstaklinga, sem hegða sér í samræmi við þekktar kenningar um alþjóðatengsl eða nýklassíska hagfræði. Þau fræði, sem eru í meginatriðum með fyrirsjáanlegum niðurstöðum og skiljanlegar innan þess hugsunarháttar sem við, í okkar vestrænu menningu, höfðum tileinkað okkur.  En atburðirnir eru ekki óreiða, né tilviljunarkenndur merkingarlaus glundroði. Þeir eru eitthvað annað.   Þetta er ný undatekning (ath)  – nýtt flækjustig – það þarf ný verkfæri: vísindi hinna flóknu kerfa (the science of complex systems). Frumkvöðlar á mörgum sviðum nota mismunandi tækni, einsog agent based modelling (sem líkir eftir og segir fyrir um áhrif fjölmargra sjálfsætt verkandi aðila á það stóra kerfi sem þeir verka í)  og netverka greiningu til að bjóða uppá nýja öfluga innsýn í kerfi með flækjustigi sem sífellt margfaldast.
En þessi nýja veröld krefst einhvers meira en nýrra túlkunarverkfæra. Þessi veröld neitar að láta sig og þá atburði sem í henni gerast, skiljast og skilgreinast, svo vel sé, af þeim kerfum og stofnunum sem fyrir eru.  Jafnvel þeir hæst settu innan hins opinbera kerfis viðurkenna hnignun ríkisvaldsins:  “Við lifum í heimi þar sem ríkisstjórnir, yfirleitt, hafa minni völd en þær áður höfðu,” sagði háttsettur starfsmaður Bandaríska utanríkisráðuneytisins (State Department) nýlega, og dró þessa skynsamlegu ályktun: “Tökum heiminum bara einsog við sjáum hann hverja stund.”  (ath) Í trúnaðarupplýsingum sem teknar voru saman fyrir aðalritara Sameinuðu Þjóðanna var haldið fram minnkandi getu ekki bara Sameinuðu Þjóðanna sjálfra, heldur líka ríkisstjórna í því að ráða fram úr og stjórna þeim stjórnmálalegu, hagrænu og umhverfislegu vandamálum, sem væru brýnust. Því var líka bætt við að það væri gífurlegt álag á þessari jörð sem við byggjum,kannski of mikið til að hún mætti viðhalda lífi, einsog við þekkjum það.  Einsog Parag Khanna hefur sagt:
(inndráttur)Hnattvæðingin er… að dreifa valdinu frá vesturheimi sérstaklega, en líka frá ríkjum almennt til borga, fyrirtækja, trúarhópa, mannúðarsamtaka sjálfboðaliða,  og til áhrifamikilla einstaklinga frá hryðjuverkamönnum til fílantrópista (velgjörða-manna)  Þessum krafti sundrungar mun ekki verða snúið við næstu áratugina – jafnvel aldirnar.

Timothy Garton Ash hefur kallað þennan heim:  “not a new world order, but a new world disorder”  ekki nýja skipan heimsins heldur óreiðu í stað skipulags.  Óstöðugur kaleidóskóp heimur – sundraður, yfirhitaður. Heimur þar sem fræ framtíða átaka liggja í dvala um tíma.”  Stjórnvöld allra ríkja gátu ekki séð bankahrunið fyrir, frekar en það sem gerðist 11 september 2001.  Bitlausar aðferðir þeirra til að hafa stjórn á bæði hagrænum óstöðugleika og hryðjuverkastarfsemi – og öðrum hnattrænum vandamálum reyndar líka – þær eru ónógar, og vinna stundum beinlínis gegn markmiðum sínum.
Stjórnmálamenn halda því fram að ef þeir, og aðeins þeir,  fái að stjórna, þá muni ákvarðanirnar verða þær réttu.  Við neyðumst við til að þjást í gegnum hundleiðinlegar og endalitlar lotur af pólitísku þrasi um varanleg og djúpstæð vandamál, á meðan nánari greining á þessum vandamálum leiðir til þeirrar uggvekjandi niðurstöðu að enginn stjórnmálamaður og engin ríkisstjórn – hve vitur sem hún er, hvað rétt fyrir sér sem hún hefur – getur leyst þau.  Einhvern veginn þarf ekki að segja okkur þetta, við vitum það. Ergelsi og vonbrigði okkar með venjuleg stjórnmál, einsog þau eru iðkuð, aukast stöðugt og allstaðar, sem verður aftur til minni kosningaþátttöku og almennrar reiði. Stjórnmálamenn finna líka fyrir þessu andrúmslofti, en eru ófærir um að bjóða uppá neitt resept annað en meira af sama stjórnmálapexinu, hugsanlega krydduðu með hættulegu og innantómu lýðskrumi.
Þessi nýi heimur krefst einhvers sem er handan við loforð (stjórnmálamanna), einhvers sem er handan við nýjar túlkanir og kenningar, eitthvað sem kynni, hugsanlega, að fá okkur til að finnast við hafa þar verkfæri sem hæfði verkefninu.

Loftslagsbreytingar, hryðjuverk, endalaust efnahagslegt hættuástand, endalaus stríð á stöðum sem við skiljum ekki að þurfi að vera í stríði og þar sem sigur eða ósigur virðast óraveg burtu, hvað þá að við getum komið með lausnir. Þetta eru orðin hin venjulegu viðfangsefni og vandamál þessar nýju og umrótasömu aldar. Þetta eru vandamál sem auðvelt er að skilgreina: þau eru landamæralaus og afleiðing hins nýja “hnattvædda” heims. En á sama tíma eru þau óstjórnanleg: Það virðist vera mjög lítið sem nokkur einn aðili getur gert við þeim.
Ríkisstjórnir, ríkjasambönd, Sameinuðu Þjóðirnar, Evrópusambandið, alþjóðlegar ráðstefnur í Kaupmannahöfn eða Doha reyna að axla það hlutverk sem þeim hefur verið gefið og halda því fram að þau hafi lausn vandamálanna á takteinum. Á hverjum degi heyrum við af toppfundi ráðamanna, sjáum yfirlýsingu eða samþykkt, sem lætur sem þar sé verið að leysa öll þessi ískyggilegu vandmál. Það er í gangi ævarandi síbylja af myndum af allskyns starfi. Það er engum ætlandi að nenna að fylgjast með þessu í smáatriðum, en verkar samt sem áður traustvekjandi að aldrei sé linnt látunum við lausn heimsmálanna – að minnsta kosti er þessu orða- og myndflóði ætlað að hafa þau áhrif.
“Treystið okkur” segir í yfirlýsingunum, “við höfum stjórn á þessum vandamálum.” En flest bendir til um að þannig sé það einmitt alls ekki, og það með æ meiri þunga.  Mælum hvað útúr þessu kemur raunverulega, ekki hvaða loforð eru gefin. Tökum tvö kunnugleg tilfelli.
Við ráðstefnuna í Kaupmannahöfn um loftslagsbreytingar 2009 fór fram tveggja ára löng áköf alþjóðleg samningalota sem hundruð fulltrúa frá nánast hverju einasta landi jarðarinnar komu að, auk þúsunda þrýstihópa og lobbýista. Útkoman var tveggja síðna plagg á prósa sem lyktaði af uppkasti og lélegum prófarkalestri, og sem bauð uppá almennar yfirlýsingar um áhyggjur vegna loftslagsbreytinga og engar skuldbindingar um að takmarka kolefnismagn, sem sleppa mætti út í andrúmsloftið eða til að bæta þeim tjónið, sem verst yrðu fyrir barðinu á margvíslegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Þrátt fyrir þá alheims þátttöku sem var í ráðstefnunni og samningaviðræðum hennar, þar sem hvert einasta land kom að málum, þá var lokayfirlýsingunni klambrað saman á síðustu klukkustundum ráðstefnunnar í lokuðu herbergi þar sem Kína, Braselía, Bandaríkin og Indland áttu þátt. Það var litið gersamlega framhjá þörfum þeirra sem fyrir mestum áhrifum verða af loftslagsbreytingum einsog lágvöxnum eyríkjum og Bangladesh, sem nú þegar hefur tapað gríðarlegu landsvæði.
Kaupmannahafnar-ferlið var afar flókið og fól í sér margar “slóðir” samningaviðræðna í því augnamiði að ná yfir sem flestar ólíkar hliðar þess vandamáls sem loftslagsbreytingarnar eru, svosem frumskóga, áhrif nýrrar tækni, verndun úthafanna sem og spurningar sem heyra til “stóru myndinni” einsog magn gróðurhúsalofttegunda og hvernig á að fjármagna kostnað við að aðlagast auknum hita á jörðinni.  Þrátt fyrir þær þúsundir klukkustunda sem fóru í samningaviðræður um þessi málefni á tveggja ára tímabili, þá var ekki minnst á neitt þeirra í lokatextanum.
Í Cancún, ári seinna, þá tókst fulltrúunum á koma sér saman um að ríki þeirra vildu takmarka gróðurhúsaáhrifin, þe. tilheyrandi hækkandi hita (global warming) við tveggja celsíus gráða “hættumörk”. Nýleg ritgerð í vísindaritinu Nature hafði varað við að hækki hitinn um tvær gráður kynni hann að fara úr böndum og hækka stjórnlaust.  Ráðstefnan var blásin upp í fjölmiðlum sem “stórsigur”  (“suksess“) af því að Mexikönsku gestgjöfunum tókst að tryggja samstöðu um lykilatriði, þar á meðal fjármagn til að hjálpa fátækari löndum að aðlagast.  En það var ekkert samkomulag um hvernig mætti hindra auknar loftslagsbreytingar – ekkert skýrt samkomulag um takmörk kolefnislosunar sem vísindamenn eru sammála um að séu nauðsynleg.  Einsog frétt í The Economist greindi frá, þá tókst Cancún ráðstefnunni að bjarga loftslags samningum Sameinuðu Þjóðanna;  hvers virði hún var fyrir loftlagið er ekki jafn ljóst.
Ekki alls fyrir löngu, þá tilkynnti Umhverfis Prógram Sameinuðu Þjóðanna  (ath) að jafnvel þó ríki heims uppfylltu fyrirheit sín um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem lofað var í Kaupmannahöfn, þá myndi hitinn á jörðinni samt mjög líklega hækka umfram tveggja gráðu hættu-markið.  Handan við spádóma og loforð,  í veruleikanum í gufuhvolfi Jarðar þar sem raunverulega er hægt að mæla sigra og ósigra, þar hefur magn kolefnis í andrúmsloftinu haldið áfram að aukast einsog ekkert hafi í skorist.  Árið 1992 þegar í fyrsta sinn var fundað á alþjóðavettvangi um loftslagsbreytingar, þá var magn kolefnis í andrúmsloftinu 354 hlutar af miljón í rúmtaki. Árið 2010 var magnið nálægt því tíu prósentum hærra, sem sýnir meiri hækkunarhraða en nokkurn tíma áður.
Á efnahagssviðinu voru haldnar ótal viðræður hjá G8, G20, SÞ og í Basel-nefndinni, þar sem reynt var að komast að samkomulagi um ný viðmið og reglur til að koma í veg fyrir endurtekningu á hinu afdrifaríka efnahags hruni. Hvergi í öllu því sem kom út úr  yfirlýsingafargani, nefndageri, fjölda verkefnateyma og “varðhunda” sem fram á völlinn hafa skeiðað, er minnst á þá einu aðgerð, sem nánast allir óvilhallir og ótengdir greinendur, eru sammála um að myndi koma í veg fyrir að hrun yrði aftur: þ er að  að setja kröfur á mikið hærra hlutfalls milli kapítal og skulda (ATH)-. Og það var sannarlega ástæða fyrir fjarveru slíkrar tillögu.
Meðan hnattvæðing eykst hröðum skrefum, og spennan og álagið sem henni eru samfara verða æ augljósari, þá virðist ávinningurinn af henni aðallega lenda hjá litlum minnihluta: efsta eitt prósentið af mannfjölda Bandaríkjanna þénaði nálægt tuttugu og fimm prósentum af öllum tekjum, hæsta hlutfall síðan 1928. Tekjur miðstéttarinnar fara minnkandi, en framfærslukostnaður lækkar ekki.  Samtímis hefur afkoma þeirra fátækustu orðið verri.
Á heimsvísu lifir meira en miljarður manns á minna en bandaríkjadal á dag; tveir miljarðar lifa á aumum tveimur dölum á dag.  Og á meðan það virðist mörgum auðvelt að loka augunum fyrir eymdinni í Sómalíu og Bangladesh, þá vekur meiri furðu að eitt af hverjum fimm börnum sem eiga heima í New York eru háð matarmiðum til að lifa af. Samtímis njóta bankastjórar Goldman Sachs bónusa uppá 700.000 dali árlega og sölumenn í hedge funds halda einka partí sem kosta hundruð þúsunda dala.  Það var árið 2011, að leiðandi bankamenn lýstu því yfir að “ár afsökunarbeiðna” skyldi nú lokið, þá sýndi rannsókn að yfir sjö miljónir af fátækustu Bretunum höfðu misst heil tíu prósent af lífsviðurværi sínu á áratuginum þar á undan.  Einn af hverjum sjö Bandaríkjamönnum lifði í fátækt árið 2009, hæsta hlutfall þjóðarinnar í fimmtíu ár.  Í sumum hlutum Bandaríkjanna, þá hafa lífslíkur reyndar lækkað vegna fátæktar, þó heildarkostnaður fyrir heilbrigðisþjónustu sé hærri þar en nokkurs staðar annarsstaðar á byggðu bóli.
Nú þegar öll lönd heims, nema Norður Korea, hallast að kapitalistíska módelinu, þá vex ójöfnuður allstaðar, bæði milli landa og innan landanna. Í Kína hefur tilkoma frjálsra markaða bjargað hunduðum miljóna manns frá örbyrgð. En á sama tíma þá hefur hún búið til versta ójöfnuð í Asíu, fyrir utan Nepal, sem þartil nýlega var stýrt af einveldiskonungi: Opinberar tölur gefa vísbendingar um að eitt prósent kínverskra heimila eigi 40 – 60 prósenta af heildar eignum heimila þar í landi.  Á Indlandi, berja stjórnmálamenn sér á brjóst yfir hækkun vergrar þjóðarframleiðslu (GDP) og þeir ríkustu byggja sér skýjakljúfa fyrir miljarða dollara, en hundruð miljóna manns eru áfram í örbyrgð og vannæringu.  Kalóríu-inntaka fátækasta hluta þjóðarinnar hefur staðið í stað í meira en áratug og meira en helmingur af börnum Indlands undir fimm ára aldri þjást af næringarsjúkdómum og vanþroskuðum heila.  Jafnvel í því sem hefur verið álitið höfuðvígi jafnaðarins, á Norðurlöndum, þá hefur bilið milli ríkra og fátækra aukist hratt. Á heimsvísu þá hefur vaxið fram ný tilhneiging (trend) sem fáir hafa tekið eftir: Þegar ákveðinni þróun er náð, þá hagnast þeir á toppnum stórkostlega, þeir sem eru nálægt botninum fá það verra, meðan megnið af mannfjöldanum sendur nokkurn veginn í stað.
Það er því ekki að undra að þetta módel sé hafið til skýjanna af miklu sjálfsöryggi sem fyrirmyndarríkið af þeim sem hagnast mest á því.  Svo oft er lof þessa kerfis sungið að það hefur tekið á sig mynd siðakerfis, þar sem allt sem gert er í nafni kerfisins, hversu andstyggilegt sem það er, er réttlætt siðferðilega sem hluti af hinu nauðsynlega gangverki markaðarins.

Framtíðin býður uppá mynd, sem er ekki beint traustvekjandi, hún er af sífellt meiri samkeppni um markaði og þverrandi auðlindum.  Sú fantalega barátta sem háð er um hlutdeild á hinum alþjóðlegu mörkuðum er einsog að vera hlekkjaður við hlaupabretti sem fer æ hraðar, og hafa á sé stöðuga pressu um að lækka kostnað og finna upp nýjan varning, fangaður í endalausri örvæntingarfullri viðleitni að ná til sín nýjum viðskiptavinum, sem fyrir sitt leyti eru æ sjaldnar ánægðir, og hoppa frá vöru til vöru (einsog kannanir sýna) í leit að saðningu – fullnægju –  sem þeir finna aldrei.  Um leið og miljarðar manns gangur til liðs við vinnuafl heimsins, þá er ekkert starf öruggt, enginn iðnaður er traustur, engin starfsgrein er til, sem dag einn verður ekki hugsanlega útelt.
Meðan efnahagslegt öryggisleysi eykst, þá vex líka ekki síður lúmsk og viðvarandi hræðsla við stjórnmálalegt óöryggi og ofbeldi.  Einsog opinberir embættismenn Bandríkjastjórnar lýstu glaðbeittir yfir eftir ellefta september 2001, þá erum við í “langvarandi stríði” við alþjóðlega hryðjuverkamenn, og það stríða virðist bara vera að dragast á langinn.  Stríðið við Al Qaeda breiðist um lönd heimsins um leið og meinvörp samtakanna dreifa sér.  Innrásin í Afganistan – sem ég sjálfur færði rök fyrir einn góðan vetrarmorgun hjá Sameinuðu Þjóðunum – var réttlætt með að fjarlægja þyrfti ríkisstjórn sem purkunarlaust hafði skotið skjólshúsi yfir þá sem á okkur réðust. Þessi innrás hefur náð, ekki aðeins að framlengja borgarastyrjöldina í Afganistan, heldur líka valdið ójafnvægi, óöryggi og hrottalegu ofbeldi í landamærahéruðum Pakistans og reyndar inni í landinu líka.  Allar stærri borgir verða nú fyrir endurteknum sjálfsmorðsárásum með tilheyrandi skelfilegum limlestingum og dauða.
Í “heimalandinu”, Bandaríkjunum, þá hafa fundist ofbeldisfullir jihad-stríðsmenn, ekki bara meðal innflytjenda og ferðafólks, heldur í röðum landsmanna sjálfra: “Jihad-Jane” var kona kölluð, henni var snúið til öfganna í úthverfinu hennar í Philadelfíu; það var Amerískur herlæknir sem drap þrettán og særði þrjátíu við Fort Hood.  Þriðjungur allra sem ákærðir hafa verið fyrir hryðjuverk í Bandaríkjunum eru Bandarískir ríkisborgarar. Andstætt því sem haldið hefur verið fram, af þeim sem þykjast vita, að fátækt og erfið lífsbarátta sé gróðurmold hryðjuverka, þá komst sérfræðingur CIA, Marc Sageman að því í rannsókn sinni að af 172 Al Qaeda terroristum, þá væri meirihlutinn kominn úr millistétt og hástétt, vel menntaðir, kvæntir með börn og starfandi í hefðbundnum störfum  oft sem verkfræðingar, arkitektar, vísindamenn og læknar.  Í Bretlandi þá komu sjálfsmorðingjarnir,  sem drápu fimmtíu og sex manns og særðu fleiri hundruð í neðanjarðarlestum London þann 7 júlí 2005, ekki frá Sádí Arabíu heldur frá Dewsbury og Leeds.  Meðal þeirra sem reyndu að sprengja nagla-sprengju í næturklúbbi í London 2007 og drepa þannig fjölda manns, var hámenntaður opinber heilsugæslulæknir fæddur í Bretlandi.
Þökk sé útbreiðslu tækninnar – sem þarf ekki að vera flóknari en farsímar og tilbúinn áburður – og upplýsingum á Internetinu, þá er að núorðið einfalt fyrir lítinn hóp öfgamanna að drepa mikinn fjölda fólks. Í Japan, þá komst lögreglan að því að Aum Shinrikyo trúarhópurinn hafði getu til að framleiða hið banvæna taugagas sarin í úðaformi.  Hefðu þeir kosið að nota þá aðferð, þá hefði þessi öfga-hópur getað drepið mörg hundruð manns. Í staðinn, ákváðu þau að nota ekki eins eitrað vökvaform af efninu, en samt drápu þeir fjölda fólks og sköðuðu marga fleiri hræðilega.
Í Oklahoma, drápu þeir Terry Nichols og Timothy McVeigh fimm hundruð og særðu þúsundir með sprengju í sendibíl, sem kostaði innan við 5000 dollara að búa til.  Jemenski hluti Al Qaeda reyndi að sprengja pakkasprengur í flugvélum nokkurra flugfélaga árið 2010, en síðan tilkynntu þeir að “Opration Hemorrhage” eða Blæðing væi hluti af nýrri nálgun, þar sem í stað stórárása  væri vilji þeirra að orsaka “dauða með miljónum skurða” og héldu fram að “Til að fella Ameríku þá þurfum við ekki stórárás” og bættu því við að heildarkostnaður fyrir pakkasprengju tilræði væri bara 4200 bandaríkjadollarar, en að það “muni án ef kosta Ameríku og önnur Vesturlönd nýjar öryggisráðstafanir uppá marga miljarða dala. Þetta köllum við að hafa yfirhöndina.”
Einhversstaðar á milli 700,000 og 800,000 léttvopn eru framleidd á hverju ári og þessi vopn bætast við hið yfirgengilega vopnamagn sem þegar er í umferð, því mikið af vopnum eru í notkun í áratugi eftir að þau eru framleidd. Stríðsmenn Talibana bera AK-47 hríðskotariffla sem voru framleiddir á sjöunda áratuginum eða fyrr.  Lönd einsog Ástralía, Kanada og Bretland og Bandaríkin eru í hópi með Norður Kóreu, Kína og Rússlandi sem mestu framleiðendur þessara vopna, sem eru aðalverkfærin í stríðsátökum um allan heim.  Árlega nemur lögleg sala á líkum vopnum yfir 6 miljörðum dala.  Small Arms Survey telur að á heimsvísu séu í umferð nálægt 900 miljónir léttra vopna.  Sum þessara vopna eru gríðarlega tæknilega fullkomin: langskytturifflar sem geta drepið mann á rúmlega þriggja kílómetra færi; mannberanlegar eldflaugar sem geta skotið niður farþegaflugvélar;  sprengjur sem geta sökkt stórum hafskipum og ferjum.  Eiturlyfjasmyglarar í Mexikó hafa notað kafbáta og skriðdrekabana-eldflaugar í stríðum sín á milli og við yfirvöld.
Það er ekki bara hin sífellda hugsanlega nærvera vopna og hryðjuverka – hvað er í bakpoka mannsins sem situr í hinum enda járnbrautarvagnsins? – sem ógnar öryggistilfinningu okkar.  Í Bretlandi ber nærvera miljóna eftirlitsmyndavéla vitni um vantraust okkar hvers til annars.  Hátölurum hefur nú verið komið fyrir í sumum myndavélanna til að útvarpa siðaboðum til þeirra “andfélagslegu”.  Í sumum borgarkjörnum nota yfirvöld tæki sem skapa hávaða, þannig að þeir einu sem heyra hið ógnvekjandi og fráhrindandi ískur úr þessum tækjum eru ungt fólk og hundar, fólk sem er einsog rottur, fyrirfram merkt “vandræðagripir”. Lögreglan hefur byrjað að nota ómannaðar flugvélar með há-upplausnar myndavélum til að fylgjast með umferðinni og mannfólkinu og fyrirtæki reyna af fremsta megni að selja hernaðartækni sem verði tekin upp við löggæslu.
Sumir þessara ómönnuðu “gæsluaðila” eru útbúnir með hátölurum sem notaðir eru til að koma boðum til almennings.  Það hefur verið sagt frá því að  ómannaður farkostur kallaður “Reaper” frá Royal Air Force verði notaður til að fylgjast með ólympíuleikunum í London, en “Reaper” hefur áður verið notaður til að gera árásir á Afganska skæruliða.
Í Bandaríkjunum aftur á móti, þá fylgjast næstum fjögur þúsund andhryðjuverka-deildir innan alríkis og fylkja með íbúum landsins og þrjátíu þúsund opinberir starfsmenn eru í fullu starfi við að hlera símtöl fólks og fylgjast með öðrum samskiptum. Þannig verður til, einsog The Wasington Post hefur lýst, “nýtt stig af vantrausti yfirvalda” á borgurum landsins. Þúsundir Ameríkana eru skráðir í tröllaukinn gagnagrunn, þar á meðal fjöldinn allur, sem aldrei hefur gert neitt af sér.
En afskipti af þessu tagi gera þó lítið til að minnka þá augljósu spennu sem er víða í hinu opinbera rými né heldur að koma í veg fyrir tilviljunarkennt ofbeldi sem öðru hverju blossar upp. Kevin Tripp lenti í orðasennu við ókunnugan mann í röðinni við kassann í stórri matvöruverslun í Suður-London á árinu 2008. Ágreiningurinn ágerðist. Tripp var laminn í gólfið og fékk alvarlega höfuðáverka. Hann dó seinna á sjúkrahúsi. Í Baltemore í Bandaríkjunum árið 2010, drap maður annan mann með steinsteypuhnullungi í rifrildi útaf bílastæði.

Niðurstöður rannsókna sýna að samfélagslífi (community life) í Bandríkjunum og Bretlandi fer hrakandi. Þegar mældur er fjöldi þeirra sem á ákveðnu svæði eru einhleypir, þeir sem búa einir,  og þá sem búa á viðkomandi svæði í minna en eitt ár, þá sjá rannsakendur að öll samfélög á Bretlandi hafa minni “rótfestu” en þau höfðu þrjátíu árum fyrr.
Vísindamenn frá Sheffield Háskóla sem notuðu til samanburðar tölur úr manntali sem var tekið 1971, fundu mun hærra stig “rótleysis” og lakari löghlýðni (skrifaðar og óskrifaðar reglur)  í samfélögum nútímans.  Leiðtogi rannsóknarhópsins, prófessor Daniel Doring hafði þetta að segja um tölurnar “Jafnvel veikustu samfélögin 1971 voru sterkari á þessum sviðum en nokkurt samfélag er núna.”  Níutíu og sjö prósent þeirra samfélaga sem voru skoðuð í rannsókninni voru í meiri upplausn, voru orðin sundraðri, á síðustu þrem áratugum. “Þessi vaxandi tilhneiging kann að stafa af því að meiri líkur eru á hræðslu, sem stafar af því að við sjáum hvert annað minna og skiljum þar með líf hvers annars síður.”
Í Bandaríkjunum hefur þeim sem bjóða öðru fólki heim til sín fækkað á sama tíma (frá 1971) um 45 prósent.  Í klassískri rannsókn, sem kölluð hefur verið Einn í bowling, fann Robert Putnam vísbendingar um aukna upplausn og að samfélög verði í flestum tilfellum brotakenndari.  Þátttaka hefur minnkað í félögum (chapter based organizations) þar sem maður er meðlimur, fer á reglulega fundi og sinnir félagslegum verkefnum, einsog í Rotary, Lions, Oddfellowum eða skátunum, minnkunin nemur um helmingi á síðustu fimmtíu árum. Aðrar rannsóknir sýna – og á því þarf enginn að vera hissa – að Ameríkanar hafa orðið meira einmana.  Milli 1985 og 2004 þrefaldaðist sá fjöldi Bandaríkjamanna sem á sér engan trúnaðarvin.  Heimilum með bara öðru foreldrinu fjölgar og manntalsyfirvöld reikna með að 30 prósent fleiri Ameríkanar muni búa einir 2010 heldur en 1980.
Og einsog þessar tölur séu ekki nógu raunalegar, þá virðist einsog sjálfur grundvöllur lífs okkar sé ótraustari en áður fyrr. Mannkynið trúði í einfeldni sinni að náttúran yrði þæg og góð um leið og  búið væri að leggja hana undir sig. Rísandi yfirborð sjávar hefur þegar flæmt alla íbúa – endanlega – frá lágt liggjandi eyjum. Í Ástralíu, geysa skógareldar af aldrei fyrr séðum ofsa og éta upp heilu bæina.  Jafnvel þeir sem efast, geta ekki afneitað áður óþekktum dyntum í veðrinu – allt er heitara eða kaldara eða blautara eða vindasamara en áður var.  Þetta samræmist líka vel því sem vísindin hafa sagt fyrir um. Þessi óstöðugleiki ýtir undir sambandsleysi mannsins við umhverfi sitt. Í fyrsta skipti í sögu mannkyns dvelja nú fleiri manneskjur í borgum, en á landsbyggð.  Þessi skari borgarbúa kemst varla nokkurn tíma í tæri við það sem var hluti af daglegu lífi forfeðra þeirra, einsog tré, frískt loft, fuglasöng, þögn.  Lífum er lifað í æstum, hávaðasömum takti; fullnægja (fullfillment) er langt undan, mann dreymir um frið og að flýja lætin og stundum kaupir maður sér þennan lúksus, en fær of sjaldan að upplifa hann.
Þessi upptalning er svo niðurdrepandi að þegar þau eru lögð saman verða þessi vandamál að ókleifum klettavegg sem virðist án fót- eða handfestu. Freistingin er að slökkva bara, loka, flýja.
Auglýsingar hafa reyndar boðið uppá tælandi sýn af þessum flótta, endalaus boð um að yfirgefa argaþras hvunndagsins og ganga inná sólböðuð heiðalöndin: “Haldið áfram” (Go forth) segir ein gallabuxnaauglýsingin með hugfangandi mynd af ungum skyrtulausum manni innanum hátt gras sem bærist í vindinum.  Þessar myndir eru ekki bara að selja gallabuxur, heldur vilja þær leysa  tilvistarvandamál okkar, sem við reyndar viðurkennum sjálf, enda augljós: Allt þetta – velsæld nútímans, einskonar friður, einskonar frelsi – það er einfaldlega ekki nóg. Þráin eftir einhverju meiru sem dreyfir huganum, yfirgefur okkur aldrei alveg, hvað sem við kaupum mikið, hvað sem við förum oft í sumarfrí. Auglýsingarnar geta varla sagt þetta með skýrari hætti (Haldið áfram! Finndu sjálfan þig!   Veldu frelsið!) (Go Forth”  Find yourself!  Choose freedom!).  Samt er það aldrei alveg viðurkennt í þessari menningu okkar þar sem hinir stóru sannleikar, kapitalismi og lýðræði – eiga að hafa sigrað, og þeir eru hin sannfærandi, sannanlegu svör við öllum mótbárum, nema þeirri einni sem við getum ekki viðurkennt.
En í þessari tilvistarlegu kreppu, þá kemur hún í ljós, fyrsta haldlitla handfestan, á klettavegg hinna óviðráðanlegu vandamála.  Svarið við báðum kreppum reynist það sama. Og það er einfalt. Það felst í einu orði: virkni (agency). Virkni okkar sjálfra þegar atburðir gerast – tilfinningin að hafa stjórn – hana vantar sárlega við núverandi aðstæður í samfélögum okkar.  Að ná aftur virkni gerist aðeins með einni einfaldri aðferð: athöfn (action) Athafnir, að gera sjálfur, færa okkur aftur frumkvæði og stjórn á lífi okkar.  Og þetta er í hnotskurn hinn einfaldi kjarni þeirrar heimspeki, sem hér er í boði.  Okkur vantar stjórn á eigin lífi; við þurfum að taka hana aftur í okkar hendur.

Hinar ótrúlegu (landrekslegu/seismic/jarðskekjandi) breytingar, sem urðu á síðasta hluta tuttugustu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu, hafa þvingað fram dramatískar og stundum byltingarkenndar breytingar á næstum öllum sviðum mannlegs lífs – í efnahagsmálum, tækni, menningu – öllum nema einu, stjórnmálum.  Á þessu afar mikilvæga sviði þá hafa stofnanir og hættir eða ferli, sem formuðust á öðrum sögulegum tíma, haldist við lýði, jafnvel þegar getu- og gagnsleysi þeirra verður sífellt augljósara.  Reyndar, þá sannast áþreifanlega að þessar erfðu stofnanir og verkferli eiga erfiðara og erfiðara með að skilja, greina og fást við þau öfl sem nú eru að verki í heimi okkar.
(ath þennan kafla) Sárlega vantar líka fleira. Þeim skorti hafa margir lýst, en enginn hefur komið með tillögu um lausnir, nema meira af því sama – stjórnmál að hætti hússins: ámátleg hróp um sterkari “pólitískan vilja” til að fást við þetta vandamálið eða hitt; “eins máls” undirskriftasafnanir studdar af fræga fólkinu með hvatningu til eins eða fleiri kjörinna fulltrúa til að taka eina kreppuna fram fyrir aðra; yfirborðskenndar herferðir á netinu til að takast á við einhverja djúpa og eitraða plágu, einsog hungursneyð eða barnaþrælkun.  Sumir trúa að tækiframfarir einar og sér munu fela í sér  nægilegra byltingu til að allt verði betra, en á því sviði er augljóst að áhrif tækninnar eru  – tvíeggjuð oft bæði slæm og góð og þjóna einræðisríkjum jafn vel og lýðræðinu. Breytingin þarf að liggja í grundvellinum, undirstöðu samfélagsins.
Einn talandi vottur um stöðuna er aukinn fjöldi stjórnmálamanna sem lofa nú að “breyta stjórnmálunum” sjálfum.  Það var Obama 2008; í Bretlandi þá var það samsteypan Íhald/Frjálslyndir Demókratar sem lofaði að breyta sjálfu eðli kerfisins.  Í Ameríku koma loforðin um að breyta kerfinu nú síðast helst frá Te-boðs hreyfingunni, með kröfu þeirra “tökum aftur stjórn okkar” (“take back our government”).  Og ef að líkum lætur mun Verkamannaflokkurinn breski, eftir að hafa verið við stjórnvölinn í þrettán ár, þróa fram nýja staðhæfingu um að líka hann muni “breyta kerfinu” ef kjósendur gefi honum bara kost á því með því að kjósa hann.  Mynstrið er skýrt.  Stjórnmálamenn finna lyktina af gremjunni og verða að bregðast við henni, en þetta er dauðadæmd stétt. Með hverju kjörtímabili verður vonleysið um að nokkuð breytist meira, tölur sýna að kjósendur hoppa með atkvæðin sín á milli flokka oftar en nokkru sinni, meðan kosningaþátttaka snarfellur í öllum lýðræðisríkjum, þó með einstaka blossa uppávið einsog í deyjandi bálkesti.
Þessi bylting ristir jafn djúpt og hún er einföld. Vitnisburður og gögn benda nú til að sá aðili sem helst getur komið á breytingum sé – við sjálf.  Í einu vetfangi hefur þeirri hugmynd að einstaklingurinn sé einskis megnugur þegar vandamál heimsins eru annars vegar, verið snúið á haus. Í staðinn kemur í ljós að einstaklingurinn er öflug aflvél breytinga, og þetta felur í sér möguleikann á gríðarlegum afleiðingum fyrir stjórnmál á jörðini og, ekki síður, fyrir einstaklingana sjálfa.

Einu sinni trúði ég á hæfni og réttsýni upplýstrar landsstjórnar, svo ákaflega að ég fór í vinnu hjá einni slíkri. Ég var diplómat í bresku utanríkisþjónustunni, í stofnun og kerfi sem byggt var á þeirri djúpstæðu trú að þeir sem eru í opinberri þjónustu, einsog ég var, gætu skilið og verið dómbærir á heiminn fyrir hönd hins lakar upplýsta fjölda.  Ég trúi ekki á þetta lengur.  Þessi trúarmissir minn kom ekki til af því að mér snerist hugmyndafræðilegur hugur, heldur af eigin reynslu.
Í vinnu minni við mörg af þeim vandmálum heimsins sem mestar áhyggjur vekja, þar á meðal loftslagsbreytingar, hryðjuverk og stríðin í Afganistan og Irak (ég var ábyrgur fyrir báðum þeim málum í Sameinuðu Þjóðunum fyrir hönd Bretlands), þá varð mér smám saman ljóst að stjórnkerfið (government) var ófært, vegna eðlis síns, um að skilja og stjórna þeim öflum sem voru að verki, svo neinu nam.  Af hverju það var verður skýrara hér á eftir, en í stuttu máli sagt þá skildi ég hægt og treglega, þá grundvallar vöntun sem liggur í eðli stjórnkerfis einsog því þekkist nú um daga: stjórnkerfinu er ætlað að taka það sem er flókið – raunveruleikann – og breyta því í einfaldaðar yfirlýsingar og stefnumál, til að geta betur sannfært almenning um að það (stjórnkerfið) sé með allt í hendi sér – með allt á hreinu.   Fólk sem vinnur í stjórnkerfinu, stjórnmálamenn og embættismenn, eru hvorki vondir eða heimskir, þvert á móti; en samningurinn sem er á milli þjóðar og ríkisstjórnar þvingar þá til að halda einhverju fram sem engin skynsöm manneskja ætti að halda fram, nefnilega því að stjórnin – eða bara einhver! – geti skilið og sagt fyrir um ferli í yfirgengilega flóknum heimi nútímans, og stjórnmálamennirnir geti ráðið fram úr öllum málum fyrir okkar hönd.  Hver einasti stjórnmálamaður verður að halda því fram við kjósendur sína að hann geti túlkað heiminn og brugðist við, öllum til farsældar, rétt einsog þeir opinberu starfsmenn sem vinna fyrir þessa stjórnmálamenn verða að þykjast geta það líka.  Ég veit þetta af því að ég gerði það.
Ég sá hvernig ríkisstjórnir neyðast til að einfalda gróflega flókna átakastöðu, einsog til dæmis ástandið í Mið-Austurlöndum, þannig að það liti út einsog einföld átök milli okkar og þeirra, að þetta sé spurningin um öryggi versus ógn. Eins þurfa þessi yfirvöld að beina fjölbreyttum þörfum og vilja þjóða sinna í farvegi “hagsmuna”, sem í raun eru uppdiktaðir. Slíkt ferli er í eðli sínu fals og krefst þess að ríkisstjórnir og opinberir starfsmenn – einsog ég var – búi til sögur og stefnumál sem bjóða uppá einfaldar, augljósar og því iðulega einfaldaðar lausnir.  Þvínæst, til að réttlæta þessar sögur, verða starfmenn þessara stjórna að leita með logandi ljósi að staðreyndum sem passa við stefnuna, einmitt þveröfugt við það sem hefðbundin rökhugsun (empírísk hugsun) er – sem sé að byrja á því að skoða og rannsaka heiminn og bregðast síðan við á grundvelli þeirra niðurstaða sem fást. ( Ríkisstjórnir snúa þessu á haus.)
Ég tók glaður þátt í starfsemi af þessu tagi, skrifaði ræður og umræðupunkta, og rökstuddi í hörðum samningaviðræðum að Irak Saddams Husseins væri ógn, að það væri nauðsynlegt að steypa stjórn hans af stóli til að skapa stöðugleika og breiða út lýðræði í Mið-Austurlöndum.  Ég skrifaði sendiráðsskeyti um stöðu mála í Afganistan frá Kabúl sem var nýbúið að frelsa undan Talibönunum og útskýrði í þeim hvernig lýðræði “í Afgönskum stíl” mundi færa afgönsku þjóðinni frið og farsæld. Það var þægilegast á þeim tíma að líta framhjá þeirri raunverulegu stöðu að stór hluti Afganistan var enn ófrelsað og í  klóm Talibana og að hin lýðræðislega stjórn sem við kölluðum svo, var komið til valda af okkur sjálfum og var einsog við héldum að lýðræði ætti að líta út á þessum slóðum, en ekki endilega það sem fólkið á staðnum virkilega vildi sjálft.  Eftir fimmtán ár sem stjórnarerindreki, þá hafði ég náð mikilli færni í að skrifa skeyti og skýrslur og stefnupunkta sem staðfestu án afláts okkar útgáfu af atburðum, oft án þess að hafa til stuðnings nokkra þekkingu á því sem var í raun að gerast á jörðu niðri. Í þau fimm ár sem ég vann að málum Iraks steig ég aldrei fæti á Irakska grund, samt var ég kallaður “sérfræðingur” Bretastjórnar í málefnum Íraks hjá Sameinuðu Þjóðunum.  Ég var ekki einn um þessa fáfræði, né heldur þann hroka að fullyrða með sannfæringu hvað þarna væri að gerast og í hvaða átt það myndi þróast.   Það var síðan ekki fyrr en eftir langa, hæga og oft sársaukafulla íhugun að ég komst að mínum almennu niðurstöðum um inngróið síðleysi (amorality) og máttleysi stjórnvalda yfirleitt (government).
Ég sá stríðandi öfl að verki í heiminum og fann til síaukinnar gremju og pirrings með sjálfum mér vegna þess sem mér fannst vera getuleysi ríkisstjórna, og allra annarra reyndar líka, við að koma með nothæfar og sanngjarnar lausnir á vandamálum heimsins.  Meðan pólitískt ofbeldi breiddist út og bankakreppan skall á,  þá horfði ég upp á örvæntingarfulla stjórnmálamenn, sumir þeirra vinir mínir, þegar þeir reyndu að látast sem þeir gætu skilið, og gætu hamið þessi öfl – hryðjuverastarfsemi, skuggahliðar hnattvæðingar, hnignun náttúrunnar.  Ég fylgdist líka með þeim vaxandi reiðikór, sem sást þar sem fólk safnaðist saman og á Internetinu,  og krafðist athafna, breytinga, bara einhvers, með æ illskeyttara orðbragði, aldrei þó bjóðandi sjálfur uppá neinar lausnir handan við fordæmingu á sitjandi hjörð ömurlegra stjórnmálamanna.
Og ég velti fyrir mér beitingunum sjálfum, hvernig bæri að bregðast við þessu háa flækjustigi heimsins á einhvern þann hátt sem virkaði, sem gæti dugað til að einhver haldfesta næðist einhversstaðar á þessum þverhnípta klettavegg vandamálanna.  Og ég áttaði mig á því að það sem stjórnvöld vantaði líklega helst væri þetta: Með því að halda fram að þeir réðu við vandamál heimsins, þá hvetja þeir án þess að ætla sér það til aðgerðarleysis okkar og afskiptaleysis. Í þessu afskiptaleysi gerjast bræði og svekkelsi og það skapar hættu. Í líkamalausu nafnleysi internetsins eða síbylju fréttalesara og álitsgjafa og endalausum kröfum á stjórnvöld og stjórnmálamenn að ganga til verks –  gera eitthvað!  þá sá ég hvernig skoðanir okkar hafa orðið öfgafyllri, safnast út á kantana, firring okkar hvert frá öðru hefur aukist undir áhrifum frá auknum hreyfanleika fólks og rótleysi, hvorttveggja í boði efnahagskerfis nútímans.  Vandamálin eru alltaf vandamál annarra, það er aldrei okkar sjálfra að leysa þau.
Og samt eru það athafnir – og aðeins athafnir – sem fá einhverju breytt. Hvort sem um er að ræða sögu baráttunnar fyrir borgaralegum réttindum í Bandaríska suðrinu eða Fransk-Rússnesku stríðin, eða í nútíma rannsóknum félagsvísindamanna og netverka-fræðinga, þá endurtekur sami gamli sannleikurinn sig: Það eru athafnir / aðgerðir einstaklinga sem hafa mest áhrif á umhverfi þeirra og aðstæður og áhrifin flæða síðan áfram um allan heiminn. Hvort sem við erum að tala um saltgöngu Gandhis til að frelsa Indland frá nýlendustjórn eða hóp manna sem er að reyna að stöðva faraldur líkamsáraása í hverfinu sínu í New York. Það er sannfæring sem fær tjáningu sína í athöfnum, sem hefur mest áhrif á þá sem eru í kringum okkur, umhverfi okkar og reyndar velferð okkar sjálfra. Hrikaleiki þeirra vandamála sem steðja að heiminum – klettaveggurinn þverhnípti – og afl hnattvæðingarinnar, framkalla í fólki lamandi tilfinningu getuleysis og gremju.  En í rauninni er það þannig í heimi sem gagntengdari en nokkru sinni fyrr – þannig að við erum ekki nema nokkrum hlekkjum (músarsmellum) frá hverjum sem er – að það sem við gerum í okkar litla horni tilverunnar, það getur haft áhrif um alla jarðkringluna.
Sögur og hugmyndir verða notaðar í þessari bók: staðreyndir, rannsóknarniðurstöður og sögur sem saman lagðar gefa vísbendingu um róttæka heimspeki sem lýsir hvernig má skapa nýjan og betri heim, og tekst betur á við ástandið einsog það er heldur en sú léttúðuga og hættulega afstaða að við getum látið yfirvöldum eftir að bjarga málunum.  Þessi heimspeki gæti hugsanlega átt heima í þeim breiða flokki hugmynda sem kallast “anarkismi” / stjórnleysi, hugtak sem venja er að tengja við ofbeldi og fánýtishyggju (nihilism) – það sem er frekar á móti en með.  En bara það að vera á móti hvers slags yfirvaldi eða valdastrúktúrum er augljóslega ekki nóg, sem lausn. Þessi bók hefur jákvæðari sýn, sem kemur fram í vel skilgreindum prinsippum til að leiðbeina við athafnir og aðgerðir. Hún gerir ekki að tillögu sinni að steypa ríkistjórnum með ofbeldi heldur mun mildari tegund af byltingu sprottinni af sýn okkar á heiminn og hvernig við sjálf viljum bregðast við honum. Það skipti öllu að við breytum nálgun okkar: að við verðum sjálf, holdgerum sjálf, ef svo má segja, stjórnmálaskoðun okkar í hverju því sem við gerum.  Að breyta sjálfum sér kann að breyta öllum heiminum.  Mitt í allri móðunni og öllu blaðrinu þurfum við að enduruppgötva hvað það er sem við trúum virkilega á, og aðhafast síðan samkvæmt því. Og eftir þá breytingu er nauðsynlegt að við förum að semja hvert við annað í stað þess að láta fjarlægar stofnanir sjá um það.  Andstætt þeirri lömun sem einkennir löggjafarsamkundur nútímans, sem allt of oft stjórnast af hagsmunum hinna valdamiklu, en ekki almennings, þá hefur ákvarðanataka sem dreyft er á fólkið, líkt og hefur verið gert í New Orleans eða Brasilíu sýnt með einkar geðþekkum hætti kostina við samræður og sameiginlega ábyrgð allra málsaðila. Það sem fylgir er virðingin fyrir hvert öðru, fyrir staðreyndum, en umfram allt koma fram niðurstöður sem betra samkomulag er um, eru réttlátari og endast betur af því allir hafa fengið að koma að þeim.
Í heimi þar sem áhrif ríkisstjórna fara óhjákvæmilega minnkandi og önnur valdamikil öfl stíga inn á sviðið, sum velviljuð og önnur með illt í huga, þá eigum við ekki annan kost en að taka málin í okkar eigin hendur.  Ef við gerum það ekki, þá munu aðrir gera það, kannski skipulögð glæpastarfsemi einsog mafíur með alþjóðleg tengsl, alþjóðlegar hryðjuverkahreyfingar eða fjölþjóðlegar fyrirtækjasamsteypur og bankar með engin sjónarmið önnur en að græða peninga hvað sem það kostar.  Bók þessi bíður uppá nokkrar einfaldar ábendingar um í hverju slíkar aðgerðir gætu verið fólgnar – sannfæring, athöfn, samráð – með nokkrum uppörvandi sögum um hvernig þessi prinsipp hafa virkað áður. En þetta er ekki nein söguleg yfirferð, þetta er tilraun til að horfa á heiminn einsog hann í rauninni er, ekki einsog einhverjar ríkisstjórnir vilja halda fram að hann sé, og gera svo áætlun um hvernig við ætlum að bregðast við.  Hún er umfram allt einskonar stefnuskrá (manifesto) um hvernig maður bregst við – aðferð – ekki uppskrift að því hvað útkoman eigi að vera eða hverskonar fyrirmyndarríki eigi að rísa.  Engin bók býður uppá lausnir við öllum vandamálum, en þó eru allnokkrar uppástungur hér. Það er sem sé þetta hvernig sem er lykillinn, einsog við munum sjá, aðferðin er það sem máli skiptir – meðalið er tilgangurinn.  Með þessari aðferð má uppskera mikinn ávinning – ekki aðeins að sett markmið náist, heldur fæst samkennd, virðing fyrir samfélaginu og meðmanneskjum okkar og dýpri tilfinning okkar sjálfra fyrir fullnægu og tilgangi – þörfum sem eru nánast fullkomlega vanræktar í núverandi eftirsókn eftir efnislegum gæðum, status og frægð.  Þetta er auðmjúkt og mjög hagnýtt manifestó, þó að hugsjónir þess stefni hátt.
Í núverandi kreppu eru smávaxin en þó skær merki sem benda á leiðina fram á við. Fáir  þeirra sem verja núverandi ástand taka eftir þessum merkjum, en lærdómurinn sem við getum dregið af þessari nýju heimspeki er allt í kringum okkur, ef við ómökum okkur við að horfa. Þú finnur þessi fræði ekki í akademíunni, í háskóladeildum, í efnahagsspám hagfræðinganna eða í ræðum stjórnmálamanna.

(úr bókinni The Leaderless Revolution eftir Carne Ross)

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This