
Hið sanna lýðræði – hlutkesti

Fyrirbrigðið “atvinnustjórnmálamaður” sem okkur finnst yfirleitt eðlilegt nú á dögum hefði þótt fullkomlega út í hött og beinlínis fáránlegt í Aþenu á blómatíma hennar á fjórðu og fimmtu öld fk. og Aristóteles tengdi þetta við afar áhugaverða hugmynd um frelsið. “ Grunnurinn fyrir ríki þar sem lýðræði ríkir er frelsi (liberty)… Eitt grundvallarprinsipp lýðræðis er að allir stjórni og sé svo aftur stjórnað af öðrum.”
Í frelsinu felst að finna jafnvægi milli þess að ráða sjálfum sér og að vera trúr öðrum, milli þess að stjórna og vera stjórnað.
1) Síðan í fornöld hefur notkun hlutkestis verið mikils metið pólitíkst verkfæri í allmörgum ríkjum.
2) Í öllum tilfellum hefur verið um að ræða tiltölulega smá ríki, landfræðilega séð, borgríki (the city state, the civic republic) þar sem aðeins hluti íbúanna gat tekið þátt í landstjórninni.
3) Hlutkesti var helst notað á velmektar tímum fjárhagslega og menningarlega (td. Aþena á 4. og 5. öld fk. Feneyjar og Flórens á tíma Renesansins) .
4) Það voru ýmsar aðferðir og ferli notuð, en hlutkesti varð alltaf til þess að minnka átök og til að auka þáttöku borgaranna.
5) Hlutkesti var aldrei notað engöngu í bland við það var kosið til að tryggja sérstaka hæfni þegar þess þurfti (td. fjármál, hermál).
6) Ríki sem nýttu sér hlutkesti nutu iðulega margra alda friðar, stjórnmálalegs stöðugleika þrátt fyrir innbyrðis valdabaráttu sem stundum geysaði innan þeirra milli valdahópa, -ætta eða -klíka.