Fyrst yfir þröskuldinn

Fyrst yfir þröskuldinn
Munurinn á okkur hér og skandinövunum frændum okkar er að hjá þeim hefur fólk ekki þurft yfirvinnu til að lifa af í amk 50 ár. Og að öryggisnet er til staðar – velferðin sér til að allir hafa nauðþurftir fyrir eina vinnu – og líka ef þeir geta ekki unnið.
Það er ekki fyrr en við erum komin á þennan sama stað að við getum farið að tala um alvöru um samvinnu og samtal milli pólitískra afla. Blairismi og hægri kratismi er ofbeldi gagnvart þeim sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, að maður tali nú ekki um hægri mennskuna.
Lang mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að leiðrétta kjör þeirra lakast settu. Fyrr en það er gert verður ekki nógu margt með viti í íslenskum stjórnmálum.
Sem sagt byrja á að leiðrétta kjör þeirra sem lakast hafa það. Svo getum við talað saman.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This