EINSKONAR MANIFESTO

EINSKONAR MANIFESTO

(Ætti að duga sem stefna stjórnmálaflokks,  án viðbóta. Stjórnmálaflokks þar sem fólk sameinast um markmið en leyfir sér að hafa ólíkar skoðanir um leiðir að þeim.)

Æðsta markmið okkar er að efla manngildi hverrar manneskju

#  Saman myndum við samfélagið og við berum ábyrgð á sjálfum okkur hvert og eitt, en jafnframt því berum við líka ábyrgð hvert á öðru. Það er undirstaða góðs samfélags og grundvöllur lýðræðis.

# Samfélagi voru ber að sjá til að hverjum sínum minnsta borgara sé gert kleyft að fá grunnþörfum sínum fullnægt.

#  Fyrir hönd okkar allra ber samfélaginu (okkur) að stuðla að því að allir fái lifað verðugu lífi sínu með reisn og hafi næg tækifæri til að nýta hæfileika sína, sköðunarkraft og getu – meðal annars til að leggja gott til mála samfélagsins og hafa áhrif á það.

#  Við viljum samfélag sem líknar þeim og styður sem sem eiga undir högg að sækja í lífinu vegna vanheilsu eða erfiðra ytri aðstæðna. Það á ekki að eyðileggja efnahag neins að veikjast eða verða fyrir persónulegum áföllum. 

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This