Efling vs Borgin

Efling vs Borgin

Um kjaradeilur
Það er óþarfi að ræða allskonar tæknileg atriði í núverandi kjaradeilu. Hún snýst um eitt verulega einfalt grundvallar prinsipp.

Sum mál eru einfaldlega prinsippmál:
Pyntingar eru ekki leyfilegar
Dauðarefsing er ekki ásættanleg
Það er glæpur að beita ofbeldi, nema fyrir ríkisvaldið
Það má ekki keyra bíl á 100 km hraða á borgargötum.
og svo framvegis. Og framvegis.

Allskonar óþægindi geta hlotist af því að maður haldi sig við og virði þessi prinsipp. (Þafð getur verið freistandi að pynta hriðjuverkamann svo hann segi manni hvar sprengjan er. Það getur verið freistandi að keyra hratt ef maður hefur veikt barn í bílnum…) Annars þyrfti ekki einu sinni að ræða þau.
Eitt svona prinsipp á erfitt uppdráttar í síðkapitalistískum samfélögum einsog okkar. Það er prinsippið um að fólk eigi að gera lifað manansæmandi líifi á því að vinna fulla vinnu. (Hvað svo er mannsæmandi líf ákvarðast af því sem gildir í samfélaginu sem um er að ræða hverju sinni.)
Þannig er það með pyntingar – maður stunda ekki pyntingar – punktur!
Eins með að fólk geti lifað af fullri vinnu – þannig er það bara – punktur.
Ef það eru einhverjir hagsmunir (terrorismi eða höfrungahlaup) sem stangast á við þessi prinsipp þá finnur maður bara leiðir til að fást við þau vandamál, leiðir sem ekki brjóta grundvallar prinsippin.
Svo einfalt er það.

Deila Eflingar við Reykjavíkurborg snýst um prinsipp. Ófrávíkjanlegt prinsipp – fólk á að geta lifað af því að vinna fulla vinnu. Þar á maður að byrja. Lausn þessa ágreiningsefnis felst í að leysa þau hugsanlegu vandamál sem það hefur í för með sér að hafa og virða prinsipp.
Það er leysanlegt verkefni. Meira að segja ekkert sérlega erfitt ef fólk nennir að hugsa aðeins útfyrir kassann.

Ljósmynd með grein er frá Facebook síðu Eflingar.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This