Hvaða ábyrgð?

Hvaða ábyrgð?

Nú tala sumir stjórnmálamenn um að þeir verði að axla ábyrgð. Gott og vel, skoðum aðeins þetta með ábyrgð. 
Í hverju felst það, að axla ábyrgð? 
Hver er ábyrgðin? Hvaðan kemur hún? Gangvart hverjum ber maður ábyrgð?
En við erum sem sagt að tala um stjórnmálamenn, svo þá þarf maður að spyrja, hver er ábyrgð stjórnmálamanna? Og til að vita það þarf maður að svara af hverju til séu stjórnmálamenn?  Sem sagt, hver er tilgangur stjórnmálamanna og stjórnmálanna yfirleitt?
Er tilgangurinn að veita þjóðinni gott samfélag og setja henni réttlát lög?  Efla hag almennings alls?

Eða er tilgangurinn að standa vörð um hagsmuni ákveðinna hópa hverra atkvæði komu viðkomandi til valda og leyfa öðrum að éta það sem úti frýs eða hirða mylsnuna af gnægtaborðunum? Er hlutverk og skylda stjórnmálamanna kannski bara iðka stjórnmál einsog þau eru venjulega stunduð í samfélagi okkar og/eða nálægum löndum?
Er tilgangurinn efla hag flokksins síns – sjá til að hann fái atkvæði svo hann komist í næstu ríkisstjórn og fái ráðherra?  

Stundum sýnist áhorfanda að svo sé.

Segjum sem svo að i hinum besta af heimum sé enginn tilgangur annar fyrir stjórnmálin en að skapa og eftir atvikum viðhalda hinu góða samfélagi? – Allt hitt (flokkurinn, atkvæði, fjölmiðlaathygli…) sé bara til þess eins að útkoman verði á endanum fyrirmyndarsamfélag samkvæmt þeim lífsgildum sem viðkomandi stjórnmálamaður aðhyllist? 

Reynum í rólegheitum, fyrir okkur sjálf, að svara þessum spurningum:

Hvað felst í því að framsóknarmaðurinn axli ábyrgð?
Hvað felst í því að miðflokkamaðurinn axli ábyrgð?
Hvað felst í því að flokksmaður í Flokki Fólksins axli ábyrgð?
Hvað felst í því að viðreisnarþingmaðurinn axli ábyrgð?
Hvað felst í því að pírati axli ábyrgð?
Hvað felst í því að samfylkingarfólkið axli ábyrgð?
Hvað felst í því að Vinstri Grænir stjórnmálamenn axli ábyrgð?
Hvað felst í því að þingmaður Sjálfstæðisflokksins axli ábyrgð?

Hvaða ábyrgð vilt þú að sá sem þú kýst taki og beri?

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This