
Formáli: Leiðarvísir til hinnar Foringjalausu Byltingar

Turning and turning in the widening gyre
The falcon cannot hear the falconer;
Things fall apart; the centre cannot hold;
Mere anarchy is loosed upon the world,
The blood-dimmed tide is loosed, and everywhere
The ceremony of innocence is drowned;
The best lack all conviction, while the worst
Are full of passionate intensity.
(The Second Coming – Yeats)
Það er einsog málin gangi ekki fyrir sig einsog ráð var fyrir gert. Kerfið er bilað, brotið. Það átti að koma á skikki, koma röð og reglu á tilveru okkar, það efnir í staðinn til óreiðu. Við þurfum eitthvað nýtt.
Lok Kalda Stríðsins áttu að vera sönnun á sigri lýðræðisins og þar með stöðugleika. Hnattvæðingin átti að verða til þess fleyta öllum uppá eilíft rísandi öldu velmegunar. Sumir kölluðu það lok mannkynsögunnar (The End of History) en í mannkynssögunni hefur í staðinn opnast óvæntur nýr kafli sem enginn sá fyrir.
Um leið og hunduðir miljóna risu úr fátækt vegna markaða sem opnuðust í Kína og á Indlandi, þá hefur hnattvæðingin líka hrundið af stað ofsafengnum og stjórnlausum efnahags óstöðugleika. Trilljónir dollara færast sífellt frá einni hendinni til annarrar (frá skuldi til skuldar), stundum hraðar en manneskja getur stutt á lyklaborð – því það eru tölvuforrit / algoriþmar sem sjá um viðskiptin. Bankar og heilu þjóðlöndin fara á hausinn, nánast án þess að nokkurn grunaði hvað í vændum var. Samtímis, hefur gjáin á milli þeirra örfáu aðila sem eru moldríkir og allra hinna breikkað með miklum hraða, á öllum svæðum og í hverju einasta landi.
Gróðinn af þessu hagkerfi nútímans flæðir til örsmás minnihluta hinna ríkustu. Allir hinir – miðstéttin og þeir fátæku – hafa ekki séð neinar kjarabætur síðasta áratuginn eða svo. Og stöðnun þýðir í rauninni hnignun, því matar- og orkuverð hækka hraðar og hraðar vegna skorts á þessum nauðsynjum. Og fyrir þá sem heyra til neðstu 10 prósentunum, þá hafa tekjur dregist saman bæði tölulega og hvað kaupmátt varðar. Þó þetta fólk lifi í næstu götu við hina ríku í sömu borgum, þá verða hinir fátæku fátækari á meðan hinir ríku verða ríkari. Í New York borg er eitt af hverjum fimm börnum háð því að fá matarmiða (food stamps) til að lifa af.
Samkeppni í öllum atvinnugreinum og í viðskiptum hefur í för með sér að vinna og starfsferill, sem einu sinni þóttu öruggt val, eru það ekki lengur. Iðnaður sem staðið hefur og starfað í margar kynslóðir getur hrunið á fáeinum árum. Aðeins tvær stéttir geta nú hlakkað til öruggra eftirlaunaára og það eru þeir ríku og starfmenn hins opinbera.
Þau loforð sem kapítalisminn gefur virðast sífellt holari og innantómari. Þar sem hagsældinni er ójafnar deilt, þá skapar hann menningu sem hlúir að mörgu af því sem er verst í mannlegu eðli. Of mikið af þeirri vinnu sem býðst er niðurlægjandi og auðmýkjandi eða einfaldlega leiðinleg. Lífið gefur ekki mikla möguleika á tilgangi.
Í því kapphlaupi við að standa sig og ná endum saman, sem gerir fólk ekki bara úrvinda af þreytu, heldur er oft einsog útí hött, er ekki tími fyrir aðra, fyrir samfélagið sem virðist sífellt brotakenndara eða fyrir hnöttinn okkar sem verður æ eitraðri af gerðum okkar. Náttúran er að hverfa, eftir er bara það sem við gerðum úr henni. Einsog nýlega sagði í blaðinu Economist, að við lifum á tíma sem kallaður er Anthropocene = Jörðin formuð af manna höndum.
Þó við vitum svo afskaplega vel af þessum ömurlegu vandmálum, þá virðast engar sannfærandi lausnir í sjómáli. Fræga fólkið stendur fyrir einfeldningslegu “átaki” öðru hverju, og halda fram einhverri einfeldningslegri patentlausn, einsog að emeil til eins eða annars kjörins fulltrúa muni leysa vandmálið. Hver nýr árgangur af frambjóðendum býðst til að leysa vandmálið en fólk trúir þeim minna ár frá ári og reynda trúa þeir sjálfir, sýnist manni, æ minna á eigin fagurgala, enda finna þeir ókyrrðina sem sífellt magnast. Reyndar virðist stjórnmálastéttin í sífellt ríkara mæli verða hluti af vandmálinu frekar en lausnin. Jafnvel stjórnmálamenn kvarta núorðið undan “pólitíkusum”.
Í Bretlandi fárast stjórnmálamenn og fjölmiðlar yfir framferði fjölmiðla mógúlsins Rubert Murdoch, en vilja síður minna okkur á að báðir þessir aðilar voru á jötunni hjá Murdoch og það áratugum saman. Í Wasington valda endalaust og tilgangslaust karp stjórnmálamanna stórauknum skuldavanda Bandaríkjanna – og valda þar með öllum Bandaríkjamönnum, miklum búsifjum. (Svipaða sögu má segja af alþingi Íslendinga.)
“Wasington” er orðið samheiti við óheiðarlega flokkadrætti, rifrildi sem miðar ekki að lausnum og málþóf.
Létt er orðið að sjá í lýðræðiskerfum það sem enn auðséðara er í einræðisríkjum, nefnilega að valdið er einokað af hinum voldugu. Í bandríkjum eru lobbýíistar orðnir miklu fleiri en kjörnir fulltrúar (það eru núorðið fjöldi lobbýista fyrir lobbýista-iðnaðinn). Lög eru iðulega sett eingöngu til að stjórnmálaflokkar geti haft tekjur af fyrirtækjum og samsteypum. “Big business” gefur fjármuni til allra flokka, og passar sig vel a að eignin hagsmunir séu tryggðir hver sem verður ofaná í kosningunum. Því að eru enn peningar, sem vinna kosningar og það eru enn viðskiptasamsteypur sem skaffa megnið af aurunum.
Í “lánsfjárkreppunni” 2008 þá urðu óábyrg og ógagnsæ útlán banka og ónóg regluverk (sem miklir fjármunir höfðu vélað báða stóru flokkana til að gangast fyrir) til þess að fella fjármálakerfi heimsins varanlegum og valda alvarlegu skipbroti sem kom að sjálfsögðu harðast niður á þeim sem minnst mega sín. En þrátt fyrir þessar hörmunar virðist fátt benda til að vel virkar reglur (aðrar en sýndarreglur) verði settar, hvorki hnattrænt, né svæðisbundið. Um þetta eru hlutlausir sérfræðingar sammála.
Bankar róa að því öllum árum (lobbýa) í hverju landi fyrir sig að reglur verði ekki hertar og bera við samkeppnishæfni við önnur lönd. Þetta jafnvel þó að flestir stærstu bankarnir starfi á mörgum mörkuðum. Á alþjóðavettvangi er sama uppá teningnum einsog svo oft áður, ríkisstjórnir geta ekki orðið sammála um nokkurn hlut annan en minnsta mögulega samnefnara, og jafnvel þá, eiga þær í miklum erfiðleikum með að framfylgja sameiginlegum ákvörðunum. Þannig er það augljóslega með hinar svokölluðu Basel III reglur sem sagt er að hafi stjórn á bönkum. Á öðru ekki síður mikilvægu sviði skiptir engu að þúsundir funda hafi verið haldnir með þúsundum fulltrúa, það virðast engar líkur á að samkomulag náist um takmörkun á losun kolefnisefna í lofthjúpinn (hvað er fagheitið á þessu?).
Og ofaná allar þessar sönnur á getuleysi og reyndar spillingu, þá bætist vitneskjan um að hinir auðugu greiða sífellt minni skatt, hlutfallslega, heldur en þeir fátæku. Arður af fjárfestingum, einsog í vogunarsjóðum, ber mun lægri skatta prósentu en fólk þarf að borga af launavinnu sinni. Það er óneitanlega sláandi líka að umfjöllun um þetta grófa óréttlæti fer nánast aldrei nokkurn tíma fram í hinum lýðkjörnu löggjafarsamkomum.
Hvað er þá hægt að gera? Að kjósa einhvern annan í næstu kosningum virðist manni brjóstumkennanlega vanmektugt viðbragð – og það er það líka. Í Zuccotti Garði á Manhattan þar sem Occupy Wall Street hreyfingin hefur staðið fyrir mótmælum sínum, krefjast fáir nýrra stjórnmálamanna eða nýrra laga. Mótmælendurnir sýna í staðinn nýja leið, með mótmælunum og hvernig eðli þeirra er: rökræður og ákvarðanir, sem allir eru með í, menning samvinnu og samstöðu, þar sem allir deila eigin skoðunum og aðgerðum með hinum í hópnum. Og þarna trúir fólk því að það séu margar breytingar, ekki bara ein, sem eru nauðsynlegar til að bæta heiminn. Enginn telur sig eiga rétt a að leiða þessa baráttu: margar raddir vilja heyrast. En þó Occupy Wall Street sé hvasst reiðihróp sem bergmálar víða um Bandaríkin og reyndar víðar um heiminn, þá verða mótmælin sjálf ekki nóg.
Það sem þarf er í grunnin algerlega ný aðferð við að ganga til verks. Við verðum að hætta að líta til stjórnmálamanna sem við treystum ekki og vonast eftir breyting komi úr fjarlægum þingsölum þeirra. Alveg einsog að kalkúninn kýs ekki yfir sig þakkargjörðarhátíðina, eða rjúpan jólin, þá vilja þessar stofnanir ekki endurnýja sig eða leggja af. Við verðum að horfast í augu við þann sársaukafulla veruleika að við getum ekki lengur treyst á að stefna einhverrar ríkisstjórnar finni lausn á dýpstu og torleysanlegustu vandamálum okkar, einsog loftslagsvandmálum, ójöfnuði og félagslegri firringu. Við verðum í staðinn að finna hinar nauðsynlegu aðgerðir sjálf.
Það eru fjórar einfaldar hugmyndir sem eru grundvöllur Hinnar Foringjalausu Byltingar. Þær eru í sameiningu grunnur að algerlega nýrri nálgun til að standa að og starfa við okkar sameiginlegu mál.
Fyrsta atriðið er, að í þeim heimi sem er vaxinn fram á tuttugustu öldinni og sem er gagntengdur og gagnvirkur, þá hefur aðgerð eða athöfn einstaklings eða hóps möguleika á að hafa áhrif allt kerfið mjög hratt. Ímyndið ykkur heiminn einsog íþróttaleikvang þar sem einn einstaklingur getur startað “öldu” sem áður við er litið fer yfir allan mannfjöldann. Þeir valdamestu eru við hliðina á okkur og það er ekkert því til fyrirstöðu nema síður sé að við getum haft á þá áhrif. Sjálfsmorð sprengjumaður ræðst á óvini sína, fær aðra til fylgilags við sig allt með sama hræðilega verknaði: aðferð með slíkum áhrifamætti að hún hefur dreift sér frá Sri Lanka til Libanon, Irak og Afganistan, Bali, London og New York á fáeinum árum. En sama lexía er kennd með meira afli, með friðsamlegum aðgerðum, nokkuð sem sem Mahatma Gandhi færði sönnur á einsog þær ungu kvenhetjur, sumar ekki nafnkunnar, sem neituðu að fara aftast í strætisvagninn á sjötta og sjöunda áratuginum í Bandarísku Suðurríkjunum. Netverka kenning nútímans sýnir hvernig ein aðgerð /athöfn getur komið af stað keðjuverkun sem dreifir sér um allt heila kerfið. Ein manneskja verður að hóp, sem svo verður hreyfing; ein athöfn sem trúað er á og er endurtekin af öðrum veldur dramatískri breytingu á þeirri stöðu sem fyrir var.
Önnur lykilhugmynd er sú að það sé athöfn sem leiðir til sannfæringar, ekki orð. Nýjar rannsóknir sýna nú það sem góðir leikhúsleikstjórar hafa alltaf vitað: “Sýnið, ekki segja.” Athafnir þess fólks sem næst okkur stendur – og ekki aðgerðir ríkisstjórna eða skoðanir sérfræðinga – er það sem mest áhrif hefur. Þetta þýðir að bænaskrár á Internetinu eru ekki líklegar til að hafa nein grundvallaráhrif þó þær kunni að auka vellíðan þessi sem undir þær skrifa (sem kann reyndar að vera markmiðið). Á sama hátt má segja að samskiptamiðlar geti stuðlað að því að upplýsa og stærri hópa og hjálpa þeim að skipuleggja sig á hátt sem aldrei hefur verið mögulegur fyrr, en ef þessi skipulagning er ekki notuð með tilgangi – til að gera eitthvað – þá er hún ónýt.
Öfugt við að biðja einhvern eða kjósa einhvern til að gera, til að framkvæma, þá getur aðgerð komið beint að því vandamáli sem leysa þarf. Það er ákveðin lærdómur innifalinn í athöfn – þú þarft að læra eitthvað um vandamálið til að gera leyst það, því flest vandamál eru flókin. Þessi lærdómur er andstæðan við þeirri fáfræði og bernskun sem yfirvald og utanalkomandi forysta stuðlar að: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af smáatriðunum, vegna þess að við sjáum um það. Um leið gerir það út af við þá vanalegu hugmynd að venjulegt fólk sé á einhvern hátt óhæft til að taka skynsamlegar ákvarðanir um sínar eigin aðstæður. Sannað er að þarna er um að ræða hrokafulla villu hinna “ráðandi stétta” – fólk þekkir sínar eigin aðstæður betur en nokkur annar.
Þriðja lykilhugmyndin er um þátttöku og umræðu. Aftur er um einfalda hugmynd að ræða: ákvörðunartaka er betri þegar þeir sem verða fyrir mestum áhrifum af ákvörðuninni taka þátt í henni. Í núríkjandi módeli fyrir vestrænt fulltrúalýðræði, þá erum við vön þeirri hugmynd að stjórnmálamenn, kosnir af okkur, semji sig með mismundandi hagsmuni í farteskinu fram til samstöðu og stefnu. Í Wasington okkar daga þá er sárlega ljóst að það er andstæðan sem er að gerast og hægt er að horfa uppá daglega, á meðan stjórnmálaleg samstaða í kringum sosíal demókrarískt módel sem verið hefur ríkjandi í Evrópu er að brotna niður. Yst á hægri væng stjórnmálanna kemur æ skýrar fram sterkt pólitískt afl sem er viðbragð við ófyrirséðum breytingum, og iðulega ofbeldiskenndum sem birtast nú í heiminum. Á óvissutímum, þá eru falskar vonir gjarnan vaktar af þeim sem hátt hrópa um vissu sína og vit.
Í Brasilíu, Bretlandi og New Orleans eru að vaxa fram betri aðferðir til að ráða ráðum okkar í sameiningu, ( og það er ekki internetið eða á internetinu). Þetta minnir á lýðræði á fyrstu og hreinustu dögum þess – fólk safnast saman, til að taka sjálft raunverulegar ákvarðanir, ekki til að kjósa aðra til að taka ákvarðanir fyrir sig. Ekki heldur bara til að viðra sínar eigin pirruðu skoðanir á málfundum eða á veraldarvefnum. Þegar lobbýistar fylla almenningsfundi, sem hafa verið kallaðir “alþingi fólksins” og tekið þar upp ræðutíma og á raðstefnur um ýmis mál, þá býður þetta annarskonar þátttöku-lýðræði uppá eitthvað óvenjulegt en um leið alveg ótrúlegt.
Þegar mikill fjöldi fólks tekur ákvarðanir sjálfstætt og saman þá verður útkoman merkileg: Skoðanir allra koma til tals og heyrast, stefnan sem tekin er tekur sjónarmið allra með í reikninginn (einsog hver sú stefna verður að gera sem á að endast), og er því sanngjarnari. Staðreyndir, vísindalegar og aðrar njóta meiri virðingar en skoðanir. Ákvarðanataka byggir á meira gagnsæi (og því minna spillt), virðingu og einkennist minna af flokkadráttum. Fólkið sem stendur að ákvörðunum, það er líklegra til að standa við þær og með þeim. Meiri ábyrgð hjá fólki og traust í samfélaginu getur aðeins komið til með því að gefa fólkinu sjálfu þá ábyrgð að taka sínar eigin ákvarðanir. Ef þú gefur fólki ekki þessa ábyrgð, þá er hætt við að það hagi sér með óábyrgum hætti og stundum ofbeldisfullum. Sem betur fer gildir hið gagnstæða – ef þú gefur fólki vald og ábyrgð þá eru allar líkur a að það noti sér það viturlega og friðsamlega.
Þetta gefur í skyn fjórðu hugmyndina sem gegnsýrir rökstuðninginn fyrir hinn foringjalausu byltingu: sjálfræði (agency) – valdið til að ákveða sjálf það sem okkur varðar. Við erum búin að missa sjálfræðið. Við þurfum að taka það til okkar aftur. Ákvarðanir eru komnar of langt frá okkur og við höfum of lítið samband við þær ákvarðanir sem skipta okkur mestu máli; við erum ótengd, firrt, meðal annars hvert frá öðru. Þetta hefur átt þátt í dýpka leiða okkar á nútíma lífi: Til hvers er þetta allt? Hver er meiningin með öllu saman? Og í lausninni við þessari kreppu, sem er bæði persónuleg og pólitísk, þá kann eitthvað dýpri merkin að finnast.
Ef við tökum aftur sjálfstæðið, eigið forræði, og færum okkur nær því að stjórna og ráða okkar eigin málum, þá kann nokkuð annað að fylgja í kjölfarið: Kannski finnum við þá til lífsfyllingar og fullnægju, og kannski jafnvel tilgangi, sem oft virðist svo hverfull í lífi okkar nú um stundir.
Þessar fjórar hugmyndir mynda kjarnann í heimsspeki hinnar Foringjalausu Byltingar. Tileinkið ykkur þessar hugmyndir og umfram allt hagið ykkur samkvæmt þeim og þá mun margt breytast. Bókin er ætluð til leiðsagnar og ekki sem forskrift. Hún leggur fram aðferð til að standa að hlutunum og ganga til aðgerða, og segir ekki til um hvernig útkoman úr þessum aðgerðum eigi að verða. Það er fyrir alla – sem vinna í sameiningu – að ákveða, og engin einn einstaklingur látist vita það, allra síst rithöfundur sem pikar á lyklaborð kjöltutölvu. Enginn getur haldið því fram að hann viti hvað aðrir raunverulega vilja. Þessar þarfir og langanir – og draumar – þær er aðeins hægt að tjá með athöfunum, sameiginlegri ákvarðanatöku og samtölum við þá sem málin varða mest – líka þá sem kunna að vera ósammála. En þessi aðferð er kjarninn í nýrri tegund stjórnmála, reyndar nýrri aðferð við að lifa saman á þessari mannmörgu plánetu.
Hvernig ætli þessar aðferðir reynist svo þegar þær eru settar til verka? Jafnvel þó það séu háar hugmyndir sem þessi heimspeki sprettur frá og er hluti af, þá eru þau skref sem taka þarf til að koma henni í verk einföld: lítil skref, eitthvað sem allir geta gert, á hverjum degi.
Það er ekki heiglum hent að lifa í samræmi við þau lífsgildi sem þú setur þér. Fyrsta skrefið, og kannski það mikilvægasta er að komast að því hver lífsgildi þín eru. Slagorðið / kjörorðið : “Vertu sjálfur breytingin sem þú vilt sjá” er oft tengt umhverfishreyfingunni, en það á mun almennari skírskotun en svo. Á hinum einfaldasta vettvangi þá getur þú ekki búist við hinu stjórnmálalega markmiði “jöfnuður” ef þú beitir fólk misrétti og líður slíka framkomu við aðra. Fólk er ekki bara framleiðslueiningar (hagsældar-aukandi neytendur), einsog sumir hagfræðingar vilja lýsa þeim. Með því að breyta hegðun okkar og þar með þeim áhrifum sem við höfum á allt í kringum okkur, þá höfum við áhrif á aðra langt burtu, með undraverðu afli og hraða.
Einn grundvöllur hverrar aðferðar sem vill koma breytingum til leiðar er þessi: Hafðu samráð við við þá sem verða fyrir mestum áhrifum af breytingunni. Þeir sem þjást vegna vandamálsins (þú kannt að vera einn af þeim) munu vita mun meira um hinar ýmsu víddir málsins og líklegar lausnir. Fólk mun hafna harkalegum rökum; en það hafnar ógjarnan upplýstum áhuga. Þegar ég vann sem diplómat, þá varð ég fyrir báðum aðferðunum. Lesandinn mun fara nær um hvor hafði meiri áhrif.
Og það er mikilvægt, í öllu svona starfi, að hafna þeirri auðveldu skinhelgi sem felst í hinni svokölluðu Gullnu Reglu: Hún sýnir fullkomna sjálfsupphafningu ef ekki hroka – að við getum vitað hvað aðrir vilja eða þurfa. Vísdómsorðin ættu í staðinn að segja okkur að biðja aðra að segja okkur hvað þeir vilji, og að ganga ekki útfrá neinu fyrirfram. Fólkið veit alltaf, og nú um stundir, þökk sé netinu þá getum við heyrt raddir þess um allan heim, skýrar og með kröftugri hætti en nokkurn tíma fyrr. Ef einhver vafi er, byrjið þá á að spyrja þá sem þjást mest, eða einsog Karl Popper sagði, þá er er þjáningin, andstætt “hamingjunni”, óttalega auðveld að þekkja og mæla.
Þetta um einkahagina, hvað með vinnumarkaðinn?
Hér er ríkjandi fyrirkomulag einkafyrirtæki hvers megin tilgangur er hagnaður, að hámarka gróða. Hið viðkvæma og síkvika flæði “heitra peninga” frá veikum hlutabréfum til þeirra sem standa sig betur á hlutabréfamarkaði, það ákveðst yfirleitt af raunverulegri skammtíma frammistöðu eða spá um frammistöðu, þetta eykur áherslu á gróðann. Á sama tíma hefur náð fótfestu menning þar sem yfirmenn borga sjálfum sér meira en hundrað sinnum meira en meðal undirmaður þeirra fær í laun, stundum án tillits til frammistöðu yfirmannanna. Og opinber eign á fyrirtækjum hefur sannað sig að er skelfilega máttlaus valkostur. En það er til önnur aðferð við að reka atvinnustarfsemi, sem minna er minnst á.
Hugleiðið samvinnufyrirtæki, einsog bresku smásölukeðjuna John Lewis, sem dreifir eign, og dreifir stjórnunarvaldi innan fyrirtækisins. Allir hluthafendur (ekki bara “starfsmenn” eða “eigendur”) eiga hluta hagnaðinum og, takið eftir því, eiga hlut í ákvörðunum um framtíð fyrirtækisins. Mismundur á launagreiðslum milli yfirmanna og annarra starfsmanna er mun lægri, en í venjulegum einkafyrirtækjum. Samt hefur þetta fyrirtæki á samfelldri velgengi að fagna, skilað hagnað og vaxið ár frá ári á harðasta samkeppnismarkaði sem hugsast getur. Það er orðið næstum hundrað ára gamalt.
Svona starfsemi er ekki sett á legg með löggjöf frá stjórnvöldum, eða með óhjákvæmilegu gangverki markaðarins. Til hennar er stofnað með frjálsu vali eigendanna og stofnendanna – fólks sem valdið að fylgja og styðja öðruvísi aðferð við að gera hlutina, án þess að snúa baki við því frumkvöðlaafli sem er drifkraftur nýsköpunar og grósku. Það liggur í eðli og náttúru svona fyrirtækja að þau standa fyrir gildi önnur en gróðasækni, þau styðja og byggja upp gildi sem sjaldan eru nefnd í sömu andrá og nútíma fyrirtæki einsog jafnræði, samstöðu og þeirri fullnægju sem fylgir því að raunverulega hafa áhrif á umhverfi sitt – auk sjálfbærs fjárhagslegs stöðugleika.
Svo eru það bankarnir. Núverandi kerfi hvetur banka til að lána ábyrðarlaust á þennslutímum af því að þeir eru neyddir til að keppa í gróða og hlutabréfaverði, en vera keyptir upp ella. Traustara kerfi væri þar sem þeir ættu bankana sem leggðu peningana sína inn á reikninga í þeim, og þar sem boðin yrðu (mutualized loans) lán til viðskipavinanna, þar sem áhættunni væri dreift á gagnsæjan hátt. Það er engin ástæða til að þetta kerfi standist ekki og svona banki sé settur á stofn – reyndar eru nú þegar til margir svona bankar – en það þarf ákvörðun hugrakks hóps fólks til að taka fyrsta skrefið, og ákvörðun sparifjáreigenda til að verðlauna / umbuna fyrirtækjum sem rekin eru vegna annarra gilda en eingöngu gróðasjónarmiða. Þetta eru stjórnmál hinnar persónulegu aðgerðar: heima, með hvert öðru og á vinnustöðum sameinast stjórnmálaleg og félagsleg markmið okkar sjálfra öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Svo geta viðskiptavinirnir aftur verðlaunað þessi fyrirtæki með dollurunum sinum (eða hver nú myntin er). Það eru vefsíður sem bjóða uppá samkeppnishæfa valkosti til þeirrar voru sem þau fyrirtæki bjóða sem (mis-)nota starfsfólk sitt eða náttúruna. Viðskiptamenn geta meira að segja gengið svo langt að boykotta (= ) þá sem verst brjóta af sér einsog sparifjareigendur í einum Evrópskum banka til að mótmæla bónusum sem borgaðir voru stjórnendum eftir að ríkistjórnin hafði bjargað bankanum frá gjaldþroti með fjárframlögum (bónusarnir voru dregnir til baka og stjórn landsins bannaði þá fyrir alla banka sem fengu ríkisaðstoð). Þegar þú kaupir ertu að greiða atkvæði. Allar gjörðir verða pólitískar. Þannig var það reyndar alltaf.
Þessi einfalda aðferð aðgerðanna á líka við á heimsvísu. Á Internetinu er nú hægt að fylgjast með tilurð hreyfinga á netinu þar sem fólk sem á sér sameiginlegan málstað sameinast yfir landamæri til að gera eitthvað í málinu, ekki bara með aðferðum netsins heldur með aðgerðum. Við vitum öll með sjálfum okkur að það er ekki nóg að berjast bara á móti þjóðarmorði í Darfur eða mannsali með því að smella á hnapp.
Á fjórða áratugi liðinnar aldar ferðuðust fjörtíu þúsund erlendir sjálfboðaliðar til Spánar til að berjast gegn fasisma. Tíu þúsund komu aldrei þaðan aftur. Þetta voru tímar öfga en sýna hvernig einskonar verklömun færðist yfir á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Áherslan færist frá athöfnum til svokallaðra herferða, þar sem fólk á að skrifa undir eitthvað eða láta aura af hendi rakna með því að hringja í gjafanúmer. Og þetta hentar þeim sem hafa völdin ákaflega vel. Það hefur aldrei verið skýrar en nú að það sem skiptir einhverju máli og breytir einhverju, eru athafnir. Ef áhyggjur mans snýst um velferð flóttamanna frá fjarlægu stríði, þá skal maður veita þeim skjól. Hætta að skipta við þá sem hafa viðskipti við þann sem hefur brotið af sér. Byggja kerfi og bandalög samvinnu og aðgerða svo það sé ekki lengur nauðsynlegt að bíða eftir að svifaseinum viðbrögðum ríkisstjórna okkar sem, einsog ég veit vel sem diplómat, bregðast oft við gervi útreikningum á “hag ríkisins” ýta mannlegum þörfum til hliðar þegar meintur hagur ríkisins eða viðskiptalífsins er í húfi.
Enginn heldur því fram að það sé auðvelt að koma á laggirnar þessu nýju kerfum og aðferðum, en það er heldur ekki ómögulegt. Einsog nútímaútgáfa af Pangloss hjá Voltaire sem endalaust tönnlaðist á að “allt er í besta lagi í hinum besta af öllum hugsanlegum heimum” þá er búið að endurtaka það til leiða að núverandi ástand hlutanna sé óbreytanlegt og hvað sem öðru líður útilokað að betrumbæta. Við erum hvött til að trúa að enginn hafi getu til að breyta því. Þannig lömuð, þá erum við frosin í aðgerðaleysi. Þessi lömun hugsunarinnar er erfiðasta hindrunin sem við þurfum að sigrast á. Komumst við yfir hana, þá verður allt mögulegt.
Foringjalausa Byltingin krefst ekki að ríkistjórnum verði steypt af stóli með valdi, eða neins annars. Allt sem er þess virði að breyta, því er hægt að breyta án þess að beita ofbeldi; þetta ætti að vera blíð bylting sem notar afl sem er meira sannfærandi og langvarandi en nokkurt ofbeldi. Öfgafyllstu dæmin um villimannslega kúgun eða árás kunna að réttlæta ofbeldi og þá aðeins stöku sinnum og aðeins eftir að allir ekki-banvænir kostir einsog einangrun, boycott og skemmdarverk hafa verið nýtt til þrautar.
Foringjalausa Byltingin hvetur í staðinn til þess að búið sé til annað og betra kerfi, rólega, skref fyrir skref.
Valdið þarf að skækja aftur til þeirra sem eiga það með réttu – til þeirra sem hafa, þar til nú framselt það til annarra. Engin ríkisstjórn mun gefa út tilskipun þessa efnis. Enginn stjórnmálamaður mun viljugur lýsa yfir sínu eigin þýðingarleysi. En við þurfum ekki skipanir frá yfirvaldi til að taka stjórnina. Þetta getur tekist í litla lífinu alvega einsog á hinu stóra sviði.
Sjálf-skipulagning (self-organization) þarf ekki og ætti ekki að vera átakaferli. Byrjið þið bara að tala við nágranna ykkar. Finnið hluti sem ykkur, sameiginlega, finnst skipta máli og aðhafist svo. Finnið vettvang til samræðna sameiginleg mál, fjallið um þau með virðingu hvert fyrir öðru og þannig að allir sem vilja fái að vera með. Bjóðið öllum sem málið varða að taka þátt – og til að tala.
Þannig verður tekið mark á þessum nýju skipulagsform og þau ná verðugum vinsældum með almennri þátttöku í þeim. Brátt munu stjórnmálamenn byrja að vitna í og bugta sig fyrir þessum nýju formum funda og samstöðu, og dag einn kannski víkja til hliðar. Annað kerfi komið til sögunnar.
Það sama er mögulegt á vinnumarkaði. Einu sinni sáu verkalýðsfélög um að skipuleggja sameignleg átök og þau geta það enn ef þau leggja rækt við samstarf meðlimanna og eru lýðræðisleg – og ekki gerð útlæg. En þetta getur líka gerst óformlega og án formlegra félagasamtaka. Það getur byrjað með fáeinum manneskjum sem hittast vikulega yfir kaffi, en sem það byggist upp og fleiri koma til liðs, þá verða valdhafarnir að gefa því gaum. Alvöru vald verður ekki til með tilskipunum eða hótunum, heldur með því að virkja heiðarlegar og einlægar raddir og þær sameignlegu aðgerðir sem þær koma sér saman um. Þegar stutt er við slíka starfsemi, hún er óspillt og drifin áfram af raunverulegum hag fólksins þá verður krafturinn fyrr eða síðar ómótstæðilegur. Þannig verður valdið tekið aftur þangað sem það átti allaf rætur sínar.
Foringjalausa Byltingin gengur á hólm við þá hugmynd að valið standi á milli frjáls markaðar og stífra ríkisafskipta. Það er til betri aðferð, sem sér og nýtir kraftinn í ástríðu fólks og framtakssemi, en sýnir samt og gefur farveg fyrir þá djúpu mannlegu dyggð sem oft er minna talað um, nefnilega umhyggjuna um aðra, ábyrgðina sem fólk finnur fyrir gagnvart sameiginlegri farsæld allra og trúna á að það sem er mikilvægast í lífinu – samfélag manna, kærleikur, tilgangur, náungi okkar. Þessi lífsgæði er ekki hægt að kaupa, það þarf að vinna að þeim, sækjast eftir þeim og lifa þau.
En fyrst af öllu, áður en lengra er haldið þarf að sigrast á óttanum – ótta okkar hvert við annað, við að verða okkur til skammar eða mistakast og það sem erfiðast er að viðurkenna, óttann við þann mikla kraft sem í okkur býr og sem enn hefur ekki verið leystur úr læðingi. Það er þessi ótti sem yfirvaldið treystir á og spilar reyndar á: Bara við getum verndað þig. En sú staðhæfing er æ ótrúlegri á tímum þar sem við sjáum hnattræn öfl að verki, meira og minna stjórnlaus, hryðjuverkastarfsemi, loftslagbreytingar og hagrænn voði meðal dæma. Reyndar sýnast tilraunir einstakra ríksstjórna, jafnvel stórvelda, til að koma á röð og reglu með valdbeitingu eða lagasetningu, ekki aðeins bitlausar heldur auka þær oftar en ekki þann vanda sem þeim er ætlað að leysa. Og það sem verra er, þær hafa samfært okkur, sem í reynd höfum mesta valdið um að við séum máttlaus.
Það hefur verið þaggað niður í okkur með þeirri útbreiddu trú að það sé ekkert kerfi betra en núverandi vesturlenska kerfi með sínum gróða-drifna kapítalisma og fulltrúalýðræði, þegar það er í raun búið að taka lýðræði okkar til fanga af þeim sem mest eiga og mest græða. Við höfum verið hrædd til þægðar með sífelldri og háværri endurtekningu á því að ríkjandi ástand sé hátíndur mannlegra framfara. En staðreyndin er sú að með ójöfnuði sínum, hirðuleysi sínu um velferð jarðarinnar og skort sinn á mannúð gagnvart þeim sem minna mega sín, þá er það að mörgu leyti fulltrúi hins versta í mannkynssögunni. Þögn okkar leyfir þessari ósvinnu að halda áfram og þessu grundvallar óréttlæti að halda áfram. Og það er þessi þögn, sem nú þarf að rjúfa, með þúsund aðgerðum sem miða að því að byggja betri heim, þúsund aðgerðir sem sýna að það er til miklu miklu betri aðferð til að skipuleggja líf okkar og ákvarða hvað er okkur fyrir bestu. Þó að þær séu friðsamlegar, eru þetta byltingarkenndar athafnir.
Og með þessum athöfnum fáum við útsýni í nýja átt, þar sem möguleikar á að koma spennandi og innblásnum hlutum í verk heldur en er mögulegt með þeim hugsunarhætti, sem ríkt hefur fram að þessu. Hagvöxtur eða hagrænar framfarir aðrar eru ekki mælikvarði á okkur og líf okkar ekki frekar en að þrasandi pólitíkusar ættu að dæma um hæfni okkar til samvinnu. Við erum miklu meira en þetta. Og þennan möguleika er ekki hægt að skilgreina; það er bara hægt að koma honum í verk. Þessi bylting getur aðeins unnið sigur, meira að segja aðeins byrjað, án foringja: leidd af okkur – við stjórnvölinn, loksins.
(úr bókinni The Leaderless Revolution eftir Carne Ross)