Leikum hamfaraleikrið vel

Leikum hamfaraleikrið vel

Kannski er öll þessi corona-hystería bara ágætis mál. Að hamstra mat til að mæta væntanlegum hörmungum, minnka ferðalög í hópum og hætta að hittast á fjölmennum fundum, loka skólum og landamærum.
All þetta þýðir að við ættum að þrufa að læra að sýna náunganum og nágrannanum samstöðu í þrengingum. Svo getum við slakað á og farið í labbitúr einsömul eða með hundinn þegar veður leyfir. Um að gera. Og ekki gleyma: fara sparlega með klósettpappírinn.
Allt þetta er vel grundað, það hjálpar til að hægja á sýkingum og minnka þarmeð innstreymi á sjúkrastofnanir – þannig hafa þær möguleika á að anna því sem þarf að gera og yfirfyllast ekki með tilheyrandi hörmulegum afleiðingum. Nóg er víst fyrir af gömlu fólki á sjúkrahúsunum sem ekki á þar heima og er í mestri hættu vegna vírusins dularfulla. Dularfulla segi ég af því að við erum að þreyfa fyrir okkur einsog hálfblind – ástandið er fordæmalaust og við vitum ekki hvað kann að gerast.
Svo við skulum leika hamfaraleikritið, jafnvel þó að efasemdafólkið á neti og annarsstaðar sé sífellt að reyna að segja okkur að þetta sé ekki svo hættulegt – fáir muni deyja, þetta sé bara einsog hver önnur flensa og svo framvegis. Kannski hefur þetta fólk rétt fyrir sér, kannski ekki. En málið er að þó það hafi rétt fyrir sér og heimurinn sé hreint ekki að farast, þá er kannski ekki svo vitlaust að taka góða æfingu í því hvernig við eigum að hegða okkur þegar heimurinn er nær því að farast. Því að er ekkert sem segir að það muni ekki gerast. Áður en mjög langt um líður. Það er til dæmis ekki vitlaust að tileinka sér hugarfar varkárni, samstöðu og samhjálpar þegar við erum að glíma við hnattræn vandamál einsog hamfarahlýnun, sem varla fara annað en versnandi á komandi árum.
Þessi vírus hefur opinberað ýmsa veikleika í nútíma samfélögum og jarðarsamfélaginu: Kerfisveikleikar verða augljósir. Markaðir falla einsog dómínókubbar. Það brakar í innviðum.
Við erum að læra að við verðum að bæta okkur í því að bregðast við í sameiningu, vera samstíga þegar ógnir steðna að og óöryggi hótar mörgum meginstöðum samfélaga (heilbrigðismál, ferðamál, fjármál, atvinnustarfsemi) Það þarf að taka höndum saman til að standa vörð um þá samfélagsstrúktúra sem við alla jafna lítum á sem svo sjálfsagða að við sjáum varla þeir séu þarna.
Semsé: þó efasemdafólkið hafi rétt fyrir sér, þá hefur það samt rangt fyrir sér.
Svo ég segi eitthvað svipað Hanzi félagi minn – Leikum hamfaraleikritið vel – næst verður það kannski ekki leikrit.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This