Að lifa af launum sínum

Að lifa af launum sínum
Samtals bjó ég í Svíþjóð í tæp 20 ár. Kom þangað fyrst 1973.
Ég hitti aldrei mann þar eða konu sem ekki gat lifað mannsæmandi lífi af launum sínum. Á sumrin vann ég stundum í Stokkhólmi, til dæmis sem aðstoðarmaður á póstbíl.
Aldrei hitti ég manneskju sem vann yfirvinnu. (Ef frá eru taldir þeir, til dæmis í kvikmyndabransanum sem unnu kvöld eða helgar og fengu þá frí í staðinn seinna.)
Allar jöfnunaraðgerðir (barnabætur, húsnæðisbætur osfrv voru boðnar án þess að maður þyrfti að hafa frumkvæði að því að sækja um slíkt. Á allt þanniglagað var auðvitað ekki litið sem ölmusu einsog hér er gert, leynt og ljóst.
Frá því fyrir 1950 var það skilyrðislaus stefna socialdemokrata að fólk gæti lifað af daglaunum sínum. Um það var aldrei annað en samstaða allra flokka með þér þekkti best til. Markmiðinu var náð snemma og aldrei kvikað frá því (Veit ekki með hægsristjórnir í seinni tíð)
Íslendingar skulu ekki dirfast að tala um að hér ríki norrænt velferðarsamfélag, einsog komið er fram við láglaunafólk, öryrkja og eldi borgara.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This