
Enginn veit…

Þegar eitthvað er gert eða gerist fara atburðakeðjur og viðbragðakeðjur af stað sem útilokað er að sjá fyrir endann á. (kaótísk kerfi / complexity).
Nú eru meðal margra annarra tvö ferli í gangi sem getur verið gaman að spá í en er enganveginn hægt að sjá fyrir hvernig enda. Hið fyrra er samkeppnin um frambjóðanda demókrata í forsetakosningum westra. Útilokað er að vita hvernig það fer. Eins er ekki hægt að sjá fyrir hvað gerist ef einhver einn þeirra er valinn. Segjum Bernie Sanders – allir hinir frambjóðndurnir ráðast nú að honum og stóru fjölmiðlarnir vestanhafs virðast vilja koma í veg fyrir að hann verði valinn. Kannski gerist það sama og síðast (2016) að flokkurinn stoppi hann og sjái til að annar verði valinn – þá gæti það hæglega gerst að flokkurinn klofnaði og landslag bandaríksra stjórnmála beyttist þannig að það væri óþekkjanlegt eftir. Hvað ef hann verður valinn. Vinnur hann þá Trump? Hvernig forseti yrði hann? Getur hann staðið við stóru orðin? Ekki gat Obama gert það. – Möguleikarnir óendanlegir.
Hitt dæmið er innlent – hvað gerist með borgarstjórann og borgarstjórnarmeirihlutann, sem virðist algalerlega áveðinn í að borga láglaunafólki ekki laun sem þau geta lifað mannsæmandi lífi af? Hvað gerist með Samfylkinguna ef hún beytir sér ekki í þessu máli? Eða ef hún stendur við nafn sitt og gerir það sem skandinavískir kratar gerðu fyrir 1960 að sjá til að fólk gæti lifað af dagvinnunni sinni. Eða makkar hún með um að það sé náttúrulögmál að ekki sé hægt að borga bærileg lágmarkslaun, þá farist samfélagið í slysförum höfrunahlaups?
Mun í kjölfarið koma nýtt framboð frá verkalýðsheyfingunni? Mun Sósíalistaflokkurinn blása út? Eða axlar Samfylkingin sögulegt hlutverk sitt sem flokkur jafnaðarmanna? Hvaða áhrif hefur þetta svo allt á næstu stjórnarmyndum? Á örlög nýju stjórnarskrárinnar?
Svona má halda áfram að spyrja endalaust.
En við skulum allavega ekki halda að það séu einhver ljós tengsl á milli atburða og athafna annarsvegar og afleiðingunum hinsvegar. En tengl eru það samt.