
Hinar eitruðu málamiðlanir

Ef þú gerir málamiðlanir við þá sem klárlega ganga gegn þjóðarvilja í mörgum stórum þjóðþrifamálum, þá gerir þú málamiðlanir um lýðræðið. Lýðræðið verður samningsatriði.
Vegna þess að VG semur við D um auðlindamál, stjórnarskrá, skipun dómstóla og fleiri mál þar sem þjóðarviljinn er vel þekktur, þá gera þau núverandi ástand í þessum málum “eðlilegt” og þarmeð með vissum hætti þolanlegt.
Samtímis verður það verður samningsatriði að hve miklu leyti fólk getur lifað af launum sínum eða lífeyri. Er kannski í lagi að þúsundir manns hafi 60% af lágamarksframfærslu til að lifa af? Er það samningsatriði?
Samfélagssamningurinn er líka rifinn því stjórnmálastéttin telur sig ekki þurfa að efna það sem hver einasti flokkur lofaði fyrir kosningar. Þannig missir fólkið í landinu þá litlu trú sem það átti eftir á stjórnmálunum. Valdnýðingar rísa í hrynjandi samfélagi, undirmáls stjórnmálaöfl gera málamilanir og gefa valdnýðslunni lögmæti.
Það er sök sér að gera málamiðlanir um stefnumál, sem eru bara eigin flokks, en ekki mál sem sannarlega eru þjóðarvilji, eða allir hafa keppst hver við annan um að lofa fyrir kosningar. Það síðarnefnda er þjófnaður – flokkarnir gera samning við kjósandann, þeir segja ef þú kýst mig þá mun ég gera “þetta”. Kjósandinn kýs flokkinn en það hvarflar ekki að viðkomandi stjórnmálaflokki að standa við sinn hluta samningsins, þó samstarfsflokkar hans hafi líka lofað því sama.
Það dugar ekki að semja við þá sem gefa aldrei eftir, gefa ekki þumlung eftir.
Svona einsog ég skrifa hér hefur sumt stjórnmálafólk talað fyrir allar kosningar og svo “verið raunsætt” og “gert málamiðlanir” til að komast í ríkisstjórn. – Það er svik við lýðræðið og samfélagsleg skemdarstarfsemi.