Það er ekki lýðræði á Íslandi

Það er ekki lýðræði á Íslandi

Tíu stað­reyndir sem benda til þess að við ættum að hætta að berj­ast fyrir því að „efla“ lýð­ræðið á Íslandi og fara þess í stað að berj­ast fyrir að „fá“ lýð­ræði:

1. Fólk getur almennt aðeins kosið hverjir stýra land­inu okkar á fjög­urra ára fresti. Þrátt fyrir hátt ment­un­ar­stig og gríð­ar­lega útbreidda net­notkun er viska almenn­ings ekki/illa nýtt þess á milli. Með öðrum orðum kerfið er eins og það var þegar fólk þurfti að fara á hest­baki margar dag­leiðir til að þinga um lög lands­ins. Sam­fé­lagið lík­ist hins vegar þeim veru­leika ekk­ert.

2. Þegar fólk loks fær að kjósa má það ein­ungis velja stjórn­mála­flokka, ekki ein­stak­linga, og hafa kjós­endur gjarnan lítið um það að segja hverjir eru í fram­boði fyrir við­kom­andi flokka.

3. Þegar ein­stak­lingar eru kjörnir á þing ganga þeir inn í kerfi sem er afar ógegn­sætt. Þeir hafa verið kjörnir til að setja land­inu lög en lögin eru þó ekki skrifuð á Alþingi.

4. Þeir flokkar sem lengst hafa verið við völd þekkja kerfið á þing­inu mun betur en nýrri flokkar og hafa því óhóf­lega mikil völd inn á þessum vinnu­stað sem er ekki í sam­ræmi við hlut­fall kjós­enda sem völdu téða flokka.

5. Bar­átta kjör­inna full­trúa fer að miklu leyti í það að reyna að ná end­ur­kjöri fyrir sig/s­inn flokk. Þannig fer vinnan að of miklu leyti að snú­ast um vin­sældir og skoð­ana­kann­anir á kostnað heild­ar- og lang­tíma­sýnar fyrir þjóð­fé­lagið í heild.

6. Lögin eru sem fyrr segir ekki skrifuð af Alþingi því þar er ekki nægi­lega mikið af starf­andi sér­fræð­ingum til að veita þing­mönnum aðstoð. Í stað­inn fá ráðu­neytin þetta verk­efni þó þau séu ekki lög­gjaf­inn. Þar er hins vegar heldur ekki nægi­lega mikið af starf­andi sér­fræð­ingum svo þetta endar gjarnan í hönd­unum á einka­aðlum á borð við lög­fræði­stofur sem fá ríku­lega greitt fyrir að skrifa laga­frum­vörp sem engin kaus þær til að skrifa (sjá hér ummæli Við­skipta­ráð sem hreykti sér af því á ein­hverjum tíma­punkti að fá 98% af þeim lögum sem ráðið skrif­aði sam­þykkt af Alþing­i). Eftir að fyrstu drög að laga­frum­vörpum eru komin fram er afar erfitt að gera á þeim grund­vall­ar­breyt­ingar svo vinna Alþingis fer að snú­ast um smá­vægi­legar breyt­ingar og að slökkva elda en ekki að móta heild­ar­sýn og stefnu lög­gjaf­ar­innar í land­inu.

7. Upp­lýs­ingar sem almenn­ingur kostar eru almennt ekki aðgengi­legar sem þýðir að ekki er hægt að veita þeim sem fara með völdin almenni­legt aðhald, hvorki af hálfu fjöl­miðla né almenn­ings. Í skjóli þess­arar óskilj­an­legu leynd­ar­hyggju þrífst aug­ljós spill­ing.

8. Vegna lág­marks­þrösk­ulda falla fjöl­mörg atkvæði dauð í hverjum kosn­ingum sem þýðir að þús­undir kjós­enda fá engan full­trúa á þing. Auk þess vega atkvæði í land­inu ekki jafnt sem þýðir að nið­ur­stöður end­ur­spegla ekki vilja lýðs­ins á jafn­rétt­is­grund­velli.

9. Þrátt fyrir eið að stjórn­ar­skrá um að fylgja eigin sann­fær­ingu er nær und­an­tekn­ing­ar­laust að þing­menn greiða atkvæði eftir flokkslínum (sjá hér t.d. ummæli Brynjars Níels­sonar um að „kyngja ælunni“ þegar hann greiddi atkvæði með jafn­rétt­islög­gjöf). Þetta þýðir að lýð­ræði á Alþingi er í raun bara meiri­hlutaræði sitj­andi rík­is­stjórnar að öllu jafna en ekki staður þar sem greitt er atkvæði um hvert mál með hlut­lausum hætti út frá sann­fær­ingu við­staddra.

10. Þegar almenn­ingur er spurður álits í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu (sem hefur aðeins gerst átta sinnum í sögu Íslands) láta kjörnir full­trúar eins og þeim beri ekki endi­lega skylda til að lúta nið­ur­stöðu lýðs­ins, jafn­vel þó málið snú­ist um sjálf grund­vall­ar­lögin sem eru til þess fallin að tempra og skil­greina völd þeirra sjálfra.

Að þessu sögðu legg ég til að við hefjum bar­áttu fyrir lýð­ræði á Íslandi við höfum það nefni­lega ekki í raun.

About The Author

Safn

Share This