Fjársjóðurinn lýðræði.

Fjársjóðurinn lýðræði.

Dæmisaga:
Einu sinni var bóndi í fjarlægu landi fyrir löngu síðan. Hann átti tvo syni. Þegar hann lá á banabeði kallaði hann synina til sín og sagði þeim að hann hefði grafið niður fjársjóð á landareign sinni, þeirri sem þeir nú myndu nú brátt erfa. Áður en hann náði að segja þeim hvar hann hefði grafið fjársjóðinn dó hann.
Synirnir ákváðu að finna fjársjóðinn. Þeir tóku báðir til við að grafa skipulega í hið frekar hrörlega land sem faðirinn hafði arfleitt þá að. Þeir grófu og grófu viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, en aldrei fundu þeir féð.
Aftur á móti tóku þeir eftir því að þar sem þeir höfðu grafið og rótað, þar uxu nú allir jarðarinnar ávextir miklu miklu metur en áður hefði verið svo uppskeran þegar hún kom hafði aldrei verið ríkulegri.
Sensmóral eða túlkun:
Fjársjóður okkar er lýðræðið. Við finnum það aldrei alveg, en því meira sem við leitum að því, og gröfum eftir því, þeim mun betra samfélag eignumst við.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This