
Að dæma fólk…

Ég þekki fólk persónulega sem lætur einsog það sé í lagi og bara nokkuð sniðugt að slá um sig með skoðunum sem eru hálffasískar eða þaðanaf verri. Því finnst dyggð að vera með slíkar fullyrðingar útí loftið og hálfkveðnar vísur og ef einhver hermir þetta uppá viðkomandi og útlistar alvöruna í slíku tali, þá halda þeir opinni þeirri flóttaleið að þeir hafi nú bara verið að grínast.
Kunningjarnir segja: blessaður taktu ekki mark á hnum, hann er bara að spauga.
Við erum að tala um fullyrðingar einsog þær að:
Að þetta flóttafólk eigi bara að halda sig heima hjá sér. Konur eigi bara að halda í eldhúsinu og svefnherberginu. ‘
eða að Donald Trump sé frið- og sannleikselskandi sómamaður.
eða, að það eina sem þessa feminista vanti er að fá almennilega að ríða.
eða að almenn byssueign sé besta vörnin við hryðjuverkum
eða að allir múslimar séu hryðjuverkamenn eða annað þviumlíkt.
Árið 2005 kom Natan Poe fram með það sem síðan hefur verið kallað lögmál Poes (Poe’s law) Það er svona:
“Það er útilokað að búa til paródíu úr öfgaskoðunum og ætlast til að hún sé ekki tekin sem öfgaskoðun ef það er ekki gert algerlega skýrt og það sé yfirlýst að um grín eða satíru sé að ræða. (e: Without a blatant display of humor, it is impossible to create a parody of extremism or fundamentalism that someone won’t mistake for the real thing.)
Einhver einfaldaði það á þessa leið:
Any sufficiently advanced consequentialism is indistinguishable from its own parody.
———
Svo var einhver annar sem sagði þetta:
“Það er í rauninni ekki hægt að ásaka einstakar manneskjur um nokkurn skapaðan hlut. Allur móralistmi og siðapredikanir eru merkingarlausar og út í hött. Þetta má líta á sem róttæka ákvörðun um að samþykkja manneskjur nákvæmlega einsog þær eru… meðborgaraleg, ópersónuleg og rökrétt tilmæli um að við elskum náunga okkar.” (“Individual people cannot really be blamed for anything. All moralism is meaningless. This translates to a radical acceptance of people as they are…a civic, impersonal and secular bid to love thy neighbor.” -HF)
Hver sagði að lífið væri einfalt.