
Að berjast fyrir óvissu…

Þó að augljóst virðist hvert þróunin leiðir á mikilvægum sviðum, í hvaða áttir leiðin liggur í meginatriðum, þá er það hreint ekki það sama og að segja að þetta eða hitt muni örugglega gerast. Það er engin vissa fyrir neinu slíku, ekkert sem tryggir ákveðna útkomu.
En þessi staðreynd þýðir bara að meðvituð og markviss þátttaka okkar fyrir jákvæðri eigin þróun samfélagsins er enn mikilvægari. Þetta er hið þverstæðukennda samband sem við þurfum að skilja og vinna með: Það sem er í spilunum gerist og verður að raunveruleika að stórum hluta til af því að við sjáum möguleikana fyrir, bregðumst við þeim og látum þá enduspeglast í athöfnum okkar.
Við getum, með öðrum orðum, lesið af gaumgæfni í átakafleiti og vendipunkta sögunnar, séð hvaða tilhneigingar eru fyrir hendi og verið trúir lóðsar og leiðsögumenn í brimróti og stormum hennar. Án þess að vita með vissu hvert ferðinni er heitið. Við þurfum að vera opin fyrir því hvað muni raunverulega gerast og hvar lendingin verður og ekki trúlofa okkur ákveðinni leið eða lausn. Það sem skiptir máli er að þau okkar sem best sjá og skilja hvað getur gerst, hafa einnig mestu möguleikana á að hafa áhrif á hvað mun gerast. Hvað sem það nú verður. (Hanzi minnti mig á þetta)