
Samtíningur

Ef framtíðin og hvernig hún verður byggir á hver ég er og hvað ég geri, hver væri ég þá? og hvað myndi ég gera?
The way to build a complex system that works is to build it from very simple systems that work. – Kevin Kelly
Ekki velja hræðsluna
Það eru alltaf til þúsund ástæður til að hræðast. Þær breyta um gerfi frá einum tíma til annars. Fólk velur sér sínar hræðslur. Er hræðslan við kjarnorkustyrjöld, eyðingu jarðar vegna loftslagsbreytinga, eða er hræðslan við að verða fyrir árás á götu úti, að flugvélin manns hrapi, að barnið mann lendi í vondum félagsskap með tilheyrandi afleiðingum… Ástæðurnar til að hræðast verða ævinlega fyrir hendi – heimurinn verður aldrei án tilefna til að hræðast. Raunverulegra tilefna. En við höfum val – við þurfum ekki að vera fórnarlömb og leiksoppar. Við erum gerendur í lífi okkar, líka á þessu sviði.
Við þurfum að gera okkur grein fyrir að við höfum sjálf valið hræðsluna.
Við megum ekki vera hrædd við að láta hræðsluna víkja. Við getum farið í gegnum hana, og útúr henni. Látið hana lönd og leið og bara glaðst yfir að vera til. Það er ekki lífslygi. Það er mikilu nær sannleikanum um tilveruna en hræðslan.
Má ekki græða á góðmennsku?
Athyglisvert: Fólk hefur skömm á því að einhver þéni mikla peninga á því að hjálpa öðru fólki.
Það er aftur í fínu lagi að fólk græði stórlega á starfi sem hjálpar ekki öðru fólki.
Þannig er í lagi að maður sem býr til ofbeldisfulla tölvuleiki fyrir börn og unglinga græði miljarða á hverju ári. En við fyrirlítum mann sem stjórnar hjálparsamtökum eða verkalýðsfélagi og þénar meira en miljón á mánuði.
—
gildin sem stjórna okkur
Við viljum öll laga okkur, bæta okkur. En á hvaða hátt? Hvaða þættir það eru í okkur sjálfum og lífi okkar, sem við viljum bæta, fer eftir þeim áherslum, sem eru ríkjandi í umhverfi okkar.
Við erum að sjálfsögðu mótuð og í sífelldri mótun af umhverfi okkar, hversu sjálfstæð sem við teljum okkur vera.
Leggi samfélagið mikla áherslu á afrek, framleiðni, peninga, metorð og þannig hluti þá reynum við að skara framúr öðrum, vera duglegust, þéna mikið af peningum og verða fræg. Okkur mun takast það misvel. Lifum við aftur á móti í samfélagi, sem leggur áherslu á samveru, samhjálp, frið og kyrrð og samveru með fjölskyldu og vinum, þá munum við leggja okkur fram um að ná meiri árangri á þessum sviðum. Okkur mun takast það misvel.
Nú eru engin samfélög hreinræktuð í þeim skilningi að þessir tveir gildapakkar séu einir við völd, en samt er munur á samfélögum í þessum skilningi. Hvað finnst okkur æskilegt, hver eru okkar gildi?
Hvað er modernity?
Það hugarfar sem hefur verið ríkjandi frá um það bil 1850 framyfir miðja 20 öld og er nú að leysast af hólmi af póstmódernisma sem aftur er að víkja eða mun víkja fyrir … (meira um það seinna)
Modernity
(rætur á 13 öld með Renaissance – fær byr á seinni hluta 17 aldar)
Samanstendur af þremur þáttum
1 Vísindi og vísindarannskóknir byrja að lúta rökrænum (en ekki trúarlegum eða andlegum) lögmálum – sem setti tækniþróun á fulla ferð.
2 Lýðræðisvæðing stjórnmálanna – sem ma. þýddi aukin mannréttindi.
3 Framleiðsla og fjármál urðu hagræn umfram allt annað – sem þýddi ma. aflétting viðskiptahindrana milli einstaklinga hópa og landsvæða og þannig aukin viðskipti.
Þessir þrír þættir eru samtvinnaðir og undirstaða vestrænnar menningar einsog við þekkjum hana.
Hver vil ég vera?
Ef ég get haft áhrif á framtíðina með því hver ég er og hvað ég geri, hver vil ég þá vera og hvað vil ég gera?
Það er reyndar spurning sem kemur þarna á undan, hún er: Hvað á ég við með framtíðin? Er það bara minn eigin hagur eða hagur fjölskyldunnar? Er það hagur minna líka? eða þeirra sem minna mega sín? eða heimaborgarinnar? landsins míns? eða mannkyns alls? eða…
Hver vil ég vera? Hvað vil ég gera?
Hvað vitum við um heiminn?
Við (mannkynið) vitum um þessar mundir sennilega um einn miljarðasta hluta úr einum miljarðasta úr einu prósenti af allri vitneskju, sem hugsanlegt er að vita um alheiminn og hvað þar er á seyði.
Samt vitum við amk 200 sinnum meira en við vissum fyrir 100 árum síðan og þekking okkar vex með síauknum hraða.
En kannski væri rétt að sýna smá auðmýkt, frekar en að þykjast vita alla skapaða hluti, halda fram að ekkert sé til annað en það sem vísindin hafa mælt og atyrða aðra fyrir að sjá hlutna öðrum augum.
Hvernig verður maður að gagni
Oft velti ég fyrir mér hvaða máli ein manneskja getur skipt fyrir heiminn. Við lítum innávið og efumst um að við séum fær um að vera hetjur eða mikilmenni. En sannleikurinn er sá að í hvert sinn sem við látum til okkar taka í stóru eða smáu þá höfum við áhrif. Hvaða lítil viðvik sem það er sem við gerum þá hefur það áhrif á fólkið í umhverfi okkar. Sérhvert val okkar sendur gárur út í tilveruna. Minnsta vinsamleg gjörð okkar getur orsakað keðjuverkun af ófyrirsjáanlegum góðum afleiðingum fyrir fólk sem við höfum aldrei hitt. Kannski munum við aldrei sjá þessar afleiðingar en þær verða samt sem áður.
Ljósfælnir lögmenn
Dómarar í Landsdómi virðast ekki vilja hafa samband, eða tengsl eða eða vera í synki við samfélagið. Þvert á móti telja þeir það til dyggða sinna að taka ekkert mark á eða mið af öðru en lögunum. Þannig eru þeir stoltir af að halda upplýsingum frá þjóðinni með því að banna útsendingar frá Landsdómi, þrátt fyrir að báðir málsaðilar hafi samþykkt það og að þetta sé vanalegt víða í okkar heimshluta, ekki síst þegar í hlut eiga mál sem varða þjóðina alla beinlínis, einsog í þessu tilfelli. Lögfræðingar á Íslandi (auðvitað með einhverjum undantekningum) vilja bara einblína á lögin, en ekki fara eftir “loðnum hlutum” einsog anda laganna eða mannréttindasáttmálum sem landið á aðild að. Þeir líta ekki til þess að eiginlegur tilgangur laga og réttar hjá einni þjóð er að skapa og viðhalda þeim umferðarreglum í mannlegum samskiptum sem þjóðin sjálf kýs að hafa.
Þroskinn?
Ja…þótt maður sé við vissar aðstæður býsna þroskaður, getur maður við aðrar aðstæður orðið frumstæður. Það er bara það sem ég er að segja. Transcend and include. Það að menn hafi bætt við sig í þroska gerir viðkomandi færari um að takast á við aukið flækjustig, en uppruninn er alltaf sínum stað… Það er það sem ég tel að sé að blekkja okkur þegar við erum að telja að fólk færist á milli stiga í spíralnum (nema etv. við trúum því að þetta þetta fólk sé komið á 2nd tier), en jafnvel þá, felst sú færni í að geta farið frítt á milli heimsmynda sem þroskastigin teikna upp eftir aðstæðum og nota á hverjum stað þau verkfæri sem henta við viðkomadi aðstæður. Ég er bara að segja, að við bætum við okkur þroskastigum, en ef við þurfum að grípa til “frumstæðra” hvata (gilda) /viðhorfa til þess fást við aðstæður sem krefjast slíks, þá gerum við það. Svo er ekkert sem segir að eitt sé endilega frumstæðara en annað, nema í þem skilningi að maður getur fengist við flóknara samspil lífsskilyrða og aðlagað sig flóknari aðstæðum. Þótt ég hafi ekki kannað málið sérstaklega, þá er ég nokkurn veginn viss um að margir sem aðhyllast Trump séu ágætlega “intellektual” verur þroskalega – eru gáfaðir eða vel gefnir í hefðbundinni merkingu þessara hugtaka – en eru bara á þeim stað í huganum að finnast hann vera réttur maður á réttum tíma. Það er auðvitað ekki gott frá mínum sjónarhóli og hins “góða” fólksins. En hrifning á Trump lýsir miklu frekar hugarástandi, menningarstigi en siðferði, held ég. (kannske er það sami hluturinn).
Ný gullin regla
Við verðum daglega vitni að því hvað fólk er á mismunandi stöðum hugarfarslega séð. Það á sér ákaflega mismunandi heimsmyndir. Þetta verður sífellt meira áberandi, eftir því sem samskipti okkar aukast, um allt milli himins og jarðar. Auk þess eru tiltölulega fleiri sem tileinka sér póstmodern (græn) og integral/metamodern viðhorf.
Vegna þess að fólk lifir þannig í ólíkum hugarheimum sýnist mér að við þurfum leggja af eða breyta gullnu reglunni. Hún getur ekki lengur hljómað svona: “Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra.” Ef svona regla á rétt á sér, þá ætti hún frekar að hljóma einhvernveginn svona: “Þú skalt gera öðrum það sem þeir vilja að þú gjörir þeim.” (sem er – sem sagt – trúlega eitthvað allt annað en það sem þú vildir að þér væri gert.)
Of flókið fyrir orsök -> afleiðing
Lífið og samfélagið og heimurinn eru allt of flókin til að hægt sé að hafa einhverskonar stjórn á þeim með gömlu orsök-afleiðing aðferðinni. En áður fyrr þegar hlutirnir gengu hægar fyrir sig og voru frekar á lókal plani er glóbal, þá var hægt að hvíla í þeirri þægilegu blekkingu að það væri augljós fylgni milli orsakar og afleiðingar. Ekki lengur.
Prinsippfólkið
Nú vaða prinsippmennirnir með blóðuga penna sína um vígvöll fésbókar og varpa þeim fyrir björg sem talað hafa óvarlega. Niðurstaðan virðist sú að atyrða má og niðurlægja einstaklinga fyrir skoðanir sínar, en alls ekki hópa, nema þeir séu stjórnmálaflokkar.
pier progressive
Það eru stofnanir og fyrirbrigði í samfélögum okkar sem við getum nefnt með einu orði eða tveim, og allir vita hvað við eigum við (þó það séu smáatriði eða blæbrigði innan hugtakanna)
markaður
ríkisvald
samvinna
Það eru önnur fyrirbrigði sem kölluð hafa verið pier to pier networks (Steven Johnson), sem að vinna sameiginlega að lausnum oftast án fjárhagslegs hagnaðar.
Það er rifist um hvorum internetið er að þakka bisnis eða ríki, að það varð til.
Staðreyndin er sú að það var pier networks, sem eiga heiðurinn, Vettvangurinn voru þó háskólar (hið opinbera).
Og þetta fjallar ekki bara um internet og tækni. Þetta fjallar um allskonar samvinnu og tenglsamyndun í samfélaginu sem kemur ótrúlegustu hlutum í verk.
Leiðin ekki hægri, ekki vinstri – pier progressive
Stefnumótun -> aðgerðir
Í almennri stefnumótun er gjarnan talað um að mikilvægt sé að svara spurningunum HVAÐ? og HVERS VEGNA?, þ.e. hvað á að fjalla um (áherslur) og hvers vegna það sé mikilvægt (gildi). Þetta er talið mikilvægt að gera áður en rætt er um HVERNIG skuli útfæra HVAÐ. Þessi röð hlutanna er af mörgum talin grundvallarforsenda þess að umræða um stefnu og aðgerðir verði vitræn.
Í íslenskum stjórnmálum er yfirleitt byrjað á vitlausum enda, þe. byrjað að tala um hvernig eitthvað skuli gert áður en talað er um hversvegna það skipti máli.
Fangar varnanna
Margir eru þeir sem finna að sköpunargáfa þeirra, eðlileg viðbrögð og lífsgleði eru lömuð að hluta, fjötruð í ósundurgreinanlegri flækju eða sjálfseyðandi líferni, og að þeir eru fangar í innviðum eigin sálarlífs (sinni eigin sálarkytru). Þeir bíða og vona eftir að einhver töframáttur muni í framtíðinni – bráðum – bræða hlekki þeirra (en samtímis eru þeir skelfingu lostnir – oft bara innst inni – við vegna möguleikans að hvaða lítil breyting sem er muni valda nýjum skelfingum.
Stærð subjektsins
Stærð subjektsins, sem ég kalla: Hvað er hluti af mér og af hverju er ég hluti? Á liðnum árum hefur fjölskyldan minnkað, þjóðerniskennd hefur rénað og ég held að sú eining sem hver og einn telji sig til sé að meðaltali að minnka. Kannski minnkar hún það mikið að hún smám saman nær því takmarki, að hún spanni allt mannkyn, og þarmeð sé kominn grundvöllurinn fyrir heimsfriði. Spurningin er hvort að takmarkinu mannleg samkennd yfir alla plánetuna, sem gæti þýtt heimsfrið, sé möguleg með því að stækka þjóðir (EBE osfrv.). Er eina leiðin sú sama og leiðin til andlegs þroska: maður þarf að þroska og stæla egóið, til þess svo að geta yfirgefið það. Þeas. minnka subjektið þangað til það nær bara til einstaklingsins. Ég efa að svo sé.
Athuga hvaða samhengi er þarna á milli.
Við gerum það sem við viljum, alltaf.
Almáttugur, erða satt? Er það virkilega þannig? Klárlega – oft segjum við, “Jæja, ég vil ekki gera þetta, en ég verð að gera það.” Það sem ég er að segja er að ef þú gerir það, jafnvel þó þú haldir fram að þú viljir ekki gera það, þá er það vegna þess að þú vilt gera það. Þú gerir það af því að þú vilt eitthvað annað sem mun hljótast af því sem þú sagðist ekki vilja gera. Svo þú vilt gera það; hvað sem þú segir. Þú gerir alltaf það sem þú vilt gera. Ég geri alltaf það sem ég vil gera, líka þegar ég segi að ég sé að gera það sem ég vilji ekki gera — en ég geri það af því að ég vil afleiðingarnar af því – tek lýsi til að vera heilbrigður…
How do you like Iceland
Það merkilegasta við ísland og á Íslandi er víst menningin og náttúran. – Speglast þetta á nokkurn einasta hátt í þjóðlífi stjórnarháttum og stjórnmálum??
Tvöfalt siðferði
Landlægur plagsiður í íslenskri umræðu er viljaleysi eða vangeta til að greina á milli hins opinbera lífs og einkalífs. Ýkjudæmi um þetta (sem er úr raunveruleikanum) er að segja að það sé í góðu lagi að alþingismaður steli af því að það séu svo margir sem steli. Eða að auðvelt sé að fyrirgefa ráðherra opinberar lygar af því að hálf þjóðin sé hvort eð er síljúgandi.
“Hvað ertu að fárast yfir hótunum Vigdísar Hauksdóttir gangvart RUV og námsmönnum, þú ert ekkert betri sjálfur!”
Þannig virðist mörgum ekkert tiltökumál að stjórnmálaforingi ljúgi synkt og heilagt að þjóðinni og lofi hlutum sem hann ætlar sér aldrei að efna eða jafnvel ó ekki hægt að efna. Slíkur maður yrði lögsóttur fyrir samningsbrot í viðskiptum og dæmdur fyrir dómstólum. Í daglegu lífi væri látið nægja að segja að maðurinn væri skíthæll og þannig er það líka í stjórnmálunum.
Hin hliðin:
Við spilltum embættisveitingum er brugðist með því að segja eitthvað einsog: aumingja drengurinn, á hann að gjalda þess að pabbi hans er formaður Flokksins. Allt er gert prívat.
Hvernig breytir maður heiminum
Maðurinn getur breytt atburðum sögunnar (launch global processes), með hugsuninni einni saman.
– Á þessu er ekki vafi. Það vita allir vísindamenn, sem hafa fengist við systems theory og chaos theory. – Þetta segir Glibert Klima, prófessor of the Institute of Nuclear Physics í Vínarborg. og hann heldur áfram: Það er bara spurning um að bíða þangað til kerfið er í ójafnvægisástandi (er óstöðugt) þá er hugsanaorkan ein nóg til að kerfið byrji að breyta sér.
Verðir lýðræðisins
Þegar við verjum lýðræðið – við viljum nefna það svo – þá getum við átt við tvo mismunandi hluti.
Annarsvegar getum við varið framþróun hinna lýðræðislegu gilda og hugsjóna og því hvernig gildunum er fylgt og hvaða mynd þau taka og hafa tekið á sig í samfélagi okkar. – Viljum við sem sagt efla strauma sem eru í dýpra samræmi við hið raunverulega eðli lýðræðishugsjónarinnar, því að fólkið ráði sér sjálft og hafi sem besta möguleika á að þroska sig og samfélag sitt?
Hinsvegar getum við lagt á það áherslu að verja núverandi stofnanalegu holdtekningu hins “borgaralega lýðræðis” og reyna að bægja burt þeim straumum breytinga, þroska og fínslípunar og aðlögun að breyttum tímum og háttum í samfélaginu –
Í seinna tilvikinu þá lítum við á okkur og viljum að aðrir líti á okkur sem hetjulega varðmenn lýðræðisins, vegna þess að við lítum á núverandi stjórnarhætti sem heilög vé sem ekki má hreyfa við. Með þannig viðhorfi er litið á núverandi form lýðræðis gegnum litgler hins trúaða og innvígða. Ef við trúum því að þroski og vöxtur sé hluti af innsta eðli lýðræðis, þá er sá mikli fjöldi fólks sem lítur á það sem æðstu skyldu sína að viðhalda ríkjandi ástandi er í reynd á bandi andlýðræðislegra afla. – Þannig skipar fólk sér í raun í samskonar flokk og þeir gerðu sem voru á móti jafnrétti kynjanna og auknum réttindum samkynhneigðra – ekki alls fyrir löngu.