
Einræða misheppnaða mannsins

Mig vantar einhverja sérstöðu. Finnst ég þurfi að skipa mér í hóp sem hefur sérstöðu, gjarnan hóp sem ég get haldið fram að sé ofsóttur eða allavega illa farið með hann. Kannski “Við gráhærðir” (því miður er ég ekki sköllóttur). Nú eða “Yfir kjörþyngdar fólk” – það er nú talsvert ofsótt og lagt í einelti meira að segja… Ekki dugar víst að verða “maskúlínisti”, það gefur ekkert. “Við sem erum eldri en fimmtug” – það gæti virkað – okkur er ekki boðin almennileg vinna og þau sem eru í eldri kantinum eru ekki einu sinni spurð í skoðanakönnunum. Við gætum kosið okkur sjálf og okkur fer fjölgandi. Þarf að hugsa þetta aðeins.
Ef valið tækist vel, gæti ég kennt þeim erfiða eiginleika mínum sem verður fyrir valinu um allar mínar ófarir í opinberu og einkalífi. Hvenær sem mér mistækist eða væri ólukkulegur þá gæti ég sagt: Þetta er vegna þess misréttis sem við …..-fólk erum beitt. Það væri skýrt og greinilegt af hverju ég er sniðgenginn, fæ svona fá atvinnutilboð, af hverju ekki er tekið mark á mér á fundum, af hverju mér er ekki sýnt sú kurteisi og virðing sem ég á skilda…