Heildræn nálgun – manneskjan öll

Heildræn nálgun – manneskjan öll

Ef þú ætlar að nýta hæfni þína til fulls á golfvellinum, þá verður þú að skilja að þú ert hugur, líkami og hjarta (sál).

Þú verður að viðurkenna fyrir sjálfri/sjálfum þér að þú upplifir tilfinningar þegar þú ert að spila og þarft að skilja að þú hefur félagsleg tengsl í golfveröldinni þinni einsog í hinum hlutum lífs þíns.

Maður þarf ekki að vera Dr. Freud eða Dr. Phil til að skilja að samþætting allra mannlegra eiginda, allra hliða mannlegrar náttúru (líkamlega, vitsmunalega, tilfinningalega, andlegra, félagslega osfrv.) er sú nálgun sem gefur einhvern árangur af viti, hvað svo sem við viljum taka okkur fyrir hendur, golf eða eitthvað annað.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This