
Hverning verður gróska?

Hvað skapar framþróun?
Það eru nokkur atriði sem sannarlega hafa reynst framkalla og efla skilyrðin fyrir framförum á öllum sviðum framþróunar (evolution), frá bakteríugróðri til samfélags manna.
Fyrsta – Framþróun gerist á jöðrunum. Lífið varð til á mörkum hafs og lands. Tegundir þróast og verða til að mörkum lands og lofts. Á endimörkum Rómverska heimsveldisins varð kristnin til. Í kjöllurum og úthverfum vísindasamfélaga verður framþróun. Afstæðiskenningin varð til þegar Einstein vann á einkaleyfaskrifstofu. Stökkin í samfélagsþróun hafa aldrei átt rót sína á þjóðþingum, í ríkisstjórnum eða opinberri stjórnsýslu. (Ný stjórnarskrá ekki á alþingi) Kannski er þetta ekki lögmál, en reynslan sýnir þessa tilhneigingu mjög sterklega.
Annað – Streita skapar framþróun. Það er þegar reynir verulega á það sem fyrir er, að nýjir hlutir verða að koma fram – og gera það. Stærstu náttúruhamfarir jarðar-sögunnar hafa skapað hvað örasta framþróun og mesta nýsköpun lífsins. Manneskjan varð það sem hún er vegna slíkra hörmunga. Sumir hafa reyndar sagt að streita sé það eina sem skapar framþróun. Þegar allt er í friði og spekt og ekkert álag er, þá verður ekkert nýtt til sem talist getur til framþróunar. Kreppa í samfélagi kallar á nýjar aðferðir, nýjar lausnir. Þessvegna meðal annars er það að flestar stjórnarskrár eru til komnar eftir áföll þjóðanna.
(Anti-fragile heitir bók eftir Nassim Nicholas Taleb. Hún fjallar um svipað og það sem hér stendur, nefnilega það sem vex og dafnar við mótlæti. Mæli með henni.)