Listin – filman – punktar

Listin – filman – punktar

9. áratugur – tengt listinni

MONGÓLSKIR VILLIHESTAR.

Þó ákveðnar listrænar hreyfingar komi aftur að hluta til amk., þá gera þær það aldrei í alveg sama klæðnaði. Líkingamálið breytist. Hinar áleitnu myndir samtímans eru nýjar. Dettur þetta í hug þegar ég les í blaðinu um ungt (ljóð-)skáld og fyrir honum er myndin af frelsinu síðustu villhestarnir sem eru til ennþá, þeir eru í Mongólíu. Fyrir 40 árum var samfélagið og líf manneskjunnar á jörðinni öðruvísi. Nú finnst mér að allir hafi villihesta sem frelsistákn.

Hver eru mín raunhæfu/nýtilegu tákn fyrir þessa mynd sem ég er að fara að gera.

—-

Við verðum að geta unnið að hugmynd og fyrir hana einsog trúarofstækisfólk – og þó ævinlega að vera reiðubúin að kasta henni þann dag sem önnur betri lítur dagsins ljós.

——

Paradox – Í listinni er maður einn; í leikhúsi getur maður ekki verið einsamall.

——-

Forsendan til að vinnan gefi þér eitthvað er að þú gefir sjálfan þig í vinnuna.

——

Að læra og kenna er í óendanlegu framhaldi hvort af öðru, – sama er um að gefa og að þyggja, – sama er um að skynja og að miðla.

——-

Það sem þú ert, er ekki það sem þú hefur, heldur sú leið sem þú ert að fara.

——

Ótakmarkaðir möguleikar henta manneskjum ekki; ef þeir væru fyrir hendi mundi líf hennar leysast upp í takmarkaleysi…  Einstaklingurinn aflar sér aðeins gildis sem frjáls andi með því að umkringja sig takmörkunum og ákveða fyrir sjálfan sig hver skylda hans sé.

—–

Stærð subjektsins, sem ég kalla: Hvað er hluti af mér og af hverju er ég hluti? Á liðnum árum hefur fjölskyldan minnkað, þjóðerniskennd hefur rénað og ég held að sú eining sem hver og einn telji sig til sé að meðaltali að minnka. Kannski minnkar hún það mikið að hún smám saman nær því að hún spanna allt mannkyn, og þarmeð sé kominn grundvöllurinn fyrir heimsfriði. Spurningin er hvort að takmarkinu mannleg samkennd yfir alla plánetuna, sem gæti þýtt heimsfrið, sé möguleg með því að stækka þjóðir (EBE osfrv.). Er eina leiðin sú sama og leiðin til andlegs þroska: maður þarf að þroska og stæla egóið, til þess svo að geta yfirgefið það.  Þeas. minnka subjektið þangað til það nær bara til einstaklingsins. Ég efa að svo sé.

        Hvaða samhengi er þarna á milli?

10. juní 1985

Norman Mailer:

Mood is harmony. The harmony of the Gestalt. The harmony of the life in the room, or the harmony one senses in a landscape. And harmony permitts one to relax. As one relaxes, so new perception comes from the conduits of the unconcious, and one has added one’s contribution to the mood, which is now suptly different but still alife in the growing tissue of previous sensation, precisely that tissue which was the mood of the previous moment. When a mood is shattered, the life in the room contracts, and a new mood, discontinuous to the last, begins its existence.

Það er aðallega þetta síðasta, sem ég er að hugsa um, hvernig smáatriði í stemningu (til dæmis í kvikmyndasenu) getur gert undarlega tilfærslu í stemningunni og gert ástandið mjög undarlegt. Maður gæti orðað þetta þannig á sænsku að það yrði “förskjutning – nästan omärklig; eller åtminstone inte abrubt – som gör att stämningen blir mycket märklig eller hemlig” Dæmi um þetta eru ýmisleg, til dæmis þegar vindurinn byrjar allt í einu að blása á akrinum hjá Tarkovskí í Speglinum. Það sem breytir senunni á þennan hátt má ekki vera snöggt, það má ekki vera atburður. Það eilítil tilfærsla (sæ: glidning).

——

Að leikstýra kvikmynd (ef maður vinnur með handrit annarra) er að leggjast í ferðalag. Að vera sleppt af þyrlu úti í auðninni og að þurfa síðan að nota öll tiltæk (og heiðarleg) meðöl til að komast aftur til byggða – heim – ná markinu – heim.

——-

Af hverju málaði Picasso myndir?

Af hverju skrifaði Mozart tónlist?

Af hverju skrifaði Laxnes bækur?

– kannski af því að þeir gátu ekki annað…

– kannski var það þetta sem gaf þeim lífsins mestu ánægju og fullnægju.

Enginn þeirra þoldi að vera án þess að iðka list sína lendi í einu.

En það sem þeir gerðu er óskilt því sem er mín listiðkun að því leyti að þeirra var stöðug yðja, einhverskona terapía fyrir sálina, iðkanleg alla daga. Dóp fyrir líkamann og tilfinningarnar. Þetta er vegna tveggja hluta. Í fysta lagi hinnar líkamlegu hliðar þess starfs em þeir unnu, sem hefur í för með sér einhverskonar lífstakt sem endurtekur sig með tilbrigðum frá degi til dags. Í öðru lagi vegna þess að næmni þeirra og dómgreind á sviði listarinnar er lífsförunautur sem er með þeim á hverjum degi svo hann verður einsog eðlilegur þriðji handleggur nótt sem nýtan dag.

————–

Þeir sem ná miklu valdi á túngumálinu (hinu talaða) verða snemma varir við að þeir geta manipúlerað heiminn með orðsnilld sinni.  Málið dugar þeim svo vel (strax snemma ævinnar) að þeir einbeita skynjun sinni að snertiflötum málsins við veruleikann eða lífið. En þar sem lífið er í eðli sínu miklu flóknara og merkilegra en tungumálið og það sem það nær að tjá. Innri reynsla okkar er í eðli sínu yfir túngumál (ligvistík) hafin. Það má því segja að það geldi lífssambandið ef ekki er hægt að finna fyrir því og íhuga það nema í gegnum tæki túngumálsins.   -lyo

——–

Hvernig tjáist listin?

Það á við hvaða mál sem er (myndmál, tungumál…) að notist það á sinn konkreta lógíska útskýrandi (upplýsingamiðlandi) hátt, notandi hugtök og setjandi þau í samband hvert við annað einsog til dæmis tungumáli er lagið, þá verður í besta falli hægt að nálgast það að skýra einhverja afmarkaða hluta af tilverunni. En vilji maður reyna að nálgast einhverskonar stærri sannleika um lífið og tilveruna, þá er bara að taka því að það er ekki hægt að reifa slíkt á neinu mannanna máli. Hitt er möguleiki að finna fyrir þessum sannleika, skynja hann og reyna að gefa skýra mynd af hluta hans, bregða upp einhverskonar hugmynd um hann eða hljóm af honum til annarra. Það getur verið mjög merkilegt, en verður þó aldrei nálægt því að vera tæmandi eða allur sannleikurinn.  Ef einhver vildi lýsa stórkostlegu tónverki með orðum þá væri möguleiki að mjög orðsnjall maður gæti gefið lýsingu í orðum sem gæfi hugmynd um hvað það var sem hann skynjaði á meðan hann hlustaði.  En nákvæmasti skýrslugerðarmaður væri mun lengra frá því að lýsa tónverkinu, nema sem röð af tónum með mismunandi blæ og bili á milli.  Það sem skipti máli um þetta tónverk, – listgildi/lífsgildi þess værum við nánast jafn nær um.

        Við listamenn stöndum gangvart lífinu einsog værum við að hlusta á tónverkið mikla (lífið); og vildum miðla skynjun okkar – því sem það miðlaði okkur. Það eina sem við getum gert er að búa til nýtt tónverk – við verðum að búa til verk sem er okkar innra líf – ekki lýsing á (eða greinargerð fyrir) reynslu okkar – innra lífi okkar, heldur sjálft lífið og þessvegna er list okkar jafn lítið fanganleg í orð og rætur hennar: lífið í brjósti okkar. Jafnvel list orðsins td. ljóð verða aldrei útskýrð eða þeim lýst til fullnustu með öðrum orðum. List er líf sem sprettur af lífi og henni verður aldrei lýst til hlítar – henni verður aðeins lifað einsog öðru lífi.  -lyo

——

Konur þjást betur (Carl Dreyer)

—–

Allstaðar í kringum oss blandast listin auglýsingum og auglýsing listinni. Ég og menn í minni stöðu, við þurfum stöðugt að vera á verði að myndir okkar bráðni ekki inn í flóðið af mynd-“poppi” sem er allstaðar í kringum okkur. Ein leið sem löngum hefur verið og er reynd er sú að leita á náðir “ljótleikans” sbr. “þýska estetík”. Klárt er að þetta tengist bæði innihaldinu og þarf að vera í andstöðu við hið auðvelda.

——

Um dialóg í kvikmyndum:

Dialogur þarf að vera átök (verbal aksjón) og spegla innri hræringar í persónunum sem tala. Díalógur þarf að færa atburðarás framávið – vera atburður/atburðir/atburðarás. Replikka má líka veita upplýsingar, en aldrei bara veita upplýsingar.

Samtalið þarf að spretta úr viðkomandi situasjón og spegla afstöðu og aðstöðu hverrar persónunnar til annarrar og til sitúasjónarinnar í heild (einnig til umræðuefnisins – þó það skipti mun minna máli og stundum engu máli).

Undiraldan ræðst af hvaða viðleitni eða innri stefnu (meðvitaða eða ómeðvitaða) hver persóna hefur á því andartaki sem samtalið fer fram.

Samtöl þar sem allir eru sáttir og bara að rabba eru leiðinleg, alveg sama hvað fólk kemur vel fyrir sig orði.

———

Þú nærð engum árangri í listum nema þú sért frjáls frá viðteknum hugmyndum. Þú þarft að vinna fram og finna þína eigin stöðu og skoðun – alltaf með skynsemina að leiðarljósi að sjálfsögðu – og halda þér við þetta einsog það sé fjöregg – allan tímann sem þú vinnur að list þinni.

(Síðan getur getur þín eigin staða og skoðun legið nálægt einhverri viðtekinni skoðun. En þú hefur myndað hana sjálfstætt en ekki af fylgisspekt eða hugsunarleysi)

—–

Konur þjást betur (Dreyer)

——

All writing (storytelling) is about the human heart in conflict with itself. – W Faulkner.

Act without doing;

work without effort.

Think of the small as large

and the few as many.

Confront the difficult

while it is still easy;

accomplish the great task

by a series of small acts.

~Tao Te Chin

——

Nótur til handritshöfundar

Allar spurningar í nótum í handriti eru fyrir handritshöfund, ég þarf ekki svara þeim sjálfur.

Hafa í huga:  Það er ekki nóg að hella inn glommu af (áhugaverðum) smáatriðum. Öll smáatriði þurfa öll að styðja eina heild sem er plottleg eða hluti af sömu ljóðrænu symfóníunni (symfónía= það sem hljómar saman) Það þarf að vera hægt að rökstyðja tilveru hvers einasta aðtriðis í myndinni (með þeim rökum sem eru hrygglengja myndarinnar).

Finndu þér stað, ytri eða innri, hvaðan þú tjáir þig / segir söguna. Hvernig mynd er þetta, lýstu því fyrir sjálfri þér.

About The Author

Director film, tv, theatre active in Sweden and Iceland Consultant, facilitator

Safn

Share This